Erum við frjáls?

Frjálsir fjölmiðlar hljóta að vera grundvöllur frjáls þjóðfélags. Ef við fáum ekki að heyra allan sannleikan er hægt að gera ljóta hluti í skugga fáfræðinnar. Það eru til mörg dæmi um þjóðfélög sem kúguð hafa verið með samþykki þegnanna, vegna þess að þeir vissu ekki betur. Sárasta dæmið í nútímanum er sennilega Bandaríkin. Fjölmiðlar eru frjálsir að nafninu til, en ef málið er skoðað kemur annað í ljós.

Stórfyrirtæki eiga flesta stóra fjölmiðla á vesturlöndum. Þeir flytja fréttir af því sem þeir vilja að þú vitir. Komi eitthvað illa við þá eða stóru viðskiptavinina sem kaupa dýrustu auglýsingatímana, sleppa þeir þeim fréttum. Séu ríkisstjórnir með puttana í vafasömum hlutum, eins og stríðum sem erfitt er að réttlæta, hóta sömu ríkisstjórnir að hlunnfara þá fjölmiðla sem ekki haga sér vel. Ef þú ert ekki fyrstur með fréttirnar og enginn auglýsir hjá þér ferðu á hausinn. Það vill enginn, svo fréttastofum er sett fyrir hvað megi tala um og hvað ekki.

Talandi um frelsi, ég rakst á frétt á The Register þar sem talað er um ritvörn á nýjum flökkurum frá Western Digital. Um er að ræða 1TB USB drif. Drifið leyfir ekki að flestum tónlistar- og videoskrám sé deilt. Hér er greinilega, enn og aftur, verið að stimpla alla sem þjófa. Það vill þannig til að ég keypti svona drif um daginn. Það var að vísu 500GB, svo ég vona að þessi ritvörn eigi ekki við þar. Ég er nefninlega ekki að skiptast á skrám, heldur er ég að vinna í mínum verkefnum og kæri mig ekki um að einhvert bindi útí heimi ráði hvað ég geri við mínar skrár. Ég er að nota tvær tölvur. Það er nauðsynlegt, þar sem önnur er oft upptekin við að skrifa diska eða annað sem tekur tíma. Meðan PowerMakkinn er að byggja DVDinn nota ég PowerBókina til að uppfæra síðuna, prenta umslög og fleira. Og stundum til að opna önnur verkefni sem voru unnin í PowerMakkanum. Ég get ekki sætt mig við að drifið skikki mig til að nota sömu tölvuna gegn um allt verkefnið.

Ég skil ekki hvað það kemur Western Digital við hvað ég geri við diskana mína. Ef ég væri að gera eitthvað ólöglegt, væri það í verkahring yfirvalda að skoða málið. Þetta kemur WD hreinlega ekkert við. Fyrir áhugasama er hægt að lesa hvaða skrám er ekki hægt að deila hér.

Frelsið er viðkvæmt. Það er auðvelt að taka það af okkur og erfitt að fá aftur þegar það er farið. Það er þrennt sem auðvelt er að nota til að svipta okkur frelsinu; hryðjuverk, falskar fréttir eða fréttir sem sleppt er og tölvurnar okkar. Það er bara eitt sem getur komið í veg fyrir að frelsið verði tekið af okkur, við sjálf. 

Það er svo af stuttmyndinni að frétta að hún hefur verið sótt 767 sinnum. Ég veit ekki hversu margir hafa sótt hana í Víkingaflóa. Tíu hafa greitt fyrir hana. Endilega takið þátt í skoðanakönnuninni hér til hliðar.

Teikningin að ofan er "fengin að láni" af síðu Inga Jenssonar. Endilega kíkja! 


mbl.is Skiptar skoðanir um frelsi fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Bahh, ég verð að segja að mér líkar ekki hætishót við þessar ritvarnir. Reyndar virðast þær margar gefa upp öndina stuttu eftir að þær koma til sögunnar en þær eiga ekki yfirhöfuð að vera framleiddar!

Ísleifur Egill Hjaltason, 11.12.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er rétt. Það er einfalt að komast hjá þessu, en mér sýnist Western Digital vera að leika sér að því að skemma annars fína ímynd sína.

Villi Asgeirsson, 11.12.2007 kl. 15:37

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hvað er að vera frjáls?

Eiginlega er ég alveg komin á þá skoðun að of mikið val heftir frelsi. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.12.2007 kl. 15:46

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er nokkuð til í því, en þá erum það við sem getum ekki ákveðið okkur. Ef aðrir setja hömlur á okkur er dæmið öðru vísi. En eins og Kris Kristofferson (minnir mig) sagði, freedom's just another word for nothing left to lose.

Breytir samt ekki að fjölmiðlar eiga ekki að velja fréttir miðað við hagsmuni ríkra og hörð drif eiga ekki að ákveða hvað gert er við innihald þeirra. 

Villi Asgeirsson, 11.12.2007 kl. 17:18

5 identicon

la-la-la-lalala- me and bobby mc'gee, rám viskírödd Janis Joplin, söng þetta.  Hún var ábyggilega frekar að hugsa um svona hippa freedom, frjálsar ástir oþh, frekar en að frelsi fælist í því að öll mannréttindi séu tekin af okkur

En við höfum umvafið þrælahlutverkið, það er vinna að hafa eigin skoðanir, fljótlegt að fá þær bara matreiddar af sjónvarpinu á hverju kvöldi, og endurteknar í útvarpi og jarmað á kaffistofum um allan bæ.  Við erum hjörð, góði hirðirinn sér vel um okkur.  Vondi hirðirinn myndi hrekja kindurnar í burtu með því að vera sífellt að sleikja út um og brýna hnífa og tala um lambasteik, lifrarbollur og svið, góði hirðirinn klórar okkur og passar fyrir úlfinum, og heldur okkur fínu kompaníi á fyrsta klassa alla leið í sláturhúsið.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 19:34

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já þetta hef  ég vitað lengi en ekkert getað gert. Ef skoðanir þínar koma illa við þá sem hafa valdið, hverjir sem það eru, segjum peningavaldið.,þá komast þær ekki á kreik.þær eru stoppaðar af.

Þetta með drifið sem þú keyptir hér er kúgun í gangi. Að þú skulir ekki getað tvær tölvur það er kúgun. 

Gaman að heyra að það er mikill áhugi fyrir mynginni.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.12.2007 kl. 22:21

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hætti við að skoða Svartur Sandur, vantar fleiri greiðslu valkosti.

Bíð bara uns þeir bjóðast.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.12.2007 kl. 21:06

8 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

fuss... ekki kaupi ég flakkara frá western digital fyrst að þeir eru komnir með svona skítahöft á diskana *fnæs*

Davíð S. Sigurðsson, 14.12.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband