Ísland á kafi...

Eins og sést á myndinni að neðan er Ísland að sökkva. Það er bara fínt því það græða víst einhverjir amerískir Bush-vinir á því. Ég hef nöldrað svo oft yfir þessu og það breytir engu. Fólk hefur kvartað og mótmælt og það breytir engu. Þetta er svo sem allt í lagi því Áldór og Álgerður og Sif og öll hin geta látið eins og þau séu merkileg og að Íslandssagan muni þakka þeim.

Ef þetta eru framfarir eigum við skilið að vera hent aftur inn í helli. 

Annars er það merkilegt hvað þetta er allt ofboðslega stórt. Raskið er gífurlegt. Gífurlegt er fíflalegt orð í þessu samhengi en það er ekki til nógu stórt orð yfir eyðilegginguna sem verður sett í gang í September þegar lónið byrjar að fyllast.

Ég var að finna þessa mynd á Kárahjúkavefnum. Ég vona að þetta fólk skammist sín allavega, að það sé ekki svo firrt að það haldi að þetta sé bara kúl og allt í lagi.

 

 Bætt við 21.07.2006 - hlekkur úr athugasemd: http://www.althingi.is/altext/128/01/r28203059.sgml


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Höfundur er upprennandi fallisti. Hann er búsettur erlendis og krabbar hér einfaldlega til að halda móðurmálinu við".

Ég skil sálarlíf þitt betur í ljósi ofangreinds.

Heimir L. Fjeldsted (IP-tala skráð) 15.7.2006 kl. 14:00

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sem þýðir?

Villi Asgeirsson, 15.7.2006 kl. 21:20

3 Smámynd: Róbert2001

Ég skal reyna að skýra þetta! Þeir sem eru fylgjendur Kárahnjúkastíflu skilja ekki sálfarlíf þeirra sem eru á móti henni. Það að vera móti stíflunni hlýtur að orsakast af sálrænni truflun. Það að þykja vænt um hálendið eða náttúru Íslands skýrst nánar tiltekið af sálrænu fyrirbrigði sem kallast "náttúruhneigð" en hún kraumar undirniðri í afkimum sálarinnar og brýst út í hvert skipti sem Landsvirkjun fer á stjá með stórvirkjana áform. Það að falla í áföngum, búa erlendis og hafa metnað til að halda móðurmálinu við eykur líkurnar á þessari sálartruflun. (Ath. þetta er ekki tekið af vísindavefnum!)

Róbert2001, 17.7.2006 kl. 19:07

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er kannski mér að kenna. Mr. Fjelsted virðist hafa misskilið æviágrip mitt. Upprennandi fallisti er það sem útlendingarnir kalla oxymoron, mótsögn á íslensku. Hins vegar tek ég undir athugasemd Róberts2001 þar sem ég hef ekki betri kenningu.

Hvað um það, málefnalegar athugasemdir, með og á móti, eru alltaf skemmtilegar og stundum fræðandi. Þessi var það ekki, en ég sá ekki ástæðu til að henda henni. Fannst hún segja meira um viðkomandi en mig sjálfan og mínar skoðanir. Hitt er svo annað mál að ég get verið málefnalegri í pistlum mínum, en þessi mynd pirraði mig bara of mikið.

Villi Asgeirsson, 18.7.2006 kl. 16:20

5 identicon

Hérna er ræða eftir Mrs. Fjeldsted, fallista í Sjálfstæðisflokknum : http://www.althingi.is/altext/128/01/r28203059.sgml

Pétur (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 04:06

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Stórmerkileg ræða sem allir ættu að lesa, hvort sem þeir eru með eða á móti. Þeir sem eru hlynntir stóryðju mega svo svara þessum punktum hér. Ég hef sett hlekkinn í færsluna til að auðvelda fólki að lesa ræðuna.

Villi Asgeirsson, 21.7.2006 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband