Samkeppni

Það er sorglegt að að koma heim og sjá hvernig farið er fyrir þjóðinni. Ein matvöruverslun (Bónus), ein verslun með afþreyingarefni (Skífan). Auðvitað eru aðrar verslanir, en þessir aðilar eru svo stórir að þeir stjórna markaðnum. Ég fór úr búð í búð að leita af diskum með Megasi um helgina. Ég fann loks tvo... í fríhöfninni á leiðinni út.

Auðvitað myndi frjáls verslun að utan ekki hjálpa mikið við að finna íslenskar vörur, en allt annað yrði auðveldara. Geti íslendingar farið að versla á netinu af einhverju viti, er það aðhald og samkeppni fyrir íslenskar verslanir. Betra fyrir neytendur. Myndi sennilega vera betra fyrir verslanirnar líka, því þær myndu bjóða upp á betra úrval og verða betri fyrir vikið.

Allt sem losar íslendinga undar fákeppninni sem nú ríkir hlýtur að vera af hinu góða. 


mbl.is Vill fella niður tolla og skatta af ódýrustu pökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Menn eru nú í óða önn að einkavæða heilbrigðiskerfið, hvernig heldurðu að það verði ?

Haraldur Davíðsson, 18.8.2008 kl. 14:41

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Heyrt á slysstað.

Sjúkraliði, "þú ert ekki með tryggingu. Ég má ekki taka þig með."

Fótbrotni maðurinn, "en ég er fótbrotinn!"

Sjúkraliði, "það verður svona 750.000."

Fótbrotni maðurinn, "ég á það ekki til."

Sjúkraliði, "þá get ég því miður ekki hjálpað þér."

Fótbrotni maðurinn, "þetta er svo sárt. Geturðu allavega keyrt mig heim?"

Sjúkraliði, "það kostar 15000."

Fótbrotni maðurinn, "tekurðu kort?"

Villi Asgeirsson, 18.8.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þeir sem sitja inni á hinu háa Alþingi íslendinga á eru í raun "einn" stór samtryggingarflokkur. Fullt af liði þar sem nennir ekki að vinna vinnuna sína! Borgarstjórn Reykjavíkur er í raun bara smækkuð útgáfa af því sama!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.8.2008 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband