Kennitöluflakk bankanna

Ég ætla ekki að verja ákvarðanir þessarar fjölskyldu. Persónulega hefði ég ekki þorað að vera með þrjár eignir, jafnvel í góðæri. En það breytir því ekki að kerfið á Íslandi er alveg sérstaklega fjandsamlegt fólkinu í landinu. Þar virðist ekkert ætla að breytast.

Bankinn samþykkir að lána og tekur veð í eigninni. Þegar lántakandi getur ekki borgað, er veðið ekki nóg, heldur ákveður bankinn hvers virði veðið er og skellir restinni á lántakanda. Neitar svo að semja, vill ekki leysa málið. Þrátt fyrir hina meintu skjaldborg vinstri stjórnarinnar. Vinstri er yfirleitt fyrir launþegana, þótt raunveruleikinn hafi kannski yfirleitt sannað annað.

Fjölskylda tekur lán og byrjar að borga af því. Tveimur árum síðar hefur höfuðstóll skuldarinnar hækkað, þrátt fyrir að greitt hafi verið af láninu. Við erum ekki að tala um vexti, heldur lánið sjálft. Þetta kallast verðtrygging og er eins óréttlát og mögulegt er. Þetta þekkist ekki annars staðar.

Í þriðja lagi, og ég viðurkenni að ég hef ekki hugsað þetta til enda. Fólk sem vit hefur á þessu má endilega gera athugasemdir. Þau tóku sennilega lán hjá banka sem er kominn í gjaldþrot. Hvernig getur nýi bankinn rukkað og farið út í eignarnám þegar hann hafði ekkert með upphaflega lánið að gera? Keypti hann gömlu útlánin? Er það löglegt? Munu erlendir kröfuhafar i gömlu bankana samþykkja það? Ef ég kaupi á reikning í búð og hún fer í þrot, getur sami eigandi haldið áfram að rukka mig á annarri kennitölu meðan gamla búðin er gerð upp? Myndu bankarnir sem eiga kröfu í þrotabú fyrri búðarinnar samþykkja kennitölubrask eigandans? 


mbl.is Fjölskylda á hringekjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hversvegna í veröldini á að hjálpa fólki sem Frammkvæmir svona ótrúlega heimskulega hluti? Svona fólki er bara ekki viðbjargandi. Á maður að vorkenna fólki sem mokar sig ofan í svaðið sjálft? Hvaða bull er þetta í þér maður! Á ekki frekar að hjálpa venjulegu fólki sem sannarlega "lenti í því"frekar enn að vera að púkka upp á svona lið? Ekki ertu svo einfaldur að halda að þetta hafi e h með kreppuna að gera hvernig fór fyrir þessum kjánum?

óli (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Það voru nú ekkert allir sem mokuðu sig ofan í svaðið, langt þvi frá en menn hafa þó þurft að súpa seyðið  af ástandinu eins og það er nú án þess að bera nokkra ábyrgð á þvi.

Ég vil halda þvi fram að yfirfærsla lána fólks frá gömlubönkunum til þeirra nýju hafi veirð ólögleg og einnig eignataka þeirra.

Þetta var skiptun frá fjármálaeftirlitinnu sem nú hefur komið í ljós skv ýmsum rannsekendum að hafi alls ekki verið að standa sig í stykkinu.

Það ber hinsvegar einnig að taka það fram að eignafærsla sem þessi er hvergi lögfest og það hef ég beint frá fjármálaeftirlitnu.

ég reyndi að hundsa það að borga af einu láni sem ég hafði hjá gamla kb en nýju kb hafði tekið yfir, gaf þau rök að ég hefði ekki samið við nýja bankann, eftir ca 5 mánuði var komið að þvi að okkur var hótað eignarnámi og öllu illu -  ég hafði farið fram á það að inn í skuldabrefið yrði sett klausa sem tryggði rétt okkar ef þessi aðgerð ( millifærsla lánanna væri ólögleg, en þeir neituðu alfarið að skrifa undir það, ) álit mitt á bönkunum og bankastarfsmönnum er ekki meira en á þeim sem lifa á þvi að grafa eftir rusli.

Steinar Immanúel Sörensson, 25.6.2009 kl. 21:35

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Óli, hvað hefurðu með þetta fólk að gera? Þú gerir athugasemdir hjá öllum sem skrifa um fréttina. Lestu svo færsluna áður en þú kallar mig einfaldan. Lestu allavega fyrstu setninguna og þá sérðu að þín athugasemd er tímasóun.

En þetta með gömlu og nýju. Merkilegt sem þú segir frá, Steinar. Það væri gaman að heyra meira eða frá fleira fólki. Mér sýnist ríkið hafa þverbrotið allar reglur og að það hafi lítinn áhuga á fólkinu í landinu.

Villi Asgeirsson, 26.6.2009 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband