3.10.2007 | 06:22
Framtíð - Umhverfi - Hugmyndasamkeppni
Kjarnorkan er á undanhaldi, en hvað tekur við? Erfitt að segja.
Ég fann stórmerkilega frétt í gærkvöldi um ísbreiðuna á norðurpólnum. Þar fylgdi líka kort sem sýnir þóun síðustu ára. Mér líst ekkert á þetta. Það er spurning hvort það skipti máli hvort þetta sé okkur að kenna eða ekki, við verðum að bregðast við, hvort heldur sem er. Ég hvet alla til að skoða.
Svo er það IDFA, alþjóðleg hátíð heimildamynda sem haldin er árlega í Amsterdam. Næsta hátíð verður helguð umhverfismálum. Því er kvikmyndafólk beðið um að senda inn litlar heimildamyndir um gróðurhúsaáhrifin. Myndin skal ekki vera lengri en ein múnúta, en skilafrestur er 1. nóvember.
Ég ætla að taka þátt og hef einhverjar hugmyndir, en ég held þeim fyrir mig í bili svo að ég sé ekki að hafa áhrif á ykkar hugsanir. Það væri nefninlega gaman að heyra ef einhverjum dettur eitthvað betra í hug. Myndin yrði gerð á einum degi í Hollandi, svo ég bið fólk að halda þessu einföldu, kraftmiklu og jökulsárlausu (það eru engar jökulár í Hollandi).
Ég er að fara til Spánar á Sunnudag og kem til baka viku síðar. Ég geri ráð fyrir að taka myndina upp og klippa milli 16. og 20. október.
Endilega látið heyra í ykkur!
Kæliturnar elsta kjarnorkuvers Breta jafnaðir við jörðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:37 | Facebook
Athugasemdir
góða Spánarferð
Ólafur fannberg, 3.10.2007 kl. 08:37
Hollendingar búa handan varnargarða sem gæti þurft að hækka og eru því með huga við það, en ætla þeir að dæla fljótum sýnum yfir varnargarðana eða byggja húsin upp á stultum þarna í Water World Hollands í framtíðinni.
Svo hlýtur grunnvatnið að stíga við aukin þrýsting sjávar.
Þetta verður hryllingsmynd ef menn lesa líka þessa frétt með : http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/sendafrett.html?nid=1294614
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.10.2007 kl. 14:13
Ég hef því miður enga hugmynd
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.10.2007 kl. 17:44
Þorsteinn, það var einmitt hugmyndin sem ég var að leika mér með. Í IJmuiden, á vesturströnd Hollands, er mikill þungaiðnaður. Mer datt í hug að kvikmynda litla stelpu, 6-8 ára, aftan frá þar sem hún stendur á varnargarðinum og horfir á haf út. Hún er að velta fyrir sér hvernig hennar framtíð muni líta út. Í lok myndarinnar er andlit stelpunnar sýnt, með mengandi iðnað og vindmyllur í baksýn. Mengandi iðnaðurinn er dökka hlið hennar framtíðar, myllurnar eru vonin.
Eitthvað varið í þetta? Textinn þyrfti að vera stórkostlega vel heppnaður til að þetta virki...
Villi Asgeirsson, 3.10.2007 kl. 20:39
Hún er þá að kalla á vind, en veit hún að lífið er bara fótspor í sandi
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.10.2007 kl. 18:18
Spurning hvað hún veit. Hún skilur að fullorðir eru að rífast um hvort eitthvað sé að eða ekki, á meðan hennar framtíð er lögð undir.
Annars var ég líka að leika mér með aðra hugmynd. Bissnisskallar of vísindamenn að rífast um hvort gróðurhúsaáhrifin séu til, meðan maður sér glugga það sem vatnsyfirborðið hækkar. Í lok myndarinnar taka þeir eftir að teppið er orðið blautt.
Villi Asgeirsson, 5.10.2007 kl. 19:17
Úps, gleymdi að segja að krækjan á fréttina er ekki að virka.
Villi Asgeirsson, 5.10.2007 kl. 19:18
Þetta var fyrirsögnin í Mbl: Skyndileg fjölgun dauðsfalla af völdum heilaétandi slímdýrs.
Fjallaði um amöbu sem skríður inn um nefið og kemst uppí heila, þar sem hún étur heilan eins og rjómatertu.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.10.2007 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.