14.4.2008 | 10:48
Er vinkonan of ung? Sjáum til...
Lita hárið eða ekki? Hann um það. Richard Gere og Clooney sjálfur líta bara vel út með silfur í hári. Það er þó spurning hvort mann myndi ekki bregða við að sjá sjá gráhærða Paul Mccartney og David Bowie. Ég held að það geti verið erfitt að snúa aftur eftir margra ára litun án þess að virðast hafa elst um 20 ár á viku.
Hitt er svo annað mál, er hann ekki of gamall fyrir vinkonu sína, hana Söru. Sjáum til. Það er til formúla sem auðveldar manni að velja sem yngst án þess að búa til vesen og lenda í slúðrinu. Maður tekur aldur hans, deilir með tveimur og bætir sjö við. Þannig er maður kominn með lágmarksaldur hugsanlegrar kærustu.
Clooney er 46 / 2 = 23 + 7 = 30. Var hún ekki 29? Jæja, það er bara að bíta á jaxlinn, því eftir tvö ár er hann orðinn fimmtugur og hún 32. 50 / 2 = 25 + 7 = 32.
Nú er bara að reikna út hvað þú, lesandi góður, mátt leika þér með.
Litar Clooney hárið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
Athugasemdir
Er bílprófið ekki fínt viðmið? Þá er að minnsta kosti hægt að nota þær í að skutla sér úr um allt :)
Örvar (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 12:47
Það er svo sem ekkert sem segir að ekki megi taka í strax og vinan er orðin 16. Fer að vísu eftir löndum. Bílpróf og bíll er líka ágætis búbót. Hins vegar er X / 2 + 7 formúlan ágætis verkfæri fyrir þá sem ekki vilja lenda í kvörninni hennar Gróu.
Villi Asgeirsson, 14.4.2008 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.