Vel heppnað grín?

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð þáttinn, þar sem ég er að rolast um í Hollandi. Það er þó deginum ljósara að ef Spaugstofan er þetta mikið í umræðunni eru þeir að gera eitthvað rétt. Var það ekki David Bowie sjálfur sem sagði að það væri ekkert til sem héti slæmt umtal? Meðan fólk er að tala um mann er allt í góðu. Ekkert er verra en að vera gleymdur í skemmtanabransanum. Stjórnmálamenn verða auðvitað að gera ráð fyrir að gert sé grín af þeim, sérstaklega ef þeim gengur vel og tekst að næla sér í lykilstöður.

Þetta er auðvitað smámál miðað við það sem er að gerast hér í Hollandi. Maður að nafni Gert Wilders, sem er svolítið líkur Ólafi, hefur verið mikið í fréttum síðustu árin. Hann er töluvert til hægri og hefur eytt miklum tíma í að tala á móti Islam. Hann er nú að vinna við kvikmynd um trú Múhameðs og hans áhangendur og er andrúmsloftið svo lævi blandið að honum hefur verið ráðlegt að fara úr landi. það sé bara tímaspursmál hvenær hann hljóti sömu örlög og Pim Vertuin og Theo van Gogh, sem voru báðir myrtir af öfgamönnum. Ég tók reyndar á móti honum um daginn þar sem hann var að koma inn á Schiphol og það biðu tveir svartir BMWar, sennilega skotheldir, eftir honum við útganginn. Hann fór ekki gegn um flugstöðina.

Það er svo af mér að frétta að ég er gleymdur. Allavega miðað við suma. Stuttmyndin Svartur Sandur er endanlega tilbúin, diskarnir eru tilbúnir og fara í póst á morgun eða hinn og ég er að senda hana á kvikmyndahátíðir. Mér datt í hug að senda hana á Winnipeg International Film Festival sem fer fram í maí og júní. Spurning hvað vestur-íslendingunum finnst um hana. Ég er með fleiri hátíðir í sigtinu, en meira um það seinna. Allavega, þeir sem pöntuðu myndina í desember ættu að fá hana inn um lúguna eftir helgi.

BlackSandStill01Svo er það málið með íslenska bankareikninginn. Hann er tilbúinn, ég hef fengið aðgang að gamla Búnaðarbankareikningnum mínum á Selfossi. Þeir sem vilja myndina á DVD eða vilja einfaldlega styrkja íslenska, sjálfstæða stuttmyndagerð er bent á að leggja hvað það sem aflögu er fært inn á reikning:

0325-26-000039

Á íslensku er þetta reikningur 39 í Kaupþing banka á Selfossi. Sé fólk að leggja inn, vinsamlega látið mig vita. Emilinn er að finna efst á þessari síðu. Vilji fólk sjá sýnishorn, bendi ég á færsluna að neðan.

Ég vonast svo til að sjá dóma hér á blogginu þegar diskurinn er kominn í hús! 


mbl.is Ekki yfir strikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Vantar kennitölu líka - hana verður maður að slá inn.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

100569-3969

Svona veit maður mikið um íslenska netbanka. 

Villi Asgeirsson, 29.1.2008 kl. 12:20

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Reyndi að millifæra en fékk þetta:

Vinsamlega athugið

Reikningurinn er ekki til.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 12:24

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Merkilegt. Ég var að skoða reikninginn á netinu. Reikningsnúmerið og kennitalan eru rétt. Engin ritvilla hjá þér? Ég spyr því það er það eina sem mér dettur í hug.

Villi Asgeirsson, 29.1.2008 kl. 12:35

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hringdi í Kaupþing og fékk staðfest hjá þjónustufulltrúa að reikningurinn væri til og virkur - það átti allt að vera í lagi. Reyndi hvað eftir annað með þjónustufulltrúann í símanum en ekkert gekk. Engar innsláttarvillur, allt gert rétt.

Þá kvaddi ég og ákvað að prófa einu sinni enn - og þá gekk þetta! Draugur í tölvunni? Veit ekki.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 12:39

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir að gefast ekki upp. Þetta er komið inn. Ég sendi þér eitthvað fallegt með pósti, en læt fallegar hugsanir duga í bili.

Villi Asgeirsson, 29.1.2008 kl. 12:58

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Villi G Ásgeirsson, reikn 39 í Kaupþing banka Selfossi 0325-26-000039

Sími í Kaupþing Selfossi 480-2800 ( ég millifærði úr mínum banka)

Þetta gekk einsog í sögu hjá mér og þú átt von á 1000 kall, ef það dugir ekki fyrir myndinni þá verður þetta einhver styrkur samt sem áður, vona það.

Gangi ykkur glimrandi vel í Dam og ég þakka fyrir mig.

Bestu velgengniskveðjur, eva

 Ps. endilega senda myndina Vestur til Canada!

Eva Benjamínsdóttir, 29.1.2008 kl. 12:59

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk Eva, komið til skila!

Villi Asgeirsson, 29.1.2008 kl. 13:31

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég stend fast við orð mín um hvað mér finnst um þetta frábæra verk þitt. Ég er búinn að reyna í smá tíma að borga inn á þennan reikning en það virðist ekki vera hægt. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.1.2008 kl. 15:18

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gunnar, ertu að reyna að millifæra úr íslenskum banka? Miðað við það sem Lára Hanna segir getur verið púki í kerfinu. Sendu mér emil með heimilisfanginu. Ég sendi þér eintak fyrir textunina. Ef þú vilt borga getur þú gert það í rólegheitum.

Villi Asgeirsson, 30.1.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband