Lúmsk Fjara

Það er hrikalegt þegar aldan grípur mann. Ég var á litlum gúmmíbát í Florida um árið í fjörunni við St. Augustine. Honum hvolfdi og ég sveif í lausu lofti án þess að hafa nokkra hugmynd hvað væri upp eða niður. Ég hélt ég sæi ljós og byrjaði að synda. Ég rak hausinn í botninn og vissi því að ég var að synda niður, snéri við og komst upp. Ég var heppinn. Sjórinn var ekki nema 2-3 metra djúpur þar sem ég var og hann var auðvitað hlýr. Þó að þetta hafi líka verið úthafsalda sem skall á mér (St. Augustine er Atlantshafsmegin), er ég viss um að hún er mikið verri á Íslandi, svo ekki sé talað um hitastigið. Það er full ástæða til að hafa augun opin þegar maður gengur í fjöruborðinu og einhver alda er.

Ég tók upp hluta af stuttmynd í Reynisfjöru í fyrrasumar. Það var þokkalegt brim en ekkert til að tala um, hélt ég. Ég get ímyndað mér að Reynisfjaran sé hættulegri en hún lítur út fyrir að vera. Það er því um að gera að setja upp skilti þarna sem vara við hættunni.

Hægt er að sjá sýnishorn úr myndinni, þar sem Reynisfjara kemur fyrir, hér: http://www.oktoberfilms.com/Cinema/Emily/index.html


mbl.is Kona sem hvarf í sjó í Reynisfjöru fannst látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta var hrykalegt. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.5.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband