Kvöldið fyrir stóra daginn

Dagur er að kveldi kominn, en morgundagurinn lætur mig ekki í friði. Á morgun og föstudag mun ég, ásamt vöskum hópi, kvikmynda tvenna hljómleika bresku (sorry) hjómsveitarinnar Uriah Heep. Undirbúningurinn gekk vel þangað til í gær. Einn af sex kvikmyndatökumönnum forfallaðist. Ekkert stórmál, því ég hafði lofað fimm. Svo heyrði ég klukkan 10:33 í gær að við ættum að taka upp hljóðið líka. Ég var ekki par sáttur, enda á ég ekki multitrack tæki og hef ekki verið að vesenast í hljóðinu áður. Ég sendi emil til allra sem ég þekki í bransanum og hingdi í fleiri. Ekkert gekk. Þetta reddaðist þó í dag. Ungur maður sem þekkir einhvern sem ég kannast lauslega við hafði samband og bauð fram þjónustu sína og 24 rása græjunnar sinnar.

Hugmyndin hafði verið að eyða mánudegi til miðvikudags í að hóa saman hópnum, fá sér kaffi og ræða málin. Við myndum skoða hver væri á bíl og hvernig best væri að standa að öllu. Það gerðist ekki, því ég var á útopnu að redda hljóðdæminu. Eins og einhver tæknilegur umboðsmaður hljómsveitarinnar sagði, ef þetta er ekki tekið upp á fjölrásatæki getum við alveg eins sleppt þessu. Ég get svo sem ekki verið fúll út í hann, þó ég hafi rétt fyrir mér og þeir hafi misskilið mig. Þegar maður er farinn að vinna með svona frægu fólki verður maður að standa sig og redda hlutunum, eða sleppa þessu. Vilji ég þykjast vera kvikmyndagerðarmaður af einhverjum kaliber verð ég bara að gera það sem gera þarf.

Nú er sem sagt liðið á kvöldið fyrir fyrri hljómleikana. Á morgun kemur í ljós hvort hvort ég hafi staðið mig í undirbúnungnum. Morgundagurinn er sennilega mikilvægasti dagur minn til þessa í kvikmyndabransanum. Það eru miklir peningar í húfi og mannorð manns, þannig lagað. Gangi þetta upp, verði þetta góð hljómleikamynd, er framtíðin björt. Klikki þetta er ég kominn aftur fyrir byrjunarreit.

Nú er ég farinn að sofa. Morgundagurinn verður langur. 


Allir eru vondir við okkur

Nú eru það þjóðverjar. Hvar endum við? Í kring um 1932?

Ég átti mitt Árni-Darling moment í gær. Klukkan 10:33 að morgni fékk ég svar við tölvupósti sem ég sendi fyrir viku síðan. Í þeim pósti hafði ég spurt um síðustu óskir Júæja Híp áður en við förum í að taka upp hljómleikana á fimmtudag og föstudag. Ég lét eina litla spurningu fylgja með, hvort hljóðupptakan væri ekki í góðum höndum hjá þeim. Ég hafði nefninlega sagt frá upphafi að þeir þyrftu að sjá um það sjálfir, hljóðblanda og senda okkur svo hljóðrásina. Nei, hann sagði að það væri í okkar höndum. Merkilegt, því ég hafði ekki bara sagt það í síma að þeir yrðu að gera það, heldur á ég tölvupóst frá því í júlí þar sem ég tek það fram. En það þýðir ekki að væla. Þetta er viðkvæmt mál og ef ég fer í rifrildi verður þetta sennilega blásið af. Maður verður að redda þessu.

Ég var því á útopnu í allan gærdag, reynandi að finna lausn á þessu máli. Hvernig get ég tekið upp 30 hljóðrásir á þeim fjárlögum sem ég hef, því ég hafði alls ekki gert ráð fyrir að standa í þessu sjálfur og borga einhverju mobæl stúdíói fyrir. Nú voru góð ráð dýr.

Það er enn ekki komið á hreint hvernig þetta verður leyst. Ég er nú að bíða eftir símtali frá einum, tölvupósti frá öðrum og þarf að hringja í þann þriðja.

Ég hafði ætlað mér að eyða síðustu tveimur dögunum í að plana kvikmyndaupptökurnar, en verð að geyma það og vona það besta, því hljóðið gengur fyrir.

Alltaf gaman að eiga við breta. 


mbl.is Vaxandi reiði í garð Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óli brettir upp ermarnar ... og burt með spillingarliðið!

Tími diplómatískra orðaleikja er liðinn, bæði heima og erlendis. Mistök voru gerð og við vitum það. Ísland hefur gerst sekt um hrikalegt gáleysi, en hvar á þetta að enda? Ég er ánægður með Óla. Hann er okkar eina von. Jú, hann var ansi vel innan um hjá gosunum, en hann er samt okkar eina von. Hann er þekktur og virtur á alþjóðavettvangi og þegar hann segir eitthvað er hlustað.

Það sem ég vil sjá frá honum á komandi dögum er meira af þessu. Talaðu okkar máli á alþjóðavettvangi. Sýndu heiminum að við erum ekki svikarar og glæpahyski upp til hópa. Svo má hann setja þrýsting á stjórnvöld, jafnvel fara að tala um þjóðstjórn, verði okkar mál ekki leyst hratt og örugglega. Bara það að hann tali um það setur pressu á ríkisstjórnina að gera eitthvað. Gerist ekkert, má hann alveg fara að undirbúa stjórnarslit og myndun þjóðstjórnar með vit á málunum.

Hann var endurkosinn í sumar. Í ljósi síðustu vikna voru það mistök. Þetta er hans tækifæri til að sanna að hann sé verðugur forseti. Taki hann ekki fast á málunum núna, mun það eyðileggja orðspor hans að eilífu. 


mbl.is Forsetinn gagnrýndi nágrannaríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband