Okrarar

Við ætluðum að heimsækja fjölskylduna á Íslandi en það verður að bíða betri tíma. Miðaverðið hefur rokið upp og við höfum ekki efni á að borga fyrir þriggja tíma flug. Það kostar okkur þrjú hátt í 1200 evrur að fljúga heim. Það kostar um 1500 á business class til New York. Svipað á túristaklassa til Taiwan. 300 evrur til Oslo.

Er ekki kominn tími á að FI fari á hausinn svo að við getum fengið alvöru samkeppni?


mbl.is Heimild til að auka hlutafé Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta þjóðfélag þarf að fara í gjaldþrotameðferð.Síðan þarf einhver þjóð með vit á rekstri og þjóðfélagsrekstri að koma hingað og taka að sér þjóðfélagsreksturinn og skapa þannig umgjörð að fyrirtæki geti rekið sig.Til þess þarf að hafa skipti á þjóð.

Einar Guðjónsson, 6.8.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Himmalingur

Ekki koma heim! Alls ekki koma heim!! Í guðana bænum farðu hvert sem er út í heim, bara ekki á gjaldþrota okur skerið Ísland!! Nú svo verður væntanlega engin heima, því allir eru að flýja land!!

Himmalingur, 7.8.2009 kl. 01:07

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég ætlaði ekkert að flytja heim. Bara koma í heimsókn.

Villi Asgeirsson, 7.8.2009 kl. 05:21

4 Smámynd: Hvumpinn

Og hvaða samkeppni sérð þú fyrir þér ef Icelandair fer á hausinn?  Hvernig hindrar tilvera Icelandair samkeppni?  Frekar ógáfuleg athugasemd.   Ætli þú hafir ekki bara verið að bóka seint og mikil eftirspurn frá Amsterdam yfir sumarið eins og frá öðrum Evrópulöndum?  Er ekki Expressið frá Eindhoven? Var það eitthvað annað?

Hvumpinn, 7.8.2009 kl. 18:37

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Eins og ég svaraði þér á blogginu hans Ómars...

Ertu svo viss, Hvumpinn? Mer skilst að nokkur flugfélög hafi reynt við flug til Íslands en hætt vegna þess að Icelandair hafði allt í vasanum í Keflavík. Þeir höfðu einkarétt á flugvallarþjónustu og gerðu öðrum erfitt fyrir.

Það fóru fjórar milljónir farþega um Keflavík á ári síðast þegar ég gáði, sem var þó fyrir hrun. Það eru 20-25.000 737 og 757 flugvélar. Það þarf enginn að segja mér að þessi markaður yrði látinn eiga sig ef Icelandair félli frá.

Iceland Express er ekki alvöru samkeppni við Icelandair, að mér skilst. Einokun er aldrei góð fyrir þá sem þurfa á þjónustunni að halda.

Villi Asgeirsson, 8.8.2009 kl. 09:07

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þar fyrir utan, IE flýgur ekki allt árið og verðin eru svipuð.

Villi Asgeirsson, 8.8.2009 kl. 09:08

7 Smámynd: Hvumpinn

Veit ekki hvar þú fannst 4 milljónir sem farþegafjölda í KEF.  Farþegafjöldi um KEF var 1.990 þús. árið 2008 (www.flugstodir.is), fækkun á þessu ári er talin verða á bilinu 15-20% þ.e. það verði kannski 1.600 þús á þessu ári.  Það er engin hætta á að neinn hafi áhuga á slíkum markaði þegar félög eiga nóg með samdrátt á sínum aðalmörkuðum sem þó er yfirleitt undir 10%, þó sums staðar meiri. 3 aðilar geta afgreitt flugvélar á KEF, og þangað fljúga, aðallega yfir sumarið til að fleyta rjómann um 10 flugfélög (www.kefairport.is) Af því að þú gefur upp að þú sért í Hollandi, myndi ég ætla að hlutdeild KLM í Amsterdam (a.m.t. dótturfélögum) sé talsvert meiri en hlutdeild Icelandair í KEF.  Aukinheldur fann ég í september á www.icelandair.net fargjöld milli AMS og KEF fyrir undir €300, en ekki hvaða dag sem er, sem segir manni að framboðið sé nokkuð lagað að eftirspurn.

Hvumpinn, 8.8.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband