9.2.2012 | 21:26
Styður Jésú ritskoðun?
Snorri í Betel er kominn í klandur eina ferðina enn. Hann virðist eiga eitthvað erfitt með að sætta sig við að allir eru ekki eins. Samkynhneygðir mega ekki vera samkynhneygðir í friði fyrir honum.
Hann reyndi að krafsa sig upp úr kviksyndinu á bloggsíðunni sinni. Ég setti inn athugasemd. Eins og oft vill vera með ofurkristið fólk, var hún ekki birt samstundis. Hann hefur ákveðið að athugasemdir skuli fyrst skoðaðar og samþykktar áður en þær birtast. Þar sem ég var ósammála honum, birtist mín ekki.
Snorri mælir í Jésú nafni, segir hann. Ég geri því ráð fyrir að Jésú styðji ritskoðun.
Eigum við þá ekki að láta það eftir Snorra að ritskoða það sem okkur er ekki þóknanlegt? Mér sýnist foreldrum barnanna sem hann kennir ekki vera skemmt. Meirihluti þjóðarinnar er ósammála Snorra, svo það væri rökrétt að birta engar fréttir um hann og hans skoðanir. Þegja hann í hel.
Nei, það er ekki okkar að ákveða hvað fólki finnst og hvernig það lifir sínu lífi. Það er ekki okkar að segja fólki hvaða skoðanir það skal hafa. Fólk eins og Snorri gerir lítið úr kristinni trú svokölluðum kristilegum kærleik og umburðarlyndi. Helvíti hart ef ég, trúleysinginn, er umburðarlyndari en maður sem mælir í Krists nafni. En hann um það.
Ég get ekki séð að það komi honum við hjá hverjum fólk sefur. Hann má trúa því að hommar fari til helvítis. En mikið væri það gott ef hann héldi þessu rugli fyrir sig og væri ekki að hræða skólakrakka með sögum af vítislogum og guði sem hatar þau.
Æfir vegna skrifa um samkynhneigð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Athugasemdir
Sæll vertu
Mikið svakalega er ég sammála þér núna...
Mitt umburðarlyndi fyrir trúarhópum fer að nálgast endastöð ef þeir fara ekki að hætta þessarri hræsni. Það er hinsvegar gott að hitta á aðra trúleysingja sem hafa umburðarlyndi umfram það sem trúarritin boða.
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 9.2.2012 kl. 21:43
Svona lið er algjörlega óþolandi. Þvílík hræsni, ætli Jésú hefði ekki kallað þennan mann farísea?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2012 kl. 22:43
Það er undarlegt að kenna Jesús Jósefsson við jafn mikinn hrylling, eins og fölsk trúarbrögð eru. Enginn hefði verið ósáttari við slíkt, heldur en hann.
Þessi Snorri ætti nú að vinna við eitthvað annað, en að fræða börn. Svona öfga-trúarbragða-dómarar eru með þeim ósköpum gerðir, að umbera ekki náungann, heldur drottna yfir náunganum með óréttlæti og hroka.
Að skreyta sig með trúarbragða-kjaftæði til að upphefja sjálfan sig, og gera sig að dómara yfir náunganum, er álíka og að þurfa orður og titla til að upphefja sjálfan sig úr minnimáttar-kenndinni, og horfa svo niður til þeirra sem ekki þurfa slíkt rusl, sjálfum sér til upphefðar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.2.2012 kl. 00:24
Hlutverk Jesu var að koma með ógnir um helvíti og eilífar pyntingar til allra sem ekki aðhylltust kristni... Hættið að afsaka gaurinn, ekki tala um hann eins og hann hafi verið góður; Hann var dómsdagsspámaður með ógnir og terror... og það besta, hann var aldrei til... hann er uppskáldaður eins og Harry Potter.. og já, biblian styður ritskoðun á allt sem gagnrýnir hana
DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 07:58
Doctor. Jesús var til, og var sönn persóna, eins og allir aðrir sem eru útskúfaðir úr trúarbragða-heimum. En peningaöfga-trúboðar afskræmdu hans persónuleika með því sem kallast trúarbrögð kristninnar.
Trúarbrögð hafa einungis skapað stríð fyrir mannkynið.
Ég hef aldrei lesið biblíu-ævintýra-skáldsöguna, og hef kannski þar af leiðandi náð að halda í mína sönnu trú á það sem er raunverulegt og kærleiksríkt.
Ég þarf sem betur fer engar trúarbragða-ævintýra-sögur til að sinna minni trú á kærleikann til náungans.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.2.2012 kl. 18:38
Mér sýnist á öllu að Jésú hafi verið til, en boðskapur hans hafi verið brenglaður all hroðalega á þriðju öld. Það eru allavega til sannanir fyrir því að Pontíus hafi verið til.
En það skiptir svo sem ekki máli. það sem merkilegast er, er að fullorðið fólk skuli trúa á þetta dæmi. Spurning hvað það segði ef ég færi að boða trú á jólasveininn og skíta á einhverja þjóðfélagshópa sem gætu verið honum vanþóknanlegir.
Villi Asgeirsson, 10.2.2012 kl. 18:53
En þetta með að þurfa einhvern guð til að vera ekki algerlega sneyddur réttlætistilfinningu er auðvitað kjaftæði.
Villi Asgeirsson, 10.2.2012 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.