4.2.2008 | 15:19
Diskurinn til Winnipeg?
Það er alltaf gaman að sjá hvað hópur vestur-íslendinga heldur í ræturnar. Það hefur verið ætlunin í mörg ár að fara til Kanada og skoða sig um í Winnipeg og annars staðar.
Kannski er það byrjun að ég sendi Svarta Sandinn á kvikmyndahátíðina sem fer þar fram í sumar. Nú er bara að bíða og sjá hvort tekið verði við henni. Ætli hún eigi meiri möguleika en annars staðar, eða eru áhrif Íslands kannski minni en maður heldur? Annars verður fólki auðvitað að líka myndin, annars gerist ekkert.
Diskurinn var þó ekki bara sendur til Kanada. Allir sem pöntuðu hann mega eiga von á honum á næstu dögum. Allir sem hjálpuðu til við gerð myndarinnar fá líka diskinn, því gamla útgáfan er úrelt. En hvað er á þessum diski?
Það eru fjórir matseðlar (athugasemd með íslenskri þýðingu á menu er vel þegin) í boði. Sá fyrsti býður upp á Black Sand (myndina með íslensku tali, enskum titlum og texta), Svartan Sand (allt á íslensku, þó ein mistök, því enskur texti britist (sem hægt er að slökkva á með Subtitles takkanum á fjarstýringunni)), Subtitles og Extras.
Sé Subtitles valmyndin valin fær áhorfandi að velja um að horfa á myndina með enskum, íslenskum, hollenskum eða sænskum texta.
Extras valmyndin er full að dóti sem ég henti inn, fólki til tímaeyðslu. Þar er hægt að velja Black Sand Theme. Þetta er nýja sýnishornið með nýju tónlistinni og útlitinu, sem ég setti í færslu fyrir um viku síðan. Einnig er Black Sand Trailer. Þetta er gamla sýnishornið og sýnir hve mikill munur er á endanlegu útgáfu myndarinna og þeirri fyrri. Black Sand Preview er fyrsta sýnishornið sem ég setti á netið haustið 2006, sýnishornið þar sem Emilíu er að dreyma. Þetta var reyndar atriði sem ég ætlaði að vinna úr, en það fór ekki lengra. Því næst er smábúturinn On the Set. Þar er hægt að sjá hvað okkur fannst leiðinlegt að gera myndina og hvað við vorum leiðinleg við hvort annað.
Previewið var ekki eina atriðið sem klippt var úr myndinni. Pétur, aðalpersónan, dó á söguöld í sínum torfkofa og Emilía, konan hans var heimsótt af látinni ömmu sinni. Þetta var ekki að virka eins og ég hefði viljað, svo ég klippti út bæði atriðin. Þriðja atriðið sem klippt var er það sem kallast Dance of Death í valmyndinni. Þar dansa aðalpersónurnar tvær meðan Emilía unga fylgist með, þar til allt er um seinan og dauðinn einn er framundan. Þetta var góð hugmynd í handritinu, en virkaði ekki í myndinni.
Síðasta valmyndin heitir einfaldlega Extra Extras og þar er hægt að sjá hluti sem ég hef gert en hafa ekkert með Svartan Sand að gera. Fyrst er sýnishorn úr gömlu myndinni, The Small Hours. Þetta var stuttmynd sem ég samdi og leikstýrði meðan ég var í námi. Við höfðum lítinn tíma og mig minnir að ferlið hafi verið tvær vikur, frá hugmynd til myndar. Hún var tekin upp á þremur nóttum, við vorum að frá kvöldmat til þrjú, fjögur, fimm að morgni og svo var farið í vinnu.
Síðan eru tvö myndbönd. Marike Jager syngur Focus. Þetta var reyndar sýnt á blogginu fyrir einhverjum mánuðum, en hér er þetta í DVD gæðum. Einnig er hægt að sjá Pispaal in de Wind eftir Rick Treffers. Þetta er eitt "myndbandanna" sem hann sýnir á risaskjá meðan hann spilar á tónleikum. Ekki myndband sem slíkt, svo ekki vil ég heyra folk vælandi yfir að það gerist svo lítið.
Þetta er sem sagt diskurinn sem fólk ætti að vera að fá í póst. Ég vona að ykkur líki og að þið látið vita hér að neðan. Þeir sem ekki hafa pantað diskinn geta gert það hér, eða með því að leggja inn á reikning 0325-26-000039, KT. 100569-3939. Öll framlög eru vel þegin, hvort sem það er hundraðkall eða hundraðþúsundkall. Greiði fólk meira en 1100 kr. eða 12 evrur mun ég senda disk. Ef ég næ að greiða upp kostnað með framlögum og öðru, mun ég skipta "gróðanum" með fólkinu sem hjálpaði til við gerð myndarinna, því allir unnu frítt.
Ég vona að ykkur líki. Takk fyrir stuðninginn!
Aldrei fleiri á þorrablóti í Ottawa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög | Facebook
Athugasemdir
Ég var að fá diskinn í póstinum Villi minn. Þakka þér kærlega fyrir og nú ætla ég að skoða við fyrsta tækifæri þegar ég hef ró og frið.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.2.2008 kl. 19:06
Ég var líka að fá diskinn í pósti, kærar þakkir. Hlakka mikið til að horfa á myndina.
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.2.2008 kl. 20:39
Ég er búinn að fá diskinn en er að vinna kvöldvakt og ætla að horfa á hann við tækifæri.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.2.2008 kl. 22:14
Íslenska þýðinging á Menu, er Valmynd :)
Var að fá útborgað, þannig að ég mun leggja inn á þig á næstu dögum bara.. loksins :D
BizNiz (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 02:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.