Hollenska Lausnin...

Það verður seint sagt að Holland sé stórt. Þó á þetta fólk það til að deyja og þar sem þeir eru síst minni en annað fólk, taka þeir jafn mikið pláss eftir dauðann og aðrir. Það er lítil rómantík og múður í þessu fólki og það sést á því hvernig offullum kirkjugörðum er haldið ungum. Hér er það nefninlega svo að þegar þú ert lagður til hvílu, er það ekkert endilega hinsta hvíla. Þú mátt liggja þarna í 15 ár. Að þeim tíma loknum fær fjölskyldan reikning á 10 ára fresti. Á meðan þessir reikningar eru borgaðir, hvílur þú í friði. Það er þá bara vonandi að komandi kynslóðir elski minningu þína eins mikið og þeir sem kvöddu þig á dánarbeðinu.

Hvað verður svo um fólk þegar reikningurinn hefur ekki verið greiddur? Það er grafið upp og annar jarðaður í staðinn, en hvað verður um líkið veit ég ekki. Fólk er ekkert að velta fyrir ser svoleiðis leiðindamálum. Þokkalegt veður í dag, ha? 


mbl.is Gjörið svo vel að deyja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Klæðið mig í superman búning og skjótið mig út í geim....

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.3.2008 kl. 08:41

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hef alltaf séð mína útför með stæl, annað hvort frystur og skotið út í hafsauga með fallbyssu, eða með svona Rómverskum slönguvað.

Vantar alltaf æti fyrir sjávardýrin.

Væri gaman að vita hvað Hollendingar gerð við líkamsleifarnar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.3.2008 kl. 09:36

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Þetta er svona hérna líka þínir eftir komendur verða að borga eitthvert leiðagjald En mér er alveg sama ætla sko ekki að láta jarða mig. Ég verð brennd og svo er það undir þeim sem lifa mig komið hvað þeir vilja gera við afganginn, sturta honum í klóið þess vegna, því ég er dauð

Sigrún Friðriksdóttir, 7.3.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ætli það sé ekki best. Láta brenna sig og dreifa á fallegum stað.

Villi Asgeirsson, 8.3.2008 kl. 17:08

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Minnir mig á að ég var beðin um að bíða með að fæða þegar frumburðurinn var að koma. Ekki strax við erum ekki tilbúin.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.3.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er líka einhvernveginn svona hérna í Danmörku !

Blessi þig á sunnudagskvöldi !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband