Flottasti Öldungur í Heimi

Við fórum að sjá Leonard Cohen um helgina. Ég sá hann í Höllinni fyrir 20 árum, en hin voru græningjar. Ég vissi því að hann er ekki leiðinlegur á sviði en hann er kominn vel yfir sjötugt, svo maður var ekki að búa til neinar væntingar. Það er styst frá því að segja að gamlinginn hreyf alla með sér, spilaði í tæpa þrjá tíma og eignaðist nýja aðdáendur. Hér hefur ekkert annað verið spilað síðan.

Ef ég verð svona flottur þegar ég verð sjötíuogþriggja, hef ég ekkert á móti því að eldast. Hann er flottari en flestir þeir sem eru helmingi yngri.

Læt hér fylgja með myndband. Dance Me to the End of Love var samið eftir að hann sá ljósmynd úr útrýmingarbúðum nasista. Hlustið svo á The Future í spilaranum. Ef þið þolið svona beyttan texta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég er einmitt sökker fyrir beittum textum

Ég á geisladiskinn Letters From Lhasa með snillingnum sérlundaða G G. Gunn ( Gísli Þór Gunnarsson) þar sem hann meðal annars tekur þetta lag eftir meistara Cohen og gerir það helvíti flott, ætla að prófa að henda því í tónlistarspilararann á síðunni minni svo að þú getir heyrt þessa útgáfu...nota kannski tækifærið og geri smá grein um þetta lítt þekkta meistaraverk G G. Gunn.

Georg P Sveinbjörnsson, 21.7.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband