Færsluflokkur: Ferðalög

Öræfi

MöðrudalsöræfiVað að grafa í gömlum hirslum og fann þetta. Á sínum tíma fannst mér þetta frekar misheppnuð mynd, en þetta var fyrir tíma digital myndavéla. Spurning hvort henni hefði verið hent annars. Þetta er núna ein af uppáhaldsmyndunum mínum.

Það sýnir sig því, ekki henda myndunum sem þér finnst ekkert spes. Það eru þær sem er gaman af seinna meir... eða þannig. 

 


Sjö að Morgni

VagnÉg komst heim í þrjá daga helgina fyrir páska. Það var yndislegt að komast heim, það var verra að stoppa svona stutt. Ég hefði viljað hitta fleira af fólkinu sem ég þekki, eyða meira tíma með þeim sem ég hitti og kannski hitta nýtt fólk, eins og kannski einn eða fimm bloggara. Svo vildi ég hitta fólkið sem hjálpaði mér með myndina, en komst ekki í það. Ég hitti Jóel því hann þurfti að lesa inn texta sem verður í myndinni. Ég hefði viljað hitta Önnu Brynju, Sonju og alla hina. Það þýðir samt ekkert að kvarta. Ég fékk þrjá yndislega daga og þeir munu duga mér þangað til ég kemst heim næst.

HrafnÞað er merkileg tilfinning að búa erlendis, að vera ekki innan um fólkið sitt. Ég er viss um að við vanmetum flest vini og fjölskyldu þegar við erum alltaf hangandi utan í hvoru öðru. Þetta er samt ekki svo slæmt. Að búa erlendis víkkar sjóndeildarhringinn og hjálpar manni sennilega að "finna" sjálfan sig. Mér finnst að flestir ættu að prófa það í ár eða svo. Þaður skilur sjálfan sig betur, þá sem eru manni kærir og landið sem maður er uppalinn í.

ÁlftirEitt það besta sem ég gerði meðan ég var heima var að fara í göngutúr. Klukkan var sex að morgni og Mats, sem var í heimsókn hjá íslensku fjölskyldunni, vaknaði. Hann þurfti sína næringu. Mamman gerði skyldu sína og reyndi svo að sofna aftur. Mats var ekki á því og vildi vaka. Ég ákvað að fara fram úr og leyfa henni að sofa, enda tekur það á að sjá um svona lítið barn. Mats fór í vagninn og við fórum út. Við gistum hjá systur minni í Keilufellinu svo við röltum upp að kirkju, svo niður fyrir hana og niður að Elliðaánum. Mats var sofnaður svo ég rölti bara út í óvissuna og naut þess að hafa landið mitt undir fótum mér og hafa það út af fyrir Álftirmig. Ég mætti einhverjum skokkurum en þar fyrir utan var enginn á ferð. Myndavélin kom að sjálfsögðu með, eins og myndirnar hér sýna. Ég rölti niður með ánni að stíflunni og svo upp brekkuna og upp í hóla . Ég gekk Vesturbergið á enda og svo til baka. Þegar við komum til baka voru tveir tímar liðnir og við báðir endurnærðir eftir hreina loftið og hreyfinguna.

Ég gerði þetta því ég hafði tækifæri til þess. Ég man ekki eftir að hafa farið í margar gönguferðir meðan ég bjó heima. Spurning hvað maður gerir ef maður flytur heim
 einhvern daginn, hvort maður kunni þá ennþá að njóta umhverfisins eins og nú.

ÁlftirÞið sem búið heima, njótið hvers annars, njótið umhverfisins og ef þið vaknið of snemma, farið fram úr og út að labba. Það er ekkert eins gott og að koma aftur heim eftir að hafa verið einn með sjálfum sér og landinu sínu snemma að morgni.

Og að lokum, takk fyrir athugasemdirnar sem ég hef lesið en ekki svarað á liðnum vikum. Ég les þær allar en svara ekki alltaf. Það á eftir að lagast.


Heimsborgarinn

Mats Kilian - 9 viknaMats Kilian er búinn að koma í heimsókn til Íslands. Langafi hans varð 78 á mánudag og það var ekkert annað að gera en að gefa honum bestu afmælisgjöfina sem ég gat ímyndað mér. Við flugum heim á föstudag og eyddum helginni í faðmi fjölskyldunnar sem sér allt of lítið af okkur.

Flugið gekk vel. Mats svaf allan tímann, nema smá á bakaleiðinni, en þá brosti hann bara út að eyrum. Spurning hvort hann verði flugmaður.

Nú verð ég að hætta því hann er svolítið viðhaldsfrekur. 


Föðurland

Föðurland. Hvað er það? Ég skil að það er yfirleitt landið þar sem maður fæddist, þar sem rætur manns eru. Manni líður vel þar og þekkir til. Maður skilur tungumálið og almenna siði. En föðurland er eitthvað miklu meira.

Fugl á flugiÉg get ekki ímyndað mér að fólk sem býr allt sitt líf í heimalandi sínu geti skilið til fulls hvað föðurland er. Það er erfitt að meta landið ef maður er alltaf umlukinn því. Maður saknar hlutanna ekki fyrr en maður hefur misst þá, saknar fólksins síns ekki ef maður umgengst það dags daglega.

Ég hef oft verið spurður hvort ég sakni ekki Íslands. Standard svarið hefur verið nei, ég sakna landsins ekki en ég sakna fólksins. Þetta er samt ekki svona einfalt. Þegar ég var á Íslandi siðasta sumar naut ég landsins jafn mikið og fólksins. Ég dró djúpt andann og fann lyktina af íslenskri náttúru. Ég horfði í kringum mig og dáðist af þessu stórbrotna og stórkostlega landslagi. Ég gerði eins og páfinn, lagðist í jörðina og faðmaði landið mitt. Ég naut þess að hlusta á útlendingana sem komu með, talandi um hvað litirnir í íslenskri náttúru væri sérstakir. Ég tók eftir að það skipti ekki máli hvort við stæðum frammi fyrir sandauðnum eða fjöllum, samspil náttúrunnar var það sem gerði ísland stórkostlegt.

Mig hafði lengi grunað þetta, en ég fékk staðfestingu á því að Ísland, og ekkert annað land, er land mitt og ég mun koma heim einhvern daginn. 


Ný vinna.

Eins og langrækir lesendur bloggsins vita var ég ekkert að fíla vinnuna mína allt of mikið í sumar. Ég hafði verið þar í næstum fimm ár og var yndi allra í kring um mig. Mér hafði tekist að vinna mig upp úr því að vera innflytjandi sem vissi ekkert í að vera á launum yfir meðallagi. Maður var svo flottur að fólk gat ekki annað en elskað mann. Schiphol%20to%20the%20meeting%20pointÞað var bara þetta eina vandamal. Ég var að klepra, eins og kom fram í einni af mínum fyrstu færslum í maímánuði. Á endanum vann íslendingurinn í mér hollendinginn í mér og ég sagði upp. Nei, ég var ekki kominn með aðra vinnu áður en ég hætti, en þetta reddast. Auðvitað reddast þetta. Gerir það alltaf.

Þetta reddaðist sem sagt. Ég er farinn að vinna á Schiphol flugvelli. Ég vinn eins lítið eða mikið og ég vil, því þetta er vaktavinna. Ég hef sem sagt nóg til að borga reikningana, en svigrúm til að byggja upp kvikmyndadæmið. Ég geng um götur með bros á vör, því ég er með svo skemmtileg verkefni í bígerð og svo er líka gaman í vinnunni.

Sem sagt, ef þið eigið leið um Amsterdam á næstunni, látið mig vita. Ég er á morgunvakt þessa vikuna og er búinn passlega snemma til að fá mér kaffisopa á meðan Icelandair vélin situr við ranann.

Af myndinni er það svo að frétta að klippingin gengur vel. 


Ég hef komið...

...til eftirfaranlegra landa:

countrymap?visited=ANAUBEENFRGEGRICIELUNLSCSPTU

Vildi bara koma þessu að. Það er allt of mikið að gera til að skrifa blogg, svo ég ákvað að koma með þennan filler. Takk fyrir hugmyndina, Kamilla! 

 


Að smíða kvikmynd

Þá er komið að því. Síðasti dagurinn í vinnunni í dag og flugið í fyrramálið. Ferðin byrjar með langþráðum endurfundum en vinnan byrjar fljótlega eftir það.

Ég var að klára að setja saman endanlegt plan fyrir tökur. Fundir með leikurum og tökuliði strax eftir helgi og svo hefjast tökur fyrir næstu helgi. Síðustu atriðin verða svo tekin upp þriðjudaginn 22 ágúst. Þetta eru sem sagt um tvær vikur sem fara í þetta. Þess á milli get ég bara verið í mínu eigin landi innan um fjölskylduna.

Hugmyndin er að blogga eitthvað hérna á komandi vikum, en ég hef sennilega minni tíma til þess en hingað til. Það væri þó gaman að koma einhverjum myndum og sögum á netið. Spurning með að uppfæra heimasíðuna líka. Kominn tími á það. Kannski ég vinni í því í flugvélinni á morgun.

Að gera kvikmynd er mikið verk og það getur svo margt farið úrskeiðis. Þá á ég ekki bara við fótbrot og aðra hluti sem koma í veg fyrir að verkið verði klárað, heldur litla hluti sem gera myndina ekki eins góða og ætlunin var. Þetta var vandamálið í fyrra. Ég skrifaði handrit og leikstýrði mynd, The Small Hours. Sagan var ekki svo slæm, en það var enginn tími til neins. Ég gubbaði út handritinu, sem var svo endalaust í vinnslu, þar á meðal eftir að tökur hófust. Þær hófust reyndar um viku eftir að ég gubbaði upp hugmyndinni. Það var því enginn tími til að gera neitt, plana neitt. Myndin var gerð og margir segja að hún sé góð, en ég var aldrei sáttur. Sagan eins og ég sá hana komst ekki nógu vel til skila og leikurinn rétt náði að vera þokkalegur. Þetta var auðvitað allt mitt, allir sem að myndinni komu stóðu sig sem hetjur. Það var bara enginn tími til að vanda til verks.

Það verður svo sannarlega annað uppá peningnum í þetta skiptið. Við tökum okkur nægan tíma í að ná hverju atriði eins og það á að vera. Ég hef valið leikara með reynslu og tökustaði sem krydda söguna. Þar fyrir utan hefur þessi saga verið skrifuð, endurskrifuð, legið í tunnu og svo tekin upp aftur, yfirfarin og endurskrifuð aftur. Ég hef sem sagt gert allt sem ég get til að þessi mynd heppnist sem best. Nú er bara að nota tökudagana og gera sitt allra besta og vona að svona óvenjuleg saga höfði til einhverra.

Allavega, hlakka til að komast heim. Meira seinna.


Ísland Grátið / Lowest Energy Prices !!

"Skemmtileg" tilviljun að meðan miklar rökræður fóru fram á þessu bloggi var fólk að flagga í hálfa stöng á hálendinu. Það er engin spurning að mikill hluti íslensku þjóðarinnar er á móti frekari stóriðju og stór hluti þeirra sem ekki eru á móti hafa ekki kynnt sér málið.

Ég fann bæklinginn "Lowest Energy Prices" á heimasíðu Draumalandsins. Ég mæli með því að allir lesi þennan bækling og endilega látið vita hvað ykkur finnst. Er verið að stuðla að hagvexti um alla framtíð eða selja Ísland og íslendinga fyrir lægsta verð?

Það verður ekki aftur snúið með Kárahnjúka, en getum við ekki látið hér staðar numið? 


mbl.is Flaggað í hálfa stöng á hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað var Friðrik að segja...?

Eru þetta ekki aðal rökin þegar fólk spyr hvort all þetta ál sé nauðsynlegt? Er ekki alltaf minnst á þoturnar sem fólk notar til að komast til og frá landi? Það er ekki minnst á milljarða kókdósa sem enginn nennir að endurvinna, heldur virðist öll framleiðsla íslensku álveranna fara í farþegaþotur.

Þangað til sú saga er ekki nógu góð lengur því þotur verða ekki smíðaðar úr áli eftir nokkur ár. Nei, þá er sagt "Áhrifin á áliðnaðinn séu hins vegar lítil þar sem flugvélaframleiðsla skýri ekki nema lítinn hluta álframleiðslu í heiminum. Álframleiðendur á Íslandi framleiða ekkert fyrir flugvélaiðnaðinn svo áhrifin á íslenskan markað yrðu hverfandi."

Geta Alcan, Alcoa, Landsvirkjun og allir hinir sem eru svo álþurfi þá staðfest að Ísland er að framleiða ál í gosdósir, eða er sannleikurinn ennþá verri? 


mbl.is Óumflýjanlegt að hætta notkun áls í flugvélaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Disaster Looms...

Góð grein um stórslysið. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband