8.1.2010 | 18:54
Væluskjóða
Er þetta ekki maður sem var fenginn í ráðherrastól utan úr bæ? Átti hann ekki að hafa vit á fjármálum og vera laus við flokkspólitískt bull?
Af hverju er hann orðinn kaþólskari en páfinn? Af hverju er hann að troða umræðunni í svaðið? Af hverju er hann að eyðileggja þetta tækifæri sem við fengum til að byggja betra land?
Er ekki bara málið að hann segi af sér sjálfur fyrst hann er svona ósáttur og láti ríkisstjórnina um að ákveða hvað hún vill gera?
Væluskjóða.
![]() |
Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 17:53
Spurning til Steingríms...
Kæri Steingrímur,
Gott að þú ert í beinu sambandi við kollega þína í Bretlandi og Hollandi. Ef þú komst ekki inn á það í dag, gætirðu þá spurt Wouter Bos af hverju hann heldur því staðfastlega fram í hollenskum fréttum að forsetinn hafi sett Icesave samkomulagið í hættu? Viltu spyrja hann af hverju hann heldur því fram að íslendingar hafi ákveðið að borga ekki krónu? Hann er nefninlega að segja það við landa sína. Ég hef það á tilfinningunni að hann sé að upphefja sigg á okkar kostnað, að veiða atkvæði með því að sverta okkur.
Takk fyrir að taka þetta til greina.
![]() |
Steingrímur til Bretlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2010 | 10:14
Mjálm, væl, bull...
Voðalegt mjálm er þetta. Málið snýst alls ekki um hvort borgað verður, heldur skilmálana. Á að sökkva landinu og stela auðlindunum ef við upplifum ekki þúsund prósenta hagvöxt strax, eða á að borga eftir getu? Ef við borgum eftir getu, borgum við. Ef við erum þvinguð til að borga, hvort sem við erum á hausnum eða ekki, munum við ekki borga. Getum það ekki. Kannski að Rás Fjögur hafi þá rétt fyrir sér, en bara öfugt?
Allt sama bullið, mjálmið og lygi út um allt. Er það nema von a fæstir skilji þetta mál?
PS, gott að vera farinn að blogga aftur...
![]() |
Ekki lengur spurning um hvenær heldur hvort |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 11:13
Ef ég væri...
Fólk sem eitthvað veit um mig veit að ég hef stundum tuðað yfir að vera að rolast í útlandinu. Oft er fínt að vera fjarri ruglinu heima, en það er sennilega oftar sem ég pirrast yfir að vera ekki heima. Er alltaf að missa af einhverju. Nú er ég að upplifa þannig tilfinningu.
Ef ég væri á Íslandi, myndi ég örugglega taka þátt í þessu. Strengja áramótaheit á stundinni, kaupa mér skó og úlpu og skella mér í Ferðafélagið. Sjá hvað úthaldið yrði. Hvað myndi ég þola mörg fjöll? Hvaða áhrif hefði svona ár á líf manns? Hvernig myndir gæti ég tekið af landinu? Hvernig fólki myndi ég kynnast?
En ég er ennþá að rolast í útlandinu. Óska bara ferðafélagsfólki til hamingju með skemmtilegt verkefni.
![]() |
Ætla að ganga á 52 fjöll á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.12.2009 | 16:02
Gleðilegt ár?
Ætla ekkert að kommenta á heimsfréttirnar frá árinu 2009. Það vita allir að Samfó gerði allt til að selja okkur ESB, að VG sveik öll loforð, að Framstæðisflokkarnir þvoðu af sér alla sekt vegna hrunsins og létu eins og það kæmi þeim ekki við, að enginn sem máli skiptir hefur verið dreginn til saka, að forsetinn sem setti það fordæmi að ekki þyrfti að skrifa undir öll lög virðist ætla að skella við skollaeyrum þegar þjóðin grátbiður um að hlustað sé. Við vitum líka að Landsbankinn er galtómur og Icesave verður skellt á þjóðina. Við vitum að Wouter Bos vill endilega breyta bankakerfi Evrópu svo að lönd lendi ekki í vanda, komi til kerfishruns. Það segir hann við hollendingana sína, meðan hann snýr upp á handlegg íslensku þjóðarinnar. Gordon Brown borgar innistæðueigendum sem greitt hafa í breska ríkskassann, en ekki öðrum. Íbúar Isle of Man fá ekkert þegar banki hrynur, því þeir heyra undir krúnuna, ekki þingið, og hafa því ekki borgað skatta í Bretlandi. Það virðist þó ekki stoppa hann í að krefja íslendinga um greiðslu, þótt bretar hafi yfirleitt ekki verið að borga skatta á íslandi.
2009 var skemmtilegt ár fyrir Ísland.
Það var líka stórfínt hér. Stærsta verkefni sem ég hafði unnið að var sett á hilluna. Ekki opinberlega. Það bara gerðist ekkert. Engin hljómleikamynd var gefin út. Mér leiddist meira í útlandinu en nokkru sinni. Klúðraði kannski soldið sjálfur og hef endað í einhverju svartholi í árslok. En það er bara eins og lífið er. Upp og niður. Hef þó það sem þarf til að gera 2010 frábært ár. Allavega þegar fer að líða á. Þekki fólk sem ég þekkti ekki eða þekkti lítið sem mun hjálpa mér að lyfta mér á hærra plan. Veit hvað ég vil og vil ekki. Það er allavega ágætis byrjun, ekki satt?
Stundum þarf að brjóta allt niður og byrja upp á nýtt.
Vér óskum landsmönnum öllum gæfu og hamingju á nýja árinu. Megi það verða betra en það sem á undan er gengið.
![]() |
Völvan spáir spennandi tímum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2009 | 16:41
Gleðileg Jól
Það þarf víst litla menntun í þau störf sem stjórnin vill að landinn starfi í framtíðinni. Gullöldin er liðin. Við tekur verksmiðjuvinna öreyganna. Eða hvað?
GLEÐILEG JÓL frá mér. Ekki koma þau frá rískisstjórninni.
![]() |
Kvöldskólagjöld þrefaldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2009 | 09:56
Ha?
Ja hérna...
GLEÐILEG JÓL
Sjáumst á bókinni.
![]() |
Facebook-skilnuðum fjölgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2009 | 19:17
Vorir Skuldunautar?
Ef skuldir ríkja heims aukast um 45% á þremur árum, hver á þessar skuldir? Hver er að lána þessa peninga? Hver er að græða á kreppunni? Hver er að þéna mörgþúsund milljarða á kreppunni?
Ekki eru það bankarnir sem vældu út ríkisaðstoð korteri eftir samdrátt. Bankarnir sem höfðu synt í hagnaði árin á undan...
![]() |
Skuldir ríkja heims aukast um 45% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2009 | 16:34
Geðveiki
Ísland var eitt síðasta land í heimi sem viðhélt kommúnísku paranojunni í garð áfengis. Selja þetta eitur nógu dýrt og það er hugsanlegt að það verði ekki alveg allir alkar fyrir tvítugt. Það má allavega gefa þeim það að bjórinn var kældur niðrí bæ þangað til pólitíkusar í landi á barmi gjaldþrots fóru að mjálma yfir því. Höfðu víst ekkert annað að gera, elskurnar. Þetta er bara svo heimskt. Áfengi var alltaf selt í einokunarverslun ríkisins, var spes vara, sérstakt, tabú, dýrt. Eitthvað sem lítið og áhrifagjarnt fólk getur ekki látið eiga sig.
Hvað vinnst með háu verði á áfengi? Ekkert. Fólk kaupið þetta dýrum dómum og fer því sem næst á hausinn við að fá sér vín með matnum, það eyðir aleigunni í þetta ef það á í einhverjum vandræðum eða kaupir sér sprútt. Landinn er fínn þangað til annað kemur í ljós. Við erum að ala krakkanu upp í að misskilja áfengi, þau hafa ranghugmyndir, skilja það ekki, verða alkarnir sem við óttumst svo.
Jújú, látum helvítis alkana borga fyrir útrásina. Látum alla borga fyrir IMF bullið og ESB austurinn. Hvað sem við gerum, snertum ekki hár á höfði þeirra sem stóðu að hruninu. Skattleggjum bara alla í botn þangað til þeir vinnandi láta sig hverfa til Noregs eða Nepal. Skiptir ekki máli meðan það er ekki skerið.
Ég elska Ísland en mikið ofboðslega fara íslenskir stjórnmálamenn í taugarnar á mér.
![]() |
Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2009 | 11:46
McDeath
Wall-Mart mun ekki taka neitt af okkur. Þeir bjóða ekki upp á persónulega þjónustu.
Er þetta kannski það sama og veitingahúsaeigendur sögðu þegar McDonalds var að byrja? Var þetta viðmótið hjá kaupmanninum á horninu þegar stórmarkaðir fóru að spretta upp?
Það kostar morð fjár að hrökkva. Það eru serimóníur, kistur, blóm og annað tilfallandi sem gerir það að verkum að hinn almenni borgari hefur ekki efni á að deyja. Þar sem þetta er óumflýjanlegt og eitthvað sem maður getur víst ekki hummað fram af sér, eru jarðarfaratryggingar big business hér í Hollandi.
Stundum er það ekki þjónustan sem við þurfum, heldur lægri verð. Ef hægt er að bola manni ofan í kistu og holu fyrir 80% lægra verð, munu margir láta þjónustuna eiga sig.
Eins og írarnir segja ef þeim er virkilega vel við þig, "I wish you a good death".
![]() |
Wal-Mart hefur sölu á líkkistum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |