Samkeppni?

Við vesturlandabúar erum heppin að búa í frjálsu þjóðfélagi. Þangað til annað kemur í ljós. Ég var að vinna fyrir heildsölu sem sérhæfir sig í IBM tölvum. Þar sem ég er að vinna við kvikmynd og setja upp mitt eigið fyrirtæki í kvikmyndagerð og þarf tíma til að koma því í gang vildi ég vinna þrjá daga í viku. Það var í lagi í fyrstu en þegar til stóð að efna það var fyrirkomulagið ekki nógu gott fyrir yfirmanninn og þurfti ég því að velja, halda áfram í vinnunni og gefa kvikmyndir upp á bátinn eða halda fyrir nefið og stökkva ofan í djúpu laugina, segja upp vinnunni og vona það besta.

Ég hætti. Mér var fljótlega boðin vinna hjá þýskum samkeppnisaðila. Ég myndi setja upp söluskrifstofu í Hollandi. Þrír dagar í viku eru ekkert mál og ég vinn að heiman til að byrja með. Ég keyrði til Þýskalands í síðustu viku til að hitta fólk og er skemmst frá því að segja að þar eru skemmtilegar hugmyndir í gangi. Ég myndi því byrja að vinna fyrir þjóðverjann um mánaðamótin. Fullkomin áætlun, þar sem ég er á launum, hef tíma fyrir kvikmyndir og næ mér i reynslu við að reka fyrirtæki.

Þá kom babb í bátinn. Það er lenska að setja klausu í ráðningarsamninga hér í landi að maður megi ekki vinna fyrir samkeppisaðila í heilt ár eftir að maður hættir hjá viðkomandi. Það er því búið að loka fyrir þann möguleika að ég geti unnið fyrir mér, að ég geti brúað bilið þar til kvikmyndirnar fara að gefa eitthvað af sér.

Þetta þykir víst sjálfsagður hlutur, þar sem ég þekki viðskiptavinina og veit hvernig markaðurinn er. Ég lærði þetta hjá fyrrverandi vinnuveitenda og þar með skulda ég honum víst eitthvað. Mér finnst hins vegar að hefði hann haft áhuga á að leysa þriggja daga málið á sínum tíma væri ég ennþá að vinna fyrir hann. Okkur er sagt að við búum í fjálsu þjóðfélagi, en ef þetta eru ekki nútíma átthagafjötrar, þá veit ég ekki hvað. Nú er bara að sjá hvort hægt sé að leysa málið, með góðu eða lögfræðingi ef með þarf.

Skemmtilegra málefni að lokum, ég geri ráð fyrir að hafa annað sýnishorn af myndinni tilbúið á næstu dögum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Samúðarkveðjur vegna atvinnumálana. Ég hef saknað þess að sjá þig ekki á blogginu. Bestu kveðjur Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.10.2006 kl. 11:31

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er mikið að gera. Nýtt eldhús sem tekur mestallan minn tíma og svo þarf líka að sinna "alvöru málum" eins og myndinni og atvinnumálum. Bloggið fær meiri athygli þegar eldhúsið er tilbúið. Ég get ekki beðið!

Villi Asgeirsson, 18.10.2006 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband