29.5.2009 | 21:22
Myndbandið þýska
Hvað gerir fólk sem hefur ekki tíma til að skipta um nærbuxur nema einu sinni í viku? Hefur ekki efni á bút í þær slitnu? Það fólk klárar klippingu á hljómleikamynd, tekur upp aðra, þýðir handrit og tekur að sér að gera myndand fyrir súkkulaðibita. Julia A. Noack er bara svo fín, enda Berlíner.
Hér er afraksturinn, ferskur úr ofninum. Kíkið endilega í HD ef púddan ræður við...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.5.2009 | 21:09
Brugga bjór
Þetta er soldið vesen svo sumir láta landann duga, en bjórinn er alltaf góður.
![]() |
Álögur á eldsneyti og áfengi hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 08:02
Hrunið rétt að byrja?
Það eru ekki bara læknar sem munu láta sig hverfa. 18.000 atvinnulausir með lán sem hækka með hverri afborgun munu skilja lykilinn eftir í skránni þegar þeir fara úr landi. Við viljum ekki styggja útlendingana því án útflutningstekna erum við ekkert, en erum við ekki að leggjast lægra en 14 ára stelpa á heróíni?
Við getum ekki borgað Icesave. Við getum ekki heldur borgað 350 milljarða afglöp Seðlabankans frá því korteri fyrir hrun. Afskrifum það, eða reynum allavega að semja um hvað skal greiða. Að taka þetta á sig gerir ekkert annað en að steypa okkur í skuldir sem við ráðum ekki við. Gleymum ESB í bili. Innganga yrði í fyrsta lagi eftir 2-3 ár og evran kæmi mikið seinna. Þegar það er allt komið í gegn verður enginn eftir til að borga skuldirnar sem við tókum á okkur. Nema kannski fatlaðir og gamalmenni sem komast ekki úr landi.
IMF (neita að nota íslensku skammstöfunina því þessi stofnun á ekkert erindi á Íslandi) vinnur ekki að uppbyggingu íslenska efnahagslífsins. IMF hefur það markmið að fá íslendinga til að greiða eins mikið af skuldunum til baka og hægt er. Þeir eru ekki að vinna fyrir okkur. 3-6faldir vextir á við nágrannalöndin eru ekki til þess gerðir að koma atvinnulífinu í gang aftur. Það er verið að mjólka íslenska lántakendur eins og mögulega hægt er. Fyrirtæki og einstaklinga. Fyrirtæki geta ekki rétt úr sér meðan þau eru að borga skatt til erlendra auðhringa. Að stofna fyrirtæki á Íslandi hefur ekkert upp á sig. Fjölskyldur geta ekki komið sér út úr skuldafeninu meðan höfuðstóll lána hækkar við hverja afborgun, ofan á vexti sem þekkjast hvergi nema hér.
Ég var að skoða fasteignasíðu MBL. Ódýrasta íbúðin í Reykjavík kostar um 10 milljónir. Fyrir 18 milljónirnar sem var lágmarksverðið fyrir ári, er hægt að fá yfir 100 fermetra 4 herbergja íbúð með útsýni yfir sundin blá. Ég reiknaði út lán á 13 milljóna króna íbúð og fékk yfir 80.000 á mánuði, og það fór hækkandi vegna ofurvaxta og verðtryggingar. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp, sérstaklega hjá þeim sem keypu sér íbúð eftir miðjan áratuginn.
Ísland er ekki að virka. Það gerist ekkert með því að tala kurteysislega og passa sig á að móðga engan. ESB er ekki töfralausn, allavega ekki skammtímatöfralausn. Það eru skammtímalausnir sem við þurfum, áður en vinnufæra fólkið lætur sig hverfa. Við erum fámenn þjóð og það munar um hverja 1000 íslendinga sem flytjast úr landi. Þegar skriðan er farin af stað, verður erfitt að snúa við. Hvar verðum við þá eftir 10 ár eða 20? Vakni stjórnvöld ekki strax, má gera ráð fyrir að hrunið sé rétt að byrja.
![]() |
Læknar flýja kreppuland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2009 | 18:37
Grotn
Í vetur var ég á því að þetta ætti að klára. Nú er óöldin önnur. Þetta hús er tákn bruðls og geðveikislegrar veraldarhyggju og hefur ekkert með list að gera. Alvöru listamenn þurfa ekki milljarðabyggingu, þeim líður ekki vel í 100.000 króna hótelherbergjum. Þetta hús var ekki byggt fyrir listamenn. Það var byggt fyrir ráðstefnugesti með silkibindi sem kosta álíka mikið og bíllinn minn.
Þetta hús er tákn hugsunarháttar sem kemur vonandi ekki aftur, þar sem jeppinn skipti meira máli en amma, þar sem krakkinn flæktist fyrir og var látinn halda kjafti með nýjum iPod, PSP eða einhverju öðru sem var orðið úrelt eftir viku. Þetta hús á að fá að standa í núverandi mynd og grotna rólega niður. Leyfum hafinu að éta það. Þangað til mun það minna okkur á hvað það er sem virkilega skiptir máli.
![]() |
Deilt um tónlistarhús á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2009 | 08:34
Græni Risinn
20.5.2009 | 07:22
Flís
Mikið er ég sammála stílistanum. Landið er að fara á hausinn og fólk lætur sér detta í hug að klæðast flís! Það vita allir að fólk sem klæðist gömlum kókflöskum vinnur ekki eins vel og hugsar ekki eins skýrt og þeir sem klæðast jakkafötum og drögtum.
Fötin skapa manninn. Eða var það öfugt?
![]() |
Vill ekki sjá flíspeysur og grámyglu á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2009 | 05:45
Já og nei
Kvótakerfið er klúður frá upphafi til enda. Það brennur á fólki og fátt annað en alger uppstokkun dugar til að leiðrétta þetta næst stærsta klúður í sögu lýðveldisins.
ESB brennur ekki á fólki. Hrunið brennur á fólki. Samfó fékk trúboðafylgi. Samfó kom að hruninu, þvoði hendur sér og sýndi okkur veginn til lausnar eins og hvítklæddur trúboði í Afriku. Það tókst furðulega vel. Fólk klofaði yfir gluggapóstinn sem inniheldur fleiri núll en áður, meðal annars vegna mistaka Samfó, til að fara og kjósa Samfó.
Til hamingju Samfylking. Ekki gleyma hvers vegna þið unnuð. Ekki vegna þess að fólk treystir ykkur til að koma okkur í ESB, heldur vegna þess að fólk treystir Sjálfstæðisflokkinum ekki og þorir ekki að kjósa lengra til vinstri. Fylgið ykkar er óánægjufylgi, svo það er eins gott að halda kjósendunum ánægðum. Þið gerið það með því að taka á hruninu og afleiðingum þess, ekki tala endalaust um ESB sem einhverja töfralausn.
Göngum við í ESB við þær aðstæður sem nú eru, verður kvótakerfið þriðja stærsta klúður lýðveldisins.
![]() |
Ólína: Kvótakerfið og ESB brenna á fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2009 | 04:21
Ísland Framtíðarinnar?
Maður er kjaftstopp. Það er fjórar ástæður fyrir því.
1. Það eru varla til hús í Reykjavík sem eru meira en nokkurra ára gömul. Verði gamli miðbærinn "uppfærður", eigum við ekkert eftir.
2. Það er ekki pláss í miðbænum fyrir "glæsibyggingar", bílastæði og umferðaræðar sem þær þarfnast.
3. Þurfum við virkilega meira af "glæsibyggingum", glæsibílum, glæsi þessu og glingur hinu? Hvað er að hja okkur? Ég er ekki að segja að við eigum að fara aftur inn í moldarkofana, en þetta nýríkisbull er farið út í öfgar.
4. Þetta er verst. Löggan virðist vera að vinna skítverkin fyrir verktakann eða einhvern í kring um hann. Þessar aðfarir eru algerlega út úr kortinu. Ættu kannski við í lögregluríki þar sem fólk er skotið á færi fyrir að hlýða ekki. Þetta er ekki Íslandið eins og ég þekkti það. Ekki Íslandið sem ég vil koma heim til. Hvert erum við að fara? Verðum við fangar einhverra afla sem við höldum að séu búin að vera? Þetta er þá allavega stofufangelsi, því sætin okkar eru mjúk.
Vona að ég sé að meika sens. Er að verða of seinn í vinnu, svo ég hef ekki tíma til að lesa þetta yfir of lagfæra. Vil bara biðja fólk um að fylgjast með. Ekki leyfa Íslandi að verða að einhverju lögregluríki. Við vitum hver við erum, inni við beinin. Við erum betri en þeir. Eða hvað?
![]() |
Fékk hland fyrir hjartað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2009 | 14:25
Til Lengdar
Kerfið okkar og alls heimsins er gallað. Það þarf hagvöxt til að þrífast. Til að hagvöxtur geti átt sér stað þarf að kaupa meira, framleiða meira, nota meira hráefni. Ganga frekar á það sem jörðin hefur að bjóða. Þetta er enginn nýr sannleikur, en þetta gleymist. Hagvöxtur gengur ekki. Okkur vantar eitthvað annað.

![]() |
Hagvöxtur þarf að vera 4,5% á ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 20:15
Þekking eða peningar?
Surtsey hefur verið notuð til að sjá hvernig lífríki þróast. Hvernig plöntur stinga rótum, hvaða dýr láta sjá sig. Þetta hefur verið viðurkennt í næstum fimmtíu ár. Surtsey hefur fengið að þróast og kenna okkur í næstum hálfa öld, en nú á að fara að græða á henni. Eða redda hruninu. Eða eitthvað. Veit ekki.
Sú þekking sem tapast við ferðamannatraðk er meira virði en nokkrir hundraðþúsundkallar sem fara í að borga vextina af IMF láninu hvort eð er.
Íslendingar, reynið að hugsa svona einu sinni.
![]() |
Vill fá að flytja ferðamenn í Surtsey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |