7.10.2008 | 04:30
Guð Blessi Ísland
Þessi síðustu orð ræðunnar. Er þetta eitthvað meira en sljálfvirk orð trúaðs manns? Er eitthvað meira á bak við þau? Maður verður hálf smeykur við allan þennan hræðsluáróður og hálfkláraðar setningar.
Ég yfirgef Ísland eftir atburðaríka viku. Ég hitti mikið af áhugaverðu fólki og sá mikið á athyglisverðum myndum. Það voru samt 2-3 manneskjur sem eg náði ekki að hitta, myndir sem ég náði ekki að sjá og hlutir sem ég kom ekki í framhvæmd. Framtíðarhugmyndirnar eru skýrari í hausnum. Það gerir kannski hreina loftið. Ég vona bara að kreppan flækist ekki fyrir og að hún fari ekki of hrjúfum höndum um almenning. Ekki að við í ESB eigum von á einhverju betra.
En hvað um það. Það var gott að koma heim og hitta fólkið sitt. Ég er aftur farinn til ESBsins þar sem allt er betra samkvæmt einhverjum krötum sem vita ekki alveg hvað þeir eru að segja.
Guð Blessi Ísland.
Ný lög um fjármálamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Kvikmyndir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já guð blessi Ísland. Mér sýnist að það sé samt allstaðar erfitt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.10.2008 kl. 11:01
Megi Batman passa okkur öll. ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 13:41
Var það ekki the Great Gig in the Sky? Eða tannálfurinn sem þú varst að tala um? Batman? Aldrei heyrt þig tala um hann. Hvað um það, ef Batman getur reddað einhverju er það auðvitað hið besta mál. Tinni líka.
Villi Asgeirsson, 7.10.2008 kl. 15:33
Guðhræðsla hefur aldrei skilað neinu góðu. Geir á að stappa stáli, ekki fara í trúarfrasa eins og Ólafur ven Bessastaðir.
Ólafur Þórðarson, 7.10.2008 kl. 15:42
Ég sé ekki betur en guð sé búinn að segja bless við Ísland.
Jón Ingvar Jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 17:43
Það er allt að fara til andskotans hérna líka. Við bara erum ekki farin að finna eins mikið fyrir því. Annars er þetta allt sjónhverfing eins og ég sagði í nýju færslunni. Ansi raunveruleg sjónhverfing, en samt...
Villi Asgeirsson, 8.10.2008 kl. 22:11
Þegar þessi maður segir "Guð blessi ísland", þá fer hrollur um mig, ég veit hvaða guð hann meinar.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 09:08
ps - ég tel að esb, bandaríkin, allur vestræni heimurinn sé að fara sömu leið, við íslendingar erum bara svo "framarlega" í öllu, og lítil, þegar þetta skreið af stað hjá okkur, þá náði það miklum hraða mjög fljótt, en þetta skríður líka hjá ykkur í esb, banda os.frv.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 09:10
Það er ekki spurning. Einhver spurði mig út í Icesave í morgun og ég sagði að þetta væri bara byrjunin. Þetta kemur hingað. Er reyndar komið, þar sem Fortis var þjóðnýttur.
Villi Asgeirsson, 9.10.2008 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.