23.12.2008 | 17:53
Gleðileg Jól! - Gjöf til bloggvina
Kæru íslendingar.
Ég vil nota þetta tækifæri til að óska landsmönnum öllum Gleðilegra Jóla. Þetta er hátíð ljóss og friðar, vináttu og gjafmildi. Verið góð við hvert annað og knúsið þá sem ykkur þykir vænt um.
Þar sem ég er erlendis get ég engan hitt eða knúsað. Þó vil ég bjóða bloggvinum mínum jólagjöf. Sendið mér skilaboð og ég sendi ykkur upplýsingar um hvernig þið getið náð í stuttmyndina Svartan Sand. Sum ykkar eiga hana á DVD, en fyrir ykkur hin, látið bara vita og ég læt ykkur vita hvar þið getið dánlódað henni. Þessi er að vísu í hærri upplausn en sjónvarp, svo kannski vilja handhafar DVDsins líka ná í.
Þetta er Quicktime skrá, og þarf þann spilara, eða iTunes eða iPod eða iPhone. Skráin stendur til boða fram á annan dag jóla. Munið að þetta er stuttmyndin sem kvikmyndin Undir Svörtum Sandi verður byggð á, en hún fer í framleiðslu á árinu ef orkan er með ons.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Athugasemdir
Gleðileg jól!
Heidi Strand, 23.12.2008 kl. 18:23
Takk og GleðiJól.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 23.12.2008 kl. 21:24
Gleðileg jól Villi minn og fjölsylda. Jólakortið mitt er hér
Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.12.2008 kl. 23:08
Takk fyrir
villi@this.is ef þú vilt senda mér slóðina af sandinum
Varst þú ekki að biðja um handritshugmynd.
Var það heimildarmynd.
Vilhjálmur Árnason, 23.12.2008 kl. 23:44
Sæll nafni. Ertu með góða hugmynd? Ég var að spá í leikna mynd, en allt er vel þegið sem gott er.
Villi Asgeirsson, 24.12.2008 kl. 00:50
Gleðileg jól.
Magnús Sigurðsson, 24.12.2008 kl. 13:30
Gleðileg jól!
Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.