Færsluflokkur: Menntun og skóli

Gleðileg Jól

Það þarf víst litla menntun í þau störf sem stjórnin vill að landinn starfi í framtíðinni. Gullöldin er liðin. Við tekur verksmiðjuvinna öreyganna. Eða hvað?

GLEÐILEG JÓL frá mér. Ekki koma þau frá rískisstjórninni. 


mbl.is Kvöldskólagjöld þrefaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steve Jobs lætur af störfum vegna veikinda

Steve Jobs, stofnandi og forstjóri Apple hefur tekið sér sex mánaða frí frá störfum vegna veikinda. Hann fékk krabbamein í brysi fyrir fimm árum en jafnaði sig af því. Á síðasta ári mátti sjá að hann hafði horast mikið og þegar ákvörðun var tekin að hann kæmi ekki fram á MacWorld Keynote, nú í janúar, urðu Apple notendur og fjárfestar órólegir. Hann hefur nú tekið sér frí, en margir efast um að hann komi aftur.

Í ræðunni hér að neðan tekur Steve Jobs fram að hann kláraði aldrei framhaldsnámið. Hann segir reyndar þrjár sögur sem eiga erindi til allra. Ég mæli með að sem flestir gefi sér 14 mínútur til að hlusta á hann.

 


Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður...

the_graphic

Það er varla spurning að ef þessi blöð verða brennd er það ekkert annað en stórslys. Er ekki hugmynd að Ríkið láti Þjóðminjasafnið eða Landsbókasafnið hafa einhvern pening til að undirbúa björgunina? Það má svo örugglega fá styrk úr einhverjum Norrænum og Evrópskum sjóðum til að byggja veglegt dagblaðasafn einhversstaðar á landinu. Það má auðvitað bæta íslenskum blöðum við og hafa gamlar prentvélar til sýnis. Tekjur má svo hafa af afritunum og póstkortaprentun, svo eitthvað sé nefnt. Þetta myndi örugglega verða heimsfrægt safn ef vel yrði að staðið.

istockphoto_2677701-old-newspapers

Það þyrfti auðvitað ekki endilega að vera í Reykjavík. Þetta er kjörið tækifæri til að byggja upp eitthvað merkilegt á landsbyggðinni. Verði safnið vel hannað og blöðin aðgengileg er ekki spurning að fræðimenn munu nýta sér það. Það kemur fram í fréttinni að engin hafi sýnt þessu áhuga, en það er varla við öðru að búast, meðan blöðin eru geymd í pappakössum í kjallara og enginn veit af þeim.


mbl.is Ómetanleg dagblöð fuðra upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilar Sjónvarpið Með?

Einhvern tíma las ég að leikstjóri myndarinnar um Bubba hafi þurft að borga RÚV meira fyrir myndefni en það sem þeir borguðu honum fyrir sýningar. Það er vonandi Megasað hlutirnir gangi betur núna og verkefnið mæti meiri skilningi.

Annars tók ég viðtal við Megas sem lokaverkefni í fjölmiðlafræði frá FB fyrir mörgum árum. Ég á það ennþá einhvers staðar. Spurning með að henda því hérna inn. Þetta var skemmtilegt viðtal, hann vað í góðum gír og kennarinn var mjör ánægður með árangurinn.

Megas er frábær. Hann er auðvitað frábær tónlistarmaður, textahöfundur af guðs náð, en hann er líka ofsalega viðkunnanlegur og gaman að vinna með honum. 

Lær eina myndina sem ég tók þá fylgja með. Ég á betri, en hef ekki tíma til að grafa þær upp í dag.


mbl.is Heimildarmynd um Megas í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband