Hver vill sjá myndina?

Eins og bloggvinum og öðrum er sennilega ljóst, er stuttmyndin Svartur Sandur um það bil tilbúin. Við erum ennþá að laga og bæta, en þetta eru smáhlutir sem pússast af með fínum sandpappír. Það eru ennþá smá vandamál með hljóð sem verða leyst í vikunni, örfáir staðir þar sem klippingin hefði mátt vera pínulítið öðruvísi.

Nú er spurningin einfaldlega, er eitthvað varið í ræmuna? Er þetta frábær mynd sem mun umbylta íslenskri kvikmyndagerð eða er þetta della, tímasóun fyrir alla sem komu að þessu? Hvorugt sennilega, en hvar á skalanum er hún? Ég get ekki dæmt um það. Ég samdi handritið, framleiddi og leikstýrði, hélt yfirleitt á kamerunni. Ég er svo samdauna myndinni að ég hef enga hugmynd um hvað fólki mun finnast um hana. Þannig að...

Ég var að spá í að fá vel valið fólk, sem þekkir mig og minn hugsanahátt sama og ekkert, til að horfa á myndina þegar hún er tilbúin. Hún er gerð á Íslandi, fyrir íslendinga. Ég hef hins vegar engan aðgang að íslendingum í mínu daglega lífi. Þessi síða er því staðurinn til að finna fólk sem maður þekkir lítið sem ekkert.  Ef lesendur þessa bloggs vilja sjá myndina þegar þar að kemur, eftir 1-2 vikur, er um að gera að láta mig vita. Þetta er auðvitað endurgjaldslaust, en fólk verður að skrifa mér og segja mér hvað því fannst um myndina. Var hún vel gerð eða amatörsleg, spennandi eða leiðinleg, auðskiljanleg eða óskiljanleg? Skildi hún eitthvað eftir sig og þá hvað? Hvað hefði mátt vera öðruvísi? Það er sem sagt hægt að sjá myndina endurgjaldslaust, en það þarf að vinna fyrir því.

Látið mig endilega vita á info@oktoberfilms.com ef áhugi er fyrir hendi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Auðvitað ég.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.2.2007 kl. 22:58

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég hefði mikinn áhuga á að sjá myndina...er búin að lesa í gegnum bloggið og er orðin forvitin. Ætlaru að sýna hana heima eða...?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: Ólafur fannberg

pant ég

Ólafur fannberg, 27.2.2007 kl. 13:05

4 identicon

Ég vik endilega sjá myndina, hlakka geðveikt til að sjá meistaraverkið

Sonja (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 00:36

5 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Er pósturinn ekki að standa sig?

gerður rósa gunnarsdóttir, 10.3.2007 kl. 21:32

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Pósturinn er sennilega að standa sig ágætlega. Það er hins vegar þannig að ég ákvað að það þyrfti að klippa pínulítið meira, svo myndin er ekki tilbúin. Ég klippti mikið um helgina og ég geri ráð fyrir að klára þetta í vikunni. Þar sem ég er að gera þetta sjálfur, það er enginn frumsýningardagur settur, þá vinn ég í þessu þangað til ég er fullkomlega sáttur. Engin ástæða til annars.

Diskarnir fara því í póst þegar þar að kemur. Verður sennilega ekki fyrr en eftir viku. Þolinmæðin brautir finnur hallar. 

Villi Asgeirsson, 19.3.2007 kl. 09:00

7 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Auðvitað. Vanda sig :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 19.3.2007 kl. 09:24

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Villi minn. Ég er farin að undast um þig. Hef lesið þetta og veit að þeta kemur en það er engin færsla frá þér. vonandi líður þér og þínum vel. Bestu keðjur

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.3.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband