Færsluflokkur: Ferðalög

Herinn að segja bless?

Ég geri ráð fyrir að ernirnir gráti það ekki þegar herinn yfirgefur landið.

Fyrst herinn er til umræðu, hvað átti annars að gera við gulu húsin sem eftir sitja? Hér er mín hugmynd:

Ég keyrði einhvern tíma í gegn um þorp varnarliðsins. Það var eins og að vera kominn í frí til Bandaríkjanna. Allt var öðruvísi. Umferðarljósin, kóksjálfsalarnir, göturnar. Þetta var eins og sixties America. Hvernig væri að lappa upp á þetta og setja upp risastórt kaldastríðs safn? 


mbl.is Herþotum flogið í lágflugi yfir Reykhólahreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfuðborg Skotlands, fyrr og síðar

Ég var víst búinn að lofa að setja inn einhverjar Skotlandsmyndir. Hef ekkert í hyggju að svíkja það, en hér er ein og hálf svona til að væta kverkarnar. Ó hvað það minnir mig á flöskuna af Ben Nevis sem tæmdist svo ljúflega... allavega:

Vorið 2006

Voeið 2006

 

Vorið 1907

Vorið 1907 

Og svo ein úr sveitinni. Hélt að linsuflerinn væri sniðugur en hef skipt um skoðun síðan.

Loch Manekki 


Gengið um lónsbotninn?

Það er verið að setja innstunguna í samband. Hinn dæmdi er sestur í stólinn. Það er bara eitt sem getur bjargað málunum núna, náðun fylkisstjórans. Lítil hætta á því, það var hann sem setti gildruna. Votur svampurinn, vatnið lekur...

Það er allavega svona sem ég hugsa um Kárahnúkavirkjun og lónið. Veit ekki hvort þetta sé kannski meira nauðgun en aftaka.

Ég ákvað í vetur að fara á fjöll í sumar. Það er um að gera að sjá svæðið áður en því er drekkt. Spurningn er, eru margir sem gera þetta? Ætla margir að nota sumarfríið, eða hluta af því, til að berja hið dauðadæmda land augum?


Síðasti kall, flug 714 til Edinborgar

Ekki slæmt þetta. Tók mér frí á föstudaginn. Fjórir dagar án vinnu, um að gera að halda upp á það. Vér fljúgum til Edinborgar í fyrramálið, leigjum okkur bíl og keyrum um hálendið (Highlands). Ekki slæmt það, nema að veðrið er eitthvað að versna. Hvað um það, ef einhver skilur eftir falleg skilaboð hér að neðan, eitthvað skemmtilegt sem ég get lesið þegar ég er farinn að klepra aftur eftir helgi, skal ég setja einhverjar vel valdar myndir á bloggið. Annars ekki.

Takk fyrir, over and out. This was your captain sneaking...


Flugvallarskattur

Ég var að bóka flugið til Íslands í sumar. Woohoo, verður voða gaman. Verð Flugleiða (Icelandair whatever) eru ekki einu sinni svo slæm. Ég man að maður komst ekki til landsins nema kannski á 18 mánaða fresti því flugmiðinn kostaði mann mánaðarlaunin. Ef maður vildi gera eitthvað annað, fara í ferðalag til ókunnra landa varð maður að sleppa Íslandi ansi oft. Þetta var auðvitað voðalega leiðinlegt, maður sá fólkið sitt ekki mánuðum og árum saman, börn fæddust, þau börn sem fyrir voru urðu fullorðin og fullorðnir urðu gamlingjar... ég minnist ekkert á þá sem voru gamlir fyrir.

Hvað um það, Icelandair miðinn kostar 293 evrur, eitthvað um 25-30 þúsundkall. Ekki klink en maður ræður svo sem við þetta. Plús skattur. Í Hollandi er flugvallaskattur aldrei tekinn með. Honum er klínt ofan á þegar allt annað er klárt. 91 evra takk fyrir (8-9000kall). Þetta var helmingi minna síðast þegar ég flaug, og það var í mars og það var til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Ég er að fljíga til Skotlands á Fimmtudaginn. Við borguðum rúmlega 180 evrur í skatt fyrir okkur tvö. Viðaverð til Bretlands eru þannig að við gætum flogið fram of til baka í viku fyrir skattinn.

Ég skil þetta ekkert. Hvað er fólk heima að borga í flugvallaskatta þegar flogið er að heiman? Væri gaman að heyra það, sérstaklega ef einhver hefur bókað flug til Amsterdam á síðustu vikum. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband