Til fjandans...

Benazir Bhutto...með allt þetta helvítis pakk sem ekkert getur skilið nema það standi í einhverri helvítis skruddu sem einhverjir valdagráðugir barnanauðgarar settu saman og eru svo notaðar sem stýritæki af hálfvitum sem ekkert vilja nema dauða þeirra sem í vegi standa fyrir því að þeir geti kúgað auðtrúa sálir.

Það var einhver von fyrir Pakistan á meðan Bhutto lifði. Þetta lið er búið að skrifa undir eigin dauðarefsingu. 


mbl.is Hörmuleg áminning um fórnir sem færðar eru fyrir lýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Maður með þína reynslu og þekkingu gæti kannski brúað aðeins bilið milli þessara tveggja heima, með því að gera heimildarmynd um daglegt líf venjulegra einstaklinga í þessum heimum, og bera þá þannig saman.

Öll höfum við sömu grunn þarfir og langanir, en erum peð í valdabaráttu sem þrífst á samskiptaleysi.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.12.2007 kl. 18:01

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fullur, það þarf að halda móðurmálinu við í heild sinni. Ég er að ryðga, eins og sést á því að ég sagði helvítis tvisvar í stað þess að nota andskotans í annað skiptið.

Villi Asgeirsson, 27.12.2007 kl. 18:53

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Nöturlegur þessi heimur okkar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.12.2007 kl. 18:59

4 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

Þér er greinilega ansi heitt í hamsi minn kæri, en ég er alveg sammála þér... þó að við skulum nú ekki alveg kalla þá sem sömdu skruddurnar barnanauðgara án þess að hafa neitt fyrir okkur í því :)

Davíð S. Sigurðsson, 29.12.2007 kl. 05:16

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta fór nokkuð í taugarnar á mér og ég ákvað að vera ekki að halda aftur af mér, láta það vera að ritskoða sjálfan mig. Það sem ég átti við með barnaníðinu voru ekki höfundar bókanna, heldur þeir sem settu þær saman. Það er vitað að drengir voru vinsælir í forn-Grikklandi og víðar. Sennilega í Róm líka, þó ég viðurkenni að þekking mín á því sviði er takmörkuð.

En hvað um það, mér líkaði alltaf vel við Bhutto. Hún var að vísu fædd inn í volduga ætt, átti meiri tækifæri til menntunar en aðrir, var enginn engill og gat verið spillt. Hún var þó lýðræðislega kjörin, tvisvar, og ég á það til að hafa meiri samúð með slíku fólki. Hún virtist líka vera mótvægi við trúarbjánana sem á endanum náðu í skottið á henni. 

Villi Asgeirsson, 29.12.2007 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband