Hvað var Friðrik að segja...?

Eru þetta ekki aðal rökin þegar fólk spyr hvort all þetta ál sé nauðsynlegt? Er ekki alltaf minnst á þoturnar sem fólk notar til að komast til og frá landi? Það er ekki minnst á milljarða kókdósa sem enginn nennir að endurvinna, heldur virðist öll framleiðsla íslensku álveranna fara í farþegaþotur.

Þangað til sú saga er ekki nógu góð lengur því þotur verða ekki smíðaðar úr áli eftir nokkur ár. Nei, þá er sagt "Áhrifin á áliðnaðinn séu hins vegar lítil þar sem flugvélaframleiðsla skýri ekki nema lítinn hluta álframleiðslu í heiminum. Álframleiðendur á Íslandi framleiða ekkert fyrir flugvélaiðnaðinn svo áhrifin á íslenskan markað yrðu hverfandi."

Geta Alcan, Alcoa, Landsvirkjun og allir hinir sem eru svo álþurfi þá staðfest að Ísland er að framleiða ál í gosdósir, eða er sannleikurinn ennþá verri? 


mbl.is Óumflýjanlegt að hætta notkun áls í flugvélaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Spurður hvort Alcoa-Fjarðaál í Reyðarfirði komi til með að framleiða ál í þessa risaþotu Airbus segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri fyrirtækisins, allar líkur á því. Ljóst sé að framleiðslan í Reyðarfirði, sem hefjast á eftir rúm tvö ár, muni að verulegu leyti fara í flugvélaiðnaðinn í Evrópu. Alcoa hafi jafnan átt stóra hlutdeild á þeim markaði."
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1014597

Pétur (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 12:23

2 identicon

Ég má til með að benda þér á eftirfarandi atriði:
1. Nei, ál er "strangt til tekið" ekki nauðsynlegt fyrir heimsbyggðina, en það er samt að mörgu leyti betra en mörg önnur efni sem væri hægt að nota í staðinn, hvort sem er í kókdósir, flugvélar eða reiðhjól. Þar að auki er ál ósköp venjulegur málmur og er sem slíkur ekkert sérstaklega verri eða hættulegri en t.d. járn eða stál.
2. Yfirlýstur megintilgangur með álframleiðslu Íslandi er og hefur lengst af verið: Þjóðhagslegur ávinningur af beislun endurnýjanlegra orkulinda á borð við vatnsafl og jarðhita. Ekki vegna þess að það sé svo nauðsynlegt fyrir flugvélasmíði, enda hefur sá iðnaður ekki náð fótfestu hér (ennþá a.m.k.). Svo geta menn rifist endalaust um það hvort eitthvað sé að marka þessi rök, en það er annað mál. Eitt er víst að álver á Íslandi hafa í för með sér umtalsvert minni mengun en þau sem erlendis eru knúin af raforku framleiddri með brennslu jarðefna og margfalt meiri koltvísýringsútblæstri.
3. "Rökin" sem þú nefndir fyrir álframleiðslu eru í raun engin rök, í besta falli rakkarök (hundalógík). Ég hef alla tíð staðið í þeirri meiningu að álverin hérlendis framleiddu ál sem hráefni fyrir iðnaðarframleiðslu sem væri svo selt á alþjóðlegum mörkuðum, ekki ósvipað og fiskur sem sendur er í frystigámum á markaði erlendis til sölu sem hráefni í matvælaframleiðslu. Það er svo væntanlega einkamál kaupendanna hvað þeir ákveða að framleiða úr álinu sínu hverju sinni, ekki satt? Þér þætti það sennilega óþægilegt ef kaupmaðurinn á horninu myndi fara fram á að þú rökstyddir fyrirætlanir þínar með mjólkina sem hann seldi þér. Enda er það þitt einkamál hvað þú gerir við vöruna eftir að þú kaupir hana, hvort sem það er mjólk í kaffið eða ál í gosdósir handa þér og öðrum þyrstum neytendum. Og hvort sem þú drekkur gosdrykki eða ekki, þá gerir meirihluti Íslendinga og annara vestrænna þjóða það engu að síður.
4. Framleiðsla og sala á gosdrykkjum í álbaukum er fullkomlega lögleg starfsemi, bæði hérlendis sem og í flestum viðskiptalöndum okkar. Það er ekki eins og við séum að tala um barnaþrælkun eða eitthvað þaðan af verra, aðal hætturnar eru sennilega óhófleg sykurneysla og stórfelld atvinnusköpun fyrir tannlækna! ;)
5. Ég held því fram að yfirlýsing þín um að "engin nenni að endurvinna" gosdósir lýsi fyrst og fremst þínu eigin hugarfari. Kannski eru einhverjir sem hafa það svo gott að þeir sjái sér lítinn hag í því að fá hluta af kaupverði gosdrykkja endurgreiddan í formi skilagjalds og bættrar samvisku, en á flestum þeim heimilum sem ég þekki til er samt dósum og flöskum safnað í poka sem reglulega er farið með í endurvinnslu. Á mínu heimili hef ég t.d. að eigin frumkvæði tekið að mér það verkefni að koma öllum notuðum drykkjarumbúðum (dósum, flöskum og fernum), dagblöðum, tímarítum og pappa, í viðeigandi endurvinnslugáma sem er að finna í flestum hverfum hér í Reykjavík og víðar. Ég vil nota tækifærið til að hvetja sem flesta til að gera slíkt hið sama, annars fyllum við bara gufuhvolf jarðar af rusli hraðar en það nær að brotna niður og það er nú þegar byrjað að safnast upp víða í auknum mæli. Skítum ekki í bakgarðinn hjá sjálfum okkur, við erum öll hluti af náttúrunni rétt eins og náttúran er hluti af okkur öllum. Ef við gleymum því þá er hætta á að við gleymum sjálfum okkur í leiðinni!
Kveðja,
Guðm. Á.

Guðmundur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 12:30

3 identicon

Það er fáránlegt að valda allri þeirri eyðileggingu sem Kárahnjúkavirkjun gerir fyrir eitt eiturspúandi amerískt álver.
http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1092358

Pétur (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 13:05

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir langt og gott svar. Við erum sammála um margt en tölum líka í kross. Hér eru mínar athugasemdir við þínar athugasemdir.

Ál er ekki "nauðsynlegt" frekar en aðrir hlutir. Það er mjög hentugt í mjög marga hluti. Helsti galli við það er hversu mikil umhverfisspjöll skapast af framleiðslu nýáls. Það er verra en flestir aðrir málmar að því leyti. Þessi umhverfisspjöll eru uppgröftur álsins þar sem heilu landsvæðin eru "fláð" til að ná bauxítinu upp. Næst er það látiðp liggja í sýru sem iðulega seylar út í jarðveginn og eitrar frá sér. Að lokum kostar það gífurlega orku að framleiða ál úr súráli.

Endurvinnsla áls, og þá sérstaklega gosdósa, kostar klink miðað við framleiðslu nýáls. Stórfyrirtæki eins og Alcan og Alcoa græða hins vegar ekki á endurvinnslu. Þannig er málið víða, t.d. í sumum fylkjum Bandaríkjanna og sumum löndum Evrópu. Ef ég kaupi gos hér í Hollandi eru plastflöskur endurnýttar en það vill enginn taka við dósunum mínum.Það skiptir því ekki máli hvort ég hafi áhuga á að endurvinna dósir, það tekur enginn við þeim af mér. Af hverju skyldi það vera? Þetta er skuggahlið kapítalismans.

Þjóðhagslegur ávinningur af álframleiðslu er goðsögn. Það græðir enginn á að skapa láglaunastörf sem enginn íslendingur vill vinna. Það græða a.m.k. engir íslendingar á því. Ríkið græðir sennilega lítið á þessu því það þarf að fara út í risastórar framkvæmdir, svo stórar að skröltir í stoðum hagkerfisins. Svo er íslenskt vinnuafl auglýst sem ódýrt og áreiðanlegt. Það er augljóst að Ísland og íslendingar eru ekki metnir mikils. Við erum ódýrt vinnuafl í landi sem má misnota eins lengi og hægt er.

Um mengun. Ég las einhversstaðar að ef hver spræna á Íslandi yrði virkjuð myndum við framleiða um 30 teravött. Ef allir Bandaríkjamenn myndu slökkva á sjónvarpinu í staðinn fyrir að nota stand-by þegar þeir eru ekki að horfa myndu sparast 400 teravött. Virkjunarframkvæmdir á Íslandi munu aldrei leysa mengunarvanda heimsins. Við munum aldrei verða nema dropi í hafið.

Hvað er álið svo notað í? Kemur mér ekki við, en fyljendur stóriðju nota þessi rök. Íslenskt ál fer í flugvélaframleiðslu og aðra framleiðslu "göfugra" afurða. Íslenskt ál er ekki notað í dósir og vopn. Mér er nokk sama hvað þetta er notað í á meðan menn eru ekki að búa til sögur um hreinleika íslenskrar framleiðslu. Ef þarf að spinna hlutina hefur maður eitthvað að fela.

Villi Asgeirsson, 19.7.2006 kl. 13:07

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

66 teravött? Hvaðan kemur sú tala? Samkvæmt gömlum tölum iðnaðarráðuneytisins eru þetta 30 ef allt er virkjað. Hljóðið er eitthvað að breytast þar á bæ en talan er að fara niður á við ef eitthvað er. Svo er það þetta: http://www.althingi.is/mordur/raedur_og_greinar/safn/002704.php

Ég samgleðst Austfirðingum. Hinsvegar er ég viss um að 100 milljarðarnir (eða voru það 1000?) hefði mátt nota í aðra og enn arðbærari hluti.

Villi Asgeirsson, 19.7.2006 kl. 20:44

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

66 teravött? Hvaðan kemur sú tala? Samkvæmt gömlum tölum iðnaðarráðuneytisins eru þetta 30 ef allt er virkjað. Hljóðið er eitthvað að breytast þar á bæ en talan er að fara niður á við ef eitthvað er. Ef gufualf er svona mikið ætti að skoða það en ekki eyðileggja risastór landsvæði.

Svo er það þetta: http://www.althingi.is/mordur/raedur_og_greinar/safn/002704.php

Ég samgleðst Austfirðingum. Hinsvegar er ég viss um að 100 milljarðarnir (eða voru það 1000?) hefði mátt nota í aðra og enn arðbærari hluti.

Villi Asgeirsson, 19.7.2006 kl. 20:45

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þessi setning er skemmtileg: "Frumorkunotkun árið 2003 nam um 500 GJ á hvern íbúa landsins sem er með því mesta sem þekkist í heiminum. Ástæður þess eru einkum hátt hlutfall stóriðju í raforkunotkun." Þetta er eitt leiðinlegasti misskilningur í sambandi við virkjanir á Íslandi. Ef maður minnist á að það megi fara að kalla þetta gott spyr fólk, en hvar eigum við að fá rafmagn? Málið er að "við" höfum meira en nóga raforku. Straumsvík virðist nota jafn mikið rafmagn og Reykjavík. Stóriðja notar um 70% raforku á Íslandi (eftir Kárahnjúka held ég). Ef öllum álverum væri lokað gætum vil lýst upp milljónaborg. Það er kominn tími til að aðskilja raforkuþörf landsmanna og stóriðju á allri umfjöllun um virkjanir.

Villi Asgeirsson, 20.7.2006 kl. 08:39

8 identicon

Um 70 % til stóriðju fyrir Kárahnjúka, um 80 % eftir.
http://notendur.centrum.is/ardsemi/upp.htm
Raforkuframleiðsla var árið 2005 8,7 tWh, verður 16,3 tWh eftir álver á Reyðarfirði og stækkun á Grundartanga. 28,5 tWh eftir Húsavík, Helguvík og stækkun í Straumsvík.

Pétur (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 10:34

9 identicon

Um 70 % (5,3 tWh) til stóriðju fyrir Kárahnjúka, um 80 % (12,9tWh) eftir. Stærri hluti tekna heildsölufyrirtækisins Landsvirkjunar koma þó frá almenningsveitum.
http://notendur.centrum.is/ardsemi/upp.htm
Raforkuframleiðsla var árið 2005 8,7 tWh, verður 16,3 tWh eftir álver á Reyðarfirði og stækkun á Grundartanga. 28,5 tWh eftir Húsavík, Helguvík og stækkun í Straumsvík.

Pétur (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband