Glópagull

Efnahagskerfi heimsins hrundi haustið 2008. Ísland og fleiri ríki fundu fyrir því af hörku á meðan sum sluppu tiltölulega vel. En þetta er ekki búið. Dollarinn er veikur, evran riðar til falls. Báðir gjaldmiðlarnir hafa fallið um allavega fjórðung á liðnu ári. Kreppan er ekki búin, því það er ekki verið að ráðast á rót hennar. Ríki heimsins hafa aldrei verið skuldugri en einmitt núna og það sér ekki fyrir endann á lántökunum. Kreppan er rétt að byrja, nema við stokkum kerfið upp. Það er ekki að gerast.

photo 2

Erlendir kaupmenn reyna að hafa eðalmálma af íslendingum. Hér úti í heimi er þetta ekkert öðruvísi. Við höfum fengið sömu auglýsinguna inn um bréfalúguna af og til síðasta árið. Eigið þið gull sem þið viljið selja? Við greiðum hæstu verðin! Gullverð er í hæstu hæðum, en þó vilja þeir sem vitið hafa á þessum málmum ólmir kaupa það. Og borga vel fyrir. Merkileg tímasetning.

Þeir vita nefninlega að ef allt fer sem horfir, verða peningar eins og við þekkjum þá verðlitlir eftir einhver misseri. Þegar stærstu gjaldmiðlar heims riða til falls og ríkisskuldabréf og verðbréf eru of áhættusöm, er öruggast að fjárfesta í alvöru hlutum. Ekki peningunum sem eru bara tölur í tölvu og hafa enga eiginlega merkingu, ekki hlutabréfum sem geta fallið um tugi prósenta á örskömmum tíma. Nei, fasteignir og eðalmálmar eru öruggasta fjárfestingin. Eðalmálmarnir eru bestir, því þeir eru færanlegir.

Það er ekki gott ef menningarverðmæti eru að hverfa úr landi og eru eyðilögð í einhverri bræðslu. En burtséð frá því, er gott að hugsa málið til enda. Ef þeir sem vit hafa á eðalmálmum vilja ólmir kaupa þá þegar verð er í hámarki, ættu viðvörunarbjöllur að hljóma í hausnum á okkur. 


mbl.is Skart stöðvað á leið úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjármálaráðherra Spánar, Luis de Guindos, er mjög ánægður í dag. Spánverjar voru að selja ríkisskuldabref fyrir 2,5 milljarða evra og ásóknin var svo milil að aðeins 1 af hverjum 7 sem vildu kaupa fengu bréf. Sem sagt - Allir vilja lána Spánverjum peninga!

Já, hún er skrítin þessi fréttamennska og ekki vantar skemmdarstarfssemina, sem kemur væntanlega frá USA.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 21:59

2 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 22:10

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Athyglisvert, Helgi. Kemur ekki á óvart að fólk vilji gull ef þetta er að gerast.

Villi Asgeirsson, 11.2.2012 kl. 06:51

4 identicon

tad er malid Villi tad er fult af folki sem veit kvad er ad gerast tad sem skedi med kronuna a eftir ad ske med alla gervi gjaldmidla ef tu att einkverja aura i banka tagtu ta ut og keifyu gull eda silvur

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband