Færsluflokkur: Trúmál

Styður Jésú ritskoðun?

Snorri í Betel er kominn í klandur eina ferðina enn. Hann virðist eiga eitthvað erfitt með að sætta sig við að allir eru ekki eins. Samkynhneygðir mega ekki vera samkynhneygðir í friði fyrir honum.

Hann reyndi að krafsa sig upp úr kviksyndinu á bloggsíðunni sinni. Ég setti inn athugasemd. Eins og oft vill vera með ofurkristið fólk, var hún ekki birt samstundis. Hann hefur ákveðið að athugasemdir skuli fyrst skoðaðar og samþykktar áður en þær birtast. Þar sem ég var ósammála honum, birtist mín ekki.

Snorri mælir í Jésú nafni, segir hann. Ég geri því ráð fyrir að Jésú styðji ritskoðun.

Eigum við þá ekki að láta það eftir Snorra að ritskoða það sem okkur er ekki þóknanlegt? Mér sýnist foreldrum barnanna sem hann kennir ekki vera skemmt. Meirihluti þjóðarinnar er ósammála Snorra, svo það væri rökrétt að birta engar fréttir um hann og hans skoðanir. Þegja hann í hel.

Nei, það er ekki okkar að ákveða hvað fólki finnst og hvernig það lifir sínu lífi. Það er ekki okkar að segja fólki hvaða skoðanir það skal hafa. Fólk eins og Snorri gerir lítið úr kristinni trú svokölluðum kristilegum kærleik og umburðarlyndi. Helvíti hart ef ég, trúleysinginn, er umburðarlyndari en maður sem mælir í Krists nafni. En hann um það.

Ég get ekki séð að það komi honum við hjá hverjum fólk sefur. Hann má trúa því að hommar fari til helvítis. En mikið væri það gott ef hann héldi þessu rugli fyrir sig og væri ekki að hræða skólakrakka með sögum af vítislogum og guði sem hatar þau.


mbl.is Æfir vegna skrifa um samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samir við sig...

Kaþólikkar eru samir við sig. Fyrir 800 árum voru þeir uppteknir við að finna bein og flísar úr nýja testamentinu. Það skipti litlu máli þótt krossar Jésú hafi fundist um allar jarðir og timbrið hefði dugað til að byggja þrjár arkir. Þetta var allt úr krossi frelsarans. Bein dýrðlinganna lágu hér og þar og menn áttu ekki í vandræðum með að komast að því að þessi lærleggur væri úr Jóhannesi eða Maríu Magdalenu.

Nú er öldin önnur. Ekkert finnst, enda búið að finna allt. Gott að Páll sé fundinn. Hvernig var því komi á hreint að þetta væri hann? Hafa þeir DNA úr afa hans?

Eins og Sheryl Crow sagði um árið, if it makes you happy... 


mbl.is Leifar Páls postula fundnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband