Umhverfisvernd um að kenna?

Síðan Al Gore byrjaði að predika yfir okkur um hinn óþægilega sannleika, hefur umhverfisvernd farið úr böndunum. Nýlega var ESB að gæla við þá hugmynd að skriðdrekar þyrftu að verða minna mengand. Gott að vita að þegar hús einhvers er sprengt í tætlur er rykið eina mengunin sem viðkomandi þarf að lifa við, lifi hann yfir höfuð. Já, og geislavirki úrgngurinn úr sprengjunni, en það er allavega ekkert CO2 í loftinu. Hybrid bílar eru í tísku, þótt sumir hafi allt of lítinn rafgeymi til að vera að notum. Fyrir utan það að framleiðslu- og förgunarferlið er allt annað en umhverfisvænt.

Þótt við séum öll orðin græn eins og engisprettur bruðlum við samt með hráefni. Ég get keypt plastleikfang með batteríum fyrir 500 kall því það er svo ódýrt að framleiða allt í Kína. Stundum furða ég mig á því hvernig það er hægt, hráefni, framleiðsla, þúsundir kílómetra í skipi, vaskur og álagning. Ef batteríið er búið kaupi ég bara nýtt dót, því það er hvort eð er ekkert mikið dýrara en að skipta um batterí, og svo miklu auðveldara. Ef ég kaupi kex, get ég verið viss um að fá ekki matareitrun, því hver kexkaka er sérpökkuð í pakkanum. Þetta er soldið vesen, því ég þarf að fara út með ruslið daglega, sem fullt er af umbúðum, en ég lifi þó annan dag og get farið út með ruslið aftur. Við látum eins og við séum að bjarga umhverfinu en virðumst hafa misst sýn á vandanum.

Eitt af því versta sem umhverfisvakningin hefur komið af stað er biodiesel. Það sem áður var matur er notað í eldsneytisframleiðslu, því öll vitum við að olían er að klárast. Gallinn er bara sá að framleiðsluferlið er dýrt og mengandi og það þarf gífurlegt magn af maís og öðru í framleiðsluna. Við erum ekkert að velta okkur upp úr því að einhver lítill brúnn kall á Haiti eða í Afríku getur ekki étið. Fyrir okkur er vandinn sá að kexpakkinn fer úr 100 kalli í 200. Bömmer, en við höfum efni á því. Litli brúni kallinn hefur það ekki og sveltur fyrir vikið. Skiptir ekki máli, því við getum verið ánægð með okkar framlag til umhverfismála, keyrandi um á poppkornsknúnum jeppa. 


mbl.is Fjármálaráðherrar „í áfalli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ógnvekjandi ástand og Gore er hræðilegur maður.

Með co2 ruglinu þá erum við, fólkið, óvinurinn, alveg eins og þú bendir á, það að gera morðtólin "græn", það gerist varla falskara og hryllilegra en það, að standa í að hanna morðtæki þannig að þau blási nú ekki meiri co2 út heldur en fólkið sem morðtólið drepur, því þá væri halli á kolefnisbúskapnum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 08:20

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég sagði hvergi að Al Gore hefði hvatt til þess að eldsneyti væri framleitt úr mat. Það sem ég sagði er að eftir að hann fór að þeysast út um allan heim, hefur umhverfisvernd farið úr böndunum, eða öllu heldur hefur fókusinn klikkað. Auðvitað viljum við öll vernda jörðina og tryggja mannkyni bjarta framtíð, en við erum að horfa í vitlausa átt.

Ég er ekki að strauja yfir umhverfissinna, enda tel ég mig vera það sjálfur, heldur eru það stjórnvöld og hagsmunaaðilar sem prenta þessu inn í almúgann. Ég man ekki í fljótu bragði eftir að hafa séð neikvæða umfjöllun um biodiesel í vinsælustu fjölmiðlum heimsins. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því.

Eitt gleymdi ég reyndar að minnast á í færslunni að ofan. Orkuþörf okkar er gífurleg og það ræktunarland sem nú er í notkun er hvergi nógu mikið, jafnvel þótt við hættum algerlega að framleiða mat. Það þarf því að þurrka upp votlendi og höggva niður skóga til að geta ræktað meira korn sem svo er notað í eldsneyti. Ekki mjög umhverfisvænt.

Villi Asgeirsson, 15.4.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Flottur pistill, Villi. Ég held að vænlegra væri að reka frekar áróður fyrir því að minnka orkunotkun - sem er alveg hægt a.m.k. á Vesturlöndum - og að fólk hugsi ekki alltaf bara um rassinn á sjálfum sér, frekar en að gera skriðdreka "græna" og annað slíkt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.4.2008 kl. 10:46

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nákvæmlega. Á meðan við höldum áfram að sérpakka hverri kúlu og karamellu og neitum að endurvinna ál (Holland og Florida sem ég þekki 1hand) getum við gleymt því að við séum að gera eitthvað fyrir jörðina.

Villi Asgeirsson, 16.4.2008 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband