Færsluflokkur: Kvikmyndir

Á vappi

Spurning með að halda úti einhverskonar dagbók á meðan ég þykist vera manna merkilegastur með RIFF passa í vasanum.

Mitt fyrsta verk í dag er að sækja umræddan passa niður í Lækjargötu. Þar með er ég kominn með miða á allar sýningar hátíðarinnar. Skoða á hvað er í boði. Kannski ég kíki á mynd, kannski á endurnar á Tjörninni. Sjáum til.

Ég verð sem sagt á vappi í miðbænum í dag. Þeir sem þykjast eiga erindi við mig er bent á gemsann, 8686976. 


Undir Svörtum Sandi

Það er erfitt að lýsa tilfinningunni við að klára handrit í fullri lengd. Ekki að það sé tilbúið. Ég þarf að endurskrifa, endurskrifa aftur og sennilega enn einu sinni. Handritið sem ég var að klára er reyndar önnur útgáfa. Sú fyrsta var yfirfull af flassbökkum, svipað og stuttmyndin. Ég var ekki sáttur við aðalsöguna, sem gerist í nútímanum. Pétur var í slæmu sambandi og var hálfgerður ræfill. Það gat ekki gengið. Nýja útgáfan er allt öðruvísi. Rómantíkin er mikið til farin og harkan kom í staðinn. Það er komin alvöru ástæða fyrir öllu þessu veseni sem Pétur, Emilía, Halla og þau öll fara í gagn um. Pétur er aðalpersóna í kvikmynd. Hann þarf að geta haldið henni uppi og sigrast á öllu veseninu sem ég hendi í andlitið á honum. Ég verð að gefa ykkur virkileg góða ástæðu til að finna til með Emilíu.

Undir Svörtum Sandi

Ég er nokkuð sáttur við stefnuna sem nýja útgáfan er að taka. Hún er allavega mikið betri en síðasta. Það eru atriði sem erfitt var að skrifa. Ég fann mikið með nokkrum persónum því mér fannst ég ekki vera sanngjarn gagnvart þeim, en það er þeirra að yfirstíga þann vanda og vinna úr honum.

Ég vona að ég hafi tíma til að pússa smá áður en ég kem heim. Takist það ekki, er ég allavega með grunnhugmynd sem ætti að virka vel. 

Eins og komið hefur fram í helstu fjölmiðlum heims, verður stuttmyndin sýnd á RIFF. Ég mun taka þátt í kvikmyndasmiðjunni og kem alveg spes ferð til Ísland fyrir það. Vilji fólk vera í bandi, vilji einhver spyrja hvernig ég fer að því að vera svona ofboðslaga suxessfúl í útlandinu eða vilji einhver hjálpa mér að framleiða stórmyndina, er um að gera að emila á mig (sjá hér til vinstri) eða hringja í síma 8686976 eftir rétta viku. 

i love you all 


mbl.is Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst á fimmtudaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var erfitt að skrifa um dauða drengsins

Eins og enginn veit er ég að vinna við handrit í fullri lengd. Það er byggt á stuttmyndinni Svörtum Sandi. Þetta er samt allt öðruvísi en stuttmyndin. Gerist mikið meira í nútímanum. Ég var að enda við að skrifa atriði aftarlega í myndinni þar sem allt er farið í öskuna og söguhetjan gerir sér grein fyrir alvöru málsins.

Undir Svörtum Sandi

Atriðið er mjög dramatískt, sérstaklega þar sem ég á son og finn til með persónunum. Það er merkilegt hvað getur verið erfitt að skrifa stundum. Ekki erfitt að koma sögunni á blað, heldur tekur þetta á. Ég var alvarlega að hugsa um að skrifa þetta ekki, en ákvað að fyrst þetta virkar svona a mig, mun þetta sennilega virka í myndinni.

Afsakið að ég get ekki sagt meira um innihald atriðsins. Þetta kemur í ljós þegar þar að kemur. Nú verð ég að draga andann djúpt og reyna að láta þetta ekki hafa áhrif á það sem eftir lifir dags, enda þarf ég að fara að vinna.


Fallegt bros

Flott hjá Baltasar að fá James Newton Howard til að semja tónlistina fyrir sig. Málið er nefninlega frekar einfalt, reyni maður ekki, gerist ekkert.

MarkKnopflerandGuyFletcher

Baltasar Kormákur er að gera góða hluti, er kominn með flotta ferilsskrá og á það skilið að geta umkringt sig góðu fólki. Eins og margir lesendur þessa bloggs vita tókst mér, óþekktum bardúsaranum, að fá Guy Fletcher til að semja tónlistina við stuttmyndina Svartan Sand. Guy er þekktur sem hljómborðsleikari Dire Straits. Hann hefur líka unnið með Roxy Music, Tinu Turner og fleiri heimsþekktum nöfnum. Ég ákvað að gefast ekki upp fyrirfram, heldur reyna bara. Hann myndi þá bara segja nei.

Skemmst er frá því að segja að hann sagði ekki nei. Hann hafði í raun ekki tíma í þetta, en notaði jólafríið 2006 til að semja fimm verk. Eitt þeirra endaði svo á plötu sem hann gaf út í upphafi þessa árs.

Ég veit ekki hvort það sé eitthvað íslenskt að ráðast á garðinn þar sem hann er hár. Málið er bara að miða hærra en maður vill komast. Þá getur maður sætt sig við útkomuna. Stundum hittir maður í mark, þótt hátt sé miðað og þá er gaman að vera til.

Ég óska auðvitað Baltasar til hamingju og óska honum ennþá hærra flugi. 


mbl.is Fær Batman-tónskáld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman í Reykjavík

Það er svo gaman að sjá hvað mikið er alltaf að gerast í Reykjavík. Shorts&Docs að byrja og RIFF eftir sex vikur. Í flestum löndum eru "borgir" á stærð við Reykjavík draugabæli þar sem ekkert er að gera.

Annars langaði mig að láta vita að stuttmyndin Svartur Sandur verður frumsýnd á RIFF í byrjun október. Mér var líka boðið að taka þátt í Talent Campus, eða kvikmyndasmiðjunni, sem fer fram samfara hátíðinni.

Ég geri ráð fyrir að lenda í KEF 30. september. Þeir sem vilja eitthvað með mig hafa geta sent mér emil (sjá hér til vinstri) eða hringt í síma 8686976 þegar ég er kominn. Ég set meiri upplýsingar inn á síðuna þegar ég hef þær.

Til hamingju S&D. Vona að sem flestir komi og kíki á myndirnar.

Til upprifjunar, þetta er Svartur Sandur:


mbl.is Reykjavík Shorts&Docs-hátíðin hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heima er best?

Fyrst vil ég óska Valdísi til hamingju með myndina. Ég hef vitað af henni (Valdísi) í einhvern tíma og dáðst af því hve langt hún hefur komist. Nú dáist ég ennþá meira af henni fyrir að þora að gefa skít í Hollywood. Það er svo auðvelt að láta sig hafa það að leiðast allt lífið því maður þorir ekki að prufa eitthvað nýtt. Ég vona að ég geti séð myndina á RIFF í haust og ef hún tekur þátt í Talent Campusnum vil ég endilega hitta hana. 


mbl.is Vonbrigði í Hollywood ýttu Valdísi í leikstjórastólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað myndi ég gera við 65 milljónir?

Ef ég ynni 65 mijlljónir, myndi ég kaupa mér einfalda íbúð á Íslandi og flytja kvikmyndafyrirtækið, Oktober Films, norður undir heimskautsbaug. Ég myndi setja 20 milljónir inn í það og fara út í kvikmyndaframleiðslu. Ég myndi auðvitað vilja gera eigin myndir, en það væri gaman að sjá hvað grasrótin heima gæti gert. 20 milljónir eru kannski ekki stór upphæð, en ég hef áhuga á "low budget" kvikmyndagerð og myndi vilja prófa að gera íslenskar kvikmyndir sem stæðu undir sér. Einhvern tíma bloggaði ég um sjö milljóna myndir. Ég myndi henda þeirri hugmynd í framkvæmd.

En ég vann ekki 65 milljónir. 


mbl.is „Nauðsynlegt að róa sig niður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómar, óskabarn Íslands?

Er einhver sem hefur snert þjóðina eins og Ómar? Hann fékk mig til að grenja úr hlátri á grænu og rauðu plötunum og í sjónvarpi. Pabbi vann sem útsendingarstjóri hjá Sjónvarpinu og ég fékk stundum að fara með. Sjónvarpsheimurinn var stórkostlegur. Eitt sinn var ég í stjórnklefanum, við hliðina á herberginu sem þulurnar notuðu til að segja frá dagskrá kvöldsins. Við upphaf dagsrár var spilað lag og ég fékk að velja það. Ég valdi Refinn í Hænsnakofanum. Ætli ég hafi ekki verið 6-7 ára. Á svipuðum tíma var ég að uppgötva grænu og rauðu plöturnar með lögum eins og Botníu, Þremur Músum, Þremur Hjólum og Skíðakeppninni. Ég skrifaði athugasemd við færslu á síðunni hans í gær. Læt hluta hennar fylgja með.

Til hamingju Ómar! Þú átt þau margfalt skilið. Það tekur ótrúleganviljastyrk og þor að gera það sem þú ert að gera. Það er mikill munur áað vera elskaður og dáður sem skemmtikraftur og fréttamaður, og að veraumdeildur og jafnvel fyrirlitinn fyrir að vera "latte þambandi skáld101 hippi haus í skýjum" og allt það. Ég efast um að það sé til mikiðaf fólki sem hefði þorað að fórna því sem þú fórnaðir fyrirsannfæringuna. Það hefði verið mikið þægilegra að breyta engu og njótaefri áranna í friði. Þú átt virðingu skilið, hvort sem fólk er sammálaþér eða ekki. Það sem Bono sagði við David Bowie á 50 ára afmæli hinssíðarnefnda á svo sannarlega við um þig. "The world should get down ontheir knees and kiss your arse". Set þetta inn á frummálinu því þettaþýðist svo illa.

Rakst á þetta gamla gullkorn á netinu. Njótið!

 


mbl.is Ómar Ragnarsson verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilar Sjónvarpið Með?

Einhvern tíma las ég að leikstjóri myndarinnar um Bubba hafi þurft að borga RÚV meira fyrir myndefni en það sem þeir borguðu honum fyrir sýningar. Það er vonandi Megasað hlutirnir gangi betur núna og verkefnið mæti meiri skilningi.

Annars tók ég viðtal við Megas sem lokaverkefni í fjölmiðlafræði frá FB fyrir mörgum árum. Ég á það ennþá einhvers staðar. Spurning með að henda því hérna inn. Þetta var skemmtilegt viðtal, hann vað í góðum gír og kennarinn var mjör ánægður með árangurinn.

Megas er frábær. Hann er auðvitað frábær tónlistarmaður, textahöfundur af guðs náð, en hann er líka ofsalega viðkunnanlegur og gaman að vinna með honum. 

Lær eina myndina sem ég tók þá fylgja með. Ég á betri, en hef ekki tíma til að grafa þær upp í dag.


mbl.is Heimildarmynd um Megas í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mugison kvikmyndaður í Hollandi

Það er um að gera að skrifa svolítið um Mugison hljómleikana á föstudag. Ég ætlaði að bæta við síðustu færslu með athugasemd, en það hefði orðið langloka og þær geta verið svo sóðalegar.

MugisonStageÉg og Hans Ris, aðstoðarmaður minn þegar ég er ekki aðstoðarmaður hans, mættum á svæðið um átta leytið. Við gengum inn í salinn. Ég hafði búist við tveimur kassagítörum, svipuðu dæmi og Murr Murr í Gargandi Snilld. Það sem blasti við var eitthvað allt annað. Salurinn var enn tómur, þar sem hljómleikarnir áttu ekki að byrja fyrr en um 22:30, en sviðið var fullt af hljóðfærum sem ég hafði ekki átt von á. Þarna stóð trommusettið og fimm rafmagnsgítarar, auk magnara og annars dóts sem á auðvelt með að bræða hvaða kamerumæk sem er. Barþjóninn leit á okkur með lævíslegu brosi. Ætlið þið að taka þá upp með þessu, spurði hann og benti á hljóðneman á vélinni. Já. Gangi ykkur vel. Þeir eru háværir.

Við hittum hljómsveitina og viti menn, þeir voru fjórir, ekki tveir. Ég hentist heim og náði í sumarfrísvélina, litlu Canon vélina sem ég nota aldrei nú til dags. Jú, það var hleðsla á henni. Við hentumst til baka og náðum að setja hana á þrífót fyrir ofan sviðið. Svo var bara að vona það besta.

Hljóðið úr báðum dýru vélunum var vonlaust. Þetta hefði verið flott á þjóðlagatónleikum, en ekki hér. Til að koma í veg fyrir truflanir og prump höfðum við báðir lækkað í þeim, en við fengum lítið hljóð með prumpi. Gamla Canon vélin stóð sig best, kannski af því hún var ekki í beinni línu við hátalarana og það er hljóðið sem við notuðum.

Hans tók teipin með sér heim og klippti eins og óð fluga. Hann hringdi í mig á mánudagsmorgni og sagðist vera búinn að klippa alla hljómleikana. Ég fór í heimsókn og við dáðumst af þessum rosalega tónlistarmanni.

Þetta var hverrar mínútu og bensíndropa og kasettu virði. Það er vonandi að við náum að vinna saman aftur í framtíðinni og þá við eitthvað meira en youTube rugl, eins og Mugi kallaði þetta verkefni.

Læt svo hitt myndbandið, Mugiboogie, fylgja með þessari færslu. Ef þið viljið kíkja á þetta í betri gæðum, farið hingað og veljið lag. Potið svo í "watch in high quality" undir myndbandinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband