7.11.2008 | 11:26
Skemmtilegt framtak ... burt með spillingarliðið
Þetta er stórskemmtileg hugmynd. Enn og aftur segi ég, ef ég væri á landinu... þetta er að verða alvarlegt. Verð ég ekki að fara að plana endurkomu? Mig langar að kaupa listaverk á 5000 kall, mig langar á borgarafundinn í Iðnó, mig langar að byggja upp nýtt og betra samfélag. Mig langar að vera á staðnum svo ég geti byggt upp síðuna Nýja Ísland. Mig langar svo margt.
Í fyrradag minntist ég á hugmynd sem ég fékk. Mig langar að gera kvikmynd um lífið í kjölfar hrunsins. Mér datt í hug að hún gæti orðið fjölskyldudrama. Rakel lét sér detta í hug að gera einhverskonar háðsádeilu um ástandið, sem ég held að gæti verið skemmtilegt verkefni. Gullvagninn kom svo með þá hugmynd að gera samsærismynd um þá sem að baki hruninu standa. Það er sjálfsagt full þörf á að kafa svolítið ofan í það og gera mynd. Kíkið endilega á þá færslu og látið heyra frá ykkur.
Svo er það stóra fréttin frá því í sumar sem er orðin svo lítil í samanburði við allt. Uriah Heep hljómleikarnir verða teknir upp á fimmtudag og föstudag. Maður hefur þá eitthvað að gera hér í afdalarassgatinu Hollandi.
PS. "burt með spillingarliðið" er átak einhverra bloggara. Við bætum þessu við titla til að minna fólk á að við viljum spillingarliðið burt.
Selja verk á 5.000 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Kvikmyndir, Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:27 | Facebook
Athugasemdir
Finnst þér ekki gaman að vera Íslendingur í Hollandi? Ég er a.m.k. efni í marga brandara hjá vinnufélögum mínum.
Hvar í Hollandi ertu annars?
Nexa, 7.11.2008 kl. 12:32
Halfweg, mitt á milli Amsterdam og Haarlem. Þú?
Villi Asgeirsson, 7.11.2008 kl. 13:03
Ég er alveg hinumegin, í Groningen (norð-austur hlutanum)
Nexa, 7.11.2008 kl. 14:49
Hringdu bara ef þú ert í grennd og ég reyni að hafa heitt á Senseo könnunni.
Villi Asgeirsson, 7.11.2008 kl. 14:58
Gæti tekið þig á orðinu - ertu með núll-sex númer?
Við erum með e-mail arnahrund@hotmail.com ef þú átt leið í sveitahéraðið fyrir norðan. Fínn dýragarður í Emmen...
Nexa, 12.11.2008 kl. 15:08
0654258604
Villi Asgeirsson, 12.11.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.