26.7.2008 | 12:17
Spilar Sjónvarpið Með?
Einhvern tíma las ég að leikstjóri myndarinnar um Bubba hafi þurft að borga RÚV meira fyrir myndefni en það sem þeir borguðu honum fyrir sýningar. Það er vonandi að hlutirnir gangi betur núna og verkefnið mæti meiri skilningi.
Annars tók ég viðtal við Megas sem lokaverkefni í fjölmiðlafræði frá FB fyrir mörgum árum. Ég á það ennþá einhvers staðar. Spurning með að henda því hérna inn. Þetta var skemmtilegt viðtal, hann vað í góðum gír og kennarinn var mjör ánægður með árangurinn.
Megas er frábær. Hann er auðvitað frábær tónlistarmaður, textahöfundur af guðs náð, en hann er líka ofsalega viðkunnanlegur og gaman að vinna með honum.
Lær eina myndina sem ég tók þá fylgja með. Ég á betri, en hef ekki tíma til að grafa þær upp í dag.
Heimildarmynd um Megas í undirbúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Bloggar, Menntun og skóli, Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:19 | Facebook
Athugasemdir
Sammála síðasta ræðumanni - inn með viðtalið!
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.7.2008 kl. 15:25
Ég skal grafa í gömlu diskunum. Ég setti allt dótið af eldgömlu tölvunni á CD fyrir mörgum árum. Ég á hann einhvers staðar. Kannski eins gott að henda þessu á netið svo þetta týnist ekki og gleymist eða glatist ef diskurinn ákveður að geyspa hafgolunni. Ég hendi þá líka inn einhverju af myndunum sem ég tók. Þori ekki að segja hvenær þetta verður, en vonandi strax eftir helgi.
Villi Asgeirsson, 26.7.2008 kl. 21:27
Hæ Villi, long time no see.. Nú er ég flutt til Danmerkur.. væri gaman að renna yfir til Hollands í heimsókn einhvern daginn ;) hljómar skemmtilega að fá að sjá þetta viðtal við Megas ,,,,,, annars sendi ég þér mínar bestu kveðjur og vona að þú og familian hafið það rosa gott ;)
kkv. Sonja
Sonja Berglind Hauksdottir (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 19:08
Takk fyrir þetta Villi.. þetta var skemmtilegt viðtal sem þú tókst við megas..
Brynjar Jóhannsson, 29.7.2008 kl. 20:22
HAH, Sonja, þú lést verða af því! Til hamingju! Alltaf velkomin!
Takk Brynjar.
Villi Asgeirsson, 30.7.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.