Flökkukindin bundin, hugsar sér til hreyfings

Höfum það á hreinu. Ég er búinn að fá hundleið á Hollandi. Fólkið hér er fínt eins og annarsstaðar, en ég er ekki að finna mig hérna. Þegar ég kem heim líður mér eins og ég tilheyri því sem er í kring um mig. Ég hafði sömu tilfinningu þegar ég bjó í London. Það var eins og ég hafi alltaf átt að vera þarna. Mér fannst ég eiga meira heima í London eftir viku en í Hollandi eftir 11 ár.

Það er erfitt að vera íslendingur erlendis og vilja heim. Það er nefninlega svo ofboðslega dýrt fyrirtæki að koma sér heim. Svo getur verið erfitt að koma sér fyrir og láta sér líða vel. Það er ekki auðvelt að sannfæra hinn aðilann um að koma með, þegar hún mun sennilega þurfa að vinna 10 tíma á dag í fimm daga á viku fyrir svipuð laun og hún fær nú fyrir fjóra daga og átta tíma. Hana langar að koma heim því hún er sammála mér um leiðindi Hollandsins, en hún er ekki að finna neinn flöt á dæminu. Við fengjum þriggja herbergja íbúð í Breiðholti fyrir þriggja hæða raðhúsið okkar. Ísland er því ekki í myndinni. Ekki strax, allavega.

Það er til millivegur. Skandinavía! Ég finn fyrir mikið meiri samkennd með frændum okkar í norðri og passa örugglega betur inn í menninguna. Svíþjóð og Noregur eru barnavæn lönd. Hægt er að hafa í sig og á án þess að drepa sig á því og sjá aldrei barnið. Ég var að staulast gegn um Dagens Nyheder um daginn því einhver hafði skilið það eftir á Schiphol. Það gekk þokkalega, svo ég held ég næði sænskunni á kannski 2-3 mánuðum. Svo væri ég miklu sáttari við að gera kvikmyndir á sænsku en hollensku. Málið er svo ofboðslega ljótt og karakterlaust.

Er ekki fallegt í Malmö? Er Svíþjóð ekki málið? 


mbl.is Vandinn dreifist til Svíþjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Jú, förum þangað. (Hollendingarnir eru reyndar margir á sama máli, vilja komast úr þrengslunum.)

Birnuson, 19.8.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er rétt, þeir eru orðnir nett leiðir á mannþrönginni. Ertu líka í Hollandi?

Villi Asgeirsson, 19.8.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ef ég væri að velja í þínum sporum myndi ég kjósa Noreg. Veit ekki alveg af hverju - og þó... En mest tilfinning. Mér líkar kannski bara betur við Norsara og norskuna.

Takk fyrir hjálpina við að svara athugasemdum á blogginu mínu, Villi. Það er ómetanlegt að eiga góða að þegar maður er of önnum kafinn til að geta sinnt þeim. Verð í sambandi með hitt málið í tölvupóstinum. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.8.2008 kl. 09:53

4 identicon

Ja, ef þú ferð til Svíþjóðar, þá þekki ég eina þar, hún hefur búið í Gautaborg og segir fólkið þar glaðvært og opið og jákvætt en í Stokkhólmi ( þar sem hún býr núna ) sé það alveg í hina áttina ( hún er að hugsa um að fara að færa sig til baka til Gautaborgar ) Ég þekki ekki Malmö.  Ég hef heyrt að Finnar séu líka alveg rosalega líkir Íslendingum.

Mig langar rosalega til að búa í útlöndum og er að finna mér eitthvert land til að prófa :)

Lára Hanna nefnir Noreg, ég veit að þar í landi er fólkið rosalega ólíkt, fer eftir landsvæðinu. Ég hef verið í Noregi og Bergenbúar eru víst röflarar...kaupi það ekki dýrara en ég seldi það....en það var fínt að vera á Nesodden, sem er hinu megin við Oslófjörðinn.

Ég hélt að Hollendingar væru svo ligeglad, hvernig eru þeir??? Ég er forvitin.

alva (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 11:18

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Norsararnir eru voðaleg krútt. Það er soldið skemmtilegt að ein fóstran á barnaheimilinu er norsk og þegar hún heyrði að Mats er hálfur íslendingur, varð hann strax uppáhaldsbarnið hennar og nú talar hún bara norsku við hann. Aumingja barnið þarf að skilja hlutina á fjórum tungumálum, og hann er bara eins og hálfs.

Annars er það svo skrítið að norðurlandabúar eru svo yndislegir, svo skemmtilegir... og svo fremja þeir sjálfsmorð. Veit ekki hvað það er. Of mikill innanhúsarkitektúr? Hvað um það, ég væri til í að skoða bæði Noreg og Svíþjóð. Finnland er sjálfsagt fínt, en ég nenni ekki að læra finnsku og svo skilst mér að það sé krökkt af moskító þar.

Villi Asgeirsson, 19.8.2008 kl. 21:11

6 identicon

Vid erum i Noregi og høfum thad mjøg fint, en, og thad er stort en, thu verdur ad sætta thig vid rosalega seinvirkt kerfi og mikla pappirsmyllu, + ad thetta er mjøg sosialistiskt land ad mørgu leyti, midad vid Island.  Ef thu getur sætt thig vid thetta, thå er fint ad vera her og vel tekid å moti Islendingum.  Svithjod - vid høfum aldrei buid thar, en æ, vid verdum thunglynd bara vid tilhugsunina um Svithjod........ Kannski bara fordomar.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband