Færsluflokkur: Fjármál

Vorir Skuldunautar?

Ef skuldir ríkja heims aukast um 45% á þremur árum, hver á þessar skuldir? Hver er að lána þessa peninga? Hver er að græða á kreppunni? Hver er að þéna mörgþúsund milljarða á kreppunni?

Ekki eru það bankarnir sem vældu út ríkisaðstoð korteri eftir samdrátt. Bankarnir sem höfðu synt í hagnaði árin á undan... 


mbl.is Skuldir ríkja heims aukast um 45%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okrarar

Við ætluðum að heimsækja fjölskylduna á Íslandi en það verður að bíða betri tíma. Miðaverðið hefur rokið upp og við höfum ekki efni á að borga fyrir þriggja tíma flug. Það kostar okkur þrjú hátt í 1200 evrur að fljúga heim. Það kostar um 1500 á business class til New York. Svipað á túristaklassa til Taiwan. 300 evrur til Oslo.

Er ekki kominn tími á að FI fari á hausinn svo að við getum fengið alvöru samkeppni?


mbl.is Heimild til að auka hlutafé Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1/250.000.000

Þessi þjófnaður er einn á móti tvöhundruðogfimmtíu milljónum Icesave skuldarinnar á gjalddaga. Ef Bjöggarnir yrðu dæmdir eins, yrðu þeir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í 7.5 milljarða daga. Það eru rúmlega 25.000 ár.

Einhverjar líkur á því? 


mbl.is Stal vodkafleyg og einum bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósin...

Hækkum skatta sem munu hækka framfærsluvísitöluna sem hækkar verðbólgu sem smyr á hjól verðtryggingarinnar sem er að setja fólk á hausinn og flæma úr landi.

Skjaldborg um heimilin?

Eins og þeir sögðu í den. Sá sem síðastur fer, vinsamlega slökkvið ljósin. 


mbl.is Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennitöluflakk bankanna

Ég ætla ekki að verja ákvarðanir þessarar fjölskyldu. Persónulega hefði ég ekki þorað að vera með þrjár eignir, jafnvel í góðæri. En það breytir því ekki að kerfið á Íslandi er alveg sérstaklega fjandsamlegt fólkinu í landinu. Þar virðist ekkert ætla að breytast.

Bankinn samþykkir að lána og tekur veð í eigninni. Þegar lántakandi getur ekki borgað, er veðið ekki nóg, heldur ákveður bankinn hvers virði veðið er og skellir restinni á lántakanda. Neitar svo að semja, vill ekki leysa málið. Þrátt fyrir hina meintu skjaldborg vinstri stjórnarinnar. Vinstri er yfirleitt fyrir launþegana, þótt raunveruleikinn hafi kannski yfirleitt sannað annað.

Fjölskylda tekur lán og byrjar að borga af því. Tveimur árum síðar hefur höfuðstóll skuldarinnar hækkað, þrátt fyrir að greitt hafi verið af láninu. Við erum ekki að tala um vexti, heldur lánið sjálft. Þetta kallast verðtrygging og er eins óréttlát og mögulegt er. Þetta þekkist ekki annars staðar.

Í þriðja lagi, og ég viðurkenni að ég hef ekki hugsað þetta til enda. Fólk sem vit hefur á þessu má endilega gera athugasemdir. Þau tóku sennilega lán hjá banka sem er kominn í gjaldþrot. Hvernig getur nýi bankinn rukkað og farið út í eignarnám þegar hann hafði ekkert með upphaflega lánið að gera? Keypti hann gömlu útlánin? Er það löglegt? Munu erlendir kröfuhafar i gömlu bankana samþykkja það? Ef ég kaupi á reikning í búð og hún fer í þrot, getur sami eigandi haldið áfram að rukka mig á annarri kennitölu meðan gamla búðin er gerð upp? Myndu bankarnir sem eiga kröfu í þrotabú fyrri búðarinnar samþykkja kennitölubrask eigandans? 


mbl.is Fjölskylda á hringekjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirspurn til meðlima VG

Fyrir kosningar söng VG um sjálfstætt Ísland. Ekkert ESB, enga evru, ekkert Icesave, burt með IMF, auðlindinrnar skilyrðislaust í íslenskum höndum, glæfrafólkið sótt til saka. Nú er VG í stjórn og hefur tekið U-beygju í öllu. Sjaldan eða aldrei hef ég séð kosningaloforð svikin eins svakalega og nú. Við vissum hvar við höfðum Samfó, en VG er annað mál.

Ég hef áhuga á að heyra hvað kjósendum og meðlimum VG finnst.

Ég sá eftirfarandi brot úr Icesave samningnum á bloggi Róberts Viðars Bjarnasonar. Þetta lítur út eins og hreint valdaafsal til Bretlands og Hollands:

"16.3. Waiver of Sovereign Immunity

Each of the Guarantee Fund and Iceland consents generally to the issue of any process in connection with Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its property or assets(regardless of its or their use or intended use) of any order or judgment.  If either the Guarantee Fund or Iceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction.  Each of the Guarantee Fund and Iceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets." 


mbl.is Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Lengdar

Kerfið okkar og alls heimsins er gallað. Það þarf hagvöxt til að þrífast. Til að hagvöxtur geti átt sér stað þarf að kaupa meira, framleiða meira, nota meira hráefni. Ganga frekar á það sem jörðin hefur að bjóða. Þetta er enginn nýr sannleikur, en þetta gleymist. Hagvöxtur gengur ekki. Okkur vantar eitthvað annað.

20070310-Oxford_Tire_Pile_08_MR

 


mbl.is Hagvöxtur þarf að vera 4,5% á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband