26.2.2012 | 10:16
Framsal Ríkisvalds?
Stjórnarskrármálið er orðið að frasa, eins og svo margt annað í íslenskri stjórnsýslu. Síðustu þrjú árin hafa einkennst af klúðri á klúður ofan. Það eina sem núverandi stjórn hefur sér tl málsbóta er að fyrri stjórnir voru enn verri.
Við verðum að fara að klára þetta mál. Koma nýrri stjórnarskrá á koppinn. Eða hvað? Ég hef ekki lesið hana alla. Mun gera það fljótlega, en ég man að þegar ég rann yfir hana á sínum tíma hnaut ég um eina greinina. Trúði varla eigin augum.
111. gr. Framsal ríkisvalds
Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.
Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.
Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.
Í fyrsta lagi finnst mér að framsal ríkisvalds megi ekki vera leyfilegt. Viljum við gera það í framtíðinni, ætti að þurfa stjórnarskrárbreytingu. Þessi grein er eins og sérpöntuð af Samfylkingunni svo þau geti komið okkur í ESB tiltölulega vandræðalaust. En skoðum þennan texta.
Okkur er heimilt að framselja ríkisvald alþjóðastofnunum. Við gætum þess vegna gengið NATO á hönd. IMF er alþjóðastofnun, ef maður teygir hugtakið. Hvalveiðiráðið er alþjóðastofnun, sem og Asíubandalagið og NAFTA. Það má ganga að því vísu að hugtakið verði teygt þegar einhver þrýstihópurinn vill tilheyra einhverjum klúbbnum.
Framsal ríkisvalds skal vera afturkræft? Ef við afsölum okkur sjálfstæðinu, höfum við ekkert um það að segja. Við ráðum okkur ekki sjálf. Önnur setning í greininni fellur því um sjálfa sig.
Það má segja að þjóðaratkvæðagreiðsla sé öryggisventillinn, en er það svo? Segjum að Kína vilji innlima Ísland og það sé fólk hér á landi sem hafi áhuga á að koma okkur þar inn. Hversu erfitt verður að snúa þjóðinni? Við erum svo lítil að það þyrfti ekki nema einhverja skiptimynd til að múta okkur. Segjum að Kína byggi glæsilegt sjúkrahús, borgi upp Hörpuna, lofi að borga upp skuldir landsins og bora göng í gegn um öll fjöll landsins? Klink fyrir þetta stórveldi. Það er erfitt að standast slíkt boð. Hvað myndi þjóðin kjósa?
Og hverjar eru líkurnar á því að Kína leyfði okkur að öðlast sjálfstæðið aftur, eins og við segjumst eiga rétt á í setningu númer tvö?
111. grein hefur auðvitað ekkert með Kína, IMF eða NATO að gera. Hún er alveg örugglega hönnuð sem farmiði inn í ESB. En hana má misnota á svo marga vegu að ég get ekki stutt nýju stjórnarskrána óbreytta.
Ég vona að dagarnir fjórir í mars verði vel nýttir.
Furða sig á farvegi stjórnlagamálsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2012 | 11:49
Er þetta virkilega eitthvað sem við viljum ganga í?
Evrópa er ríkasta svæði í heimi. Þó leggjumst við svo lágt að heimsækja þriðjaheimsríki og biðja um peninga? Kína er á barmi hruns og við mjálmum í þeim að styðja Evrópu í krísunni?
Er ESB gengið af göflunum? Er ekki snefill eftir af sjálfsvirðingui hjá þessu fólki? Skilja þessir "háu herrar" ekki að ef Kína fer að fjármagna einhverskonar gervibata - því án uppstokkunar kerfisins erum við ekki að leysa neitt - vilja þeir hafa eitthvað um evrópumál að segja? Trúum við virkilega að kínverjar muni hjálpa okkur af því þeir eru svo góðir í sér? Viljum við að ríki sem drepur þegnana án dóms og laga*, leyfir barnaþrælkun og gefur skít í mannréttindi yfirleitt hafi eitthvað með okkur að gera? Viljum við gefa Kína höggstað á okkur?
Svo er þetta skemmtilegt. "Barroso gerði lítið úr mótmælum og verkföllum í einstökum evruríkjum vegna efnahagsástandsins og sagði að það væri réttur fólks að mótmæla í opnum samfélögum." Auðvitað gerir hann lítið úr þessu, því Brussel elítunni er skítsama um hvað fólki finnst. Evrópustórnarskráin er gott dæmi. Þegar fólk í nokkrum evrópulöndum hafnaði henni, var nafninu breytt í Lissabonsáttmála og sett í lög. Það þarf nefninlega ekki að kjósa um einhvern sáttmála. Og þegar ekki er hjá kosningum komist, er kosið aftur og aftur þar til rétt niðurstaða fæst. Svo aldrei meir.
Ísland hefur ekkert í þetta samband að sækja. Ekki í bili allavega. Fyrst verðum við að taka til heima hjá okkar, koma efnahaginum í þokkalegt horf. Það getur ekki verið gott að setjast að samningaborðinu með allt niður um sig. Hvernig eigum við að geta samið um nokkurn skapaðan hlut í þeirri stöðu sem við erum nú? Svo er ágætt að bíða átekta þar til róast um evruna og ástandið almennt innan ESB áður en við ákveðum að ganga í sambandið.
ESB er ólýðræðislegt og smáríki hafa sama og engin völd. ESB málið hefur orðið til þess að núverandi stjórn hefur klofnað og ekki komið brýnari málum í verk.
Tökum þessu rólega. Vinnum í okkar málum og fylgjumst með ESB úr fjarlægð. Okkur liggur ekkert á.
* Sjá þessa frétt. Vara við myndum sem geta komið fólki úr jafnvægi. http://barbadosfreepress.wordpress.com/2008/10/03/would-bussa-have-accompanied-barbados-chief-justice-and-prime-minister-to-chinese-embassy-celebration/
ESB þróast áfram þrátt fyrir krísuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2012 | 16:12
Glópagull
Efnahagskerfi heimsins hrundi haustið 2008. Ísland og fleiri ríki fundu fyrir því af hörku á meðan sum sluppu tiltölulega vel. En þetta er ekki búið. Dollarinn er veikur, evran riðar til falls. Báðir gjaldmiðlarnir hafa fallið um allavega fjórðung á liðnu ári. Kreppan er ekki búin, því það er ekki verið að ráðast á rót hennar. Ríki heimsins hafa aldrei verið skuldugri en einmitt núna og það sér ekki fyrir endann á lántökunum. Kreppan er rétt að byrja, nema við stokkum kerfið upp. Það er ekki að gerast.
Erlendir kaupmenn reyna að hafa eðalmálma af íslendingum. Hér úti í heimi er þetta ekkert öðruvísi. Við höfum fengið sömu auglýsinguna inn um bréfalúguna af og til síðasta árið. Eigið þið gull sem þið viljið selja? Við greiðum hæstu verðin! Gullverð er í hæstu hæðum, en þó vilja þeir sem vitið hafa á þessum málmum ólmir kaupa það. Og borga vel fyrir. Merkileg tímasetning.
Þeir vita nefninlega að ef allt fer sem horfir, verða peningar eins og við þekkjum þá verðlitlir eftir einhver misseri. Þegar stærstu gjaldmiðlar heims riða til falls og ríkisskuldabréf og verðbréf eru of áhættusöm, er öruggast að fjárfesta í alvöru hlutum. Ekki peningunum sem eru bara tölur í tölvu og hafa enga eiginlega merkingu, ekki hlutabréfum sem geta fallið um tugi prósenta á örskömmum tíma. Nei, fasteignir og eðalmálmar eru öruggasta fjárfestingin. Eðalmálmarnir eru bestir, því þeir eru færanlegir.
Það er ekki gott ef menningarverðmæti eru að hverfa úr landi og eru eyðilögð í einhverri bræðslu. En burtséð frá því, er gott að hugsa málið til enda. Ef þeir sem vit hafa á eðalmálmum vilja ólmir kaupa þá þegar verð er í hámarki, ættu viðvörunarbjöllur að hljóma í hausnum á okkur.
Skart stöðvað á leið úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2012 | 21:26
Styður Jésú ritskoðun?
Snorri í Betel er kominn í klandur eina ferðina enn. Hann virðist eiga eitthvað erfitt með að sætta sig við að allir eru ekki eins. Samkynhneygðir mega ekki vera samkynhneygðir í friði fyrir honum.
Hann reyndi að krafsa sig upp úr kviksyndinu á bloggsíðunni sinni. Ég setti inn athugasemd. Eins og oft vill vera með ofurkristið fólk, var hún ekki birt samstundis. Hann hefur ákveðið að athugasemdir skuli fyrst skoðaðar og samþykktar áður en þær birtast. Þar sem ég var ósammála honum, birtist mín ekki.
Snorri mælir í Jésú nafni, segir hann. Ég geri því ráð fyrir að Jésú styðji ritskoðun.
Eigum við þá ekki að láta það eftir Snorra að ritskoða það sem okkur er ekki þóknanlegt? Mér sýnist foreldrum barnanna sem hann kennir ekki vera skemmt. Meirihluti þjóðarinnar er ósammála Snorra, svo það væri rökrétt að birta engar fréttir um hann og hans skoðanir. Þegja hann í hel.
Nei, það er ekki okkar að ákveða hvað fólki finnst og hvernig það lifir sínu lífi. Það er ekki okkar að segja fólki hvaða skoðanir það skal hafa. Fólk eins og Snorri gerir lítið úr kristinni trú svokölluðum kristilegum kærleik og umburðarlyndi. Helvíti hart ef ég, trúleysinginn, er umburðarlyndari en maður sem mælir í Krists nafni. En hann um það.
Ég get ekki séð að það komi honum við hjá hverjum fólk sefur. Hann má trúa því að hommar fari til helvítis. En mikið væri það gott ef hann héldi þessu rugli fyrir sig og væri ekki að hræða skólakrakka með sögum af vítislogum og guði sem hatar þau.
Æfir vegna skrifa um samkynhneigð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.2.2012 | 16:11
Hryðjuverk?
Arion Banki ber fyrir sig hryðjuverkum. Að fái hann ekki að njósna um landsmenn, geti þeir stutt við bakið á hryðjuverkastarfsemi.
Mér hefur sýnst á undanförnum árum að bankarnir, ekki síst þessi, séu að fremja stærsta hryðjuverk sem íslendingar hafa orðið fyrir. Bankarnir tóku stöðu gegn krónunni. Þeir spiluðu fjárhættuspil með fé landsmanna. Þeir settu þjóðina á hausinn og græða nú á tá og fingri.
Maður þarf ekki að sprengja eitthvað í loft upp til að eyðileggja samfélag.
Hafi ég rangt fyrir mér, vil ég endilega heyra það.
Setur dagsektir á Arion banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2012 | 15:43
Gefum vínsölu frjálsa!
Ég er eiginlega orðlaus, en ætla samt að pikka inn smá færslu.
Á Íslandi er áfengi litið hornauga. Þetta er bölvaldur, bakkus er harður húsbóndi, við drepumst öll úr alkóholisma ef þetta helvíti er ekki bannað!
Ef maður skoðar tölur, kemur eitthvað allt annað í ljós. Samkvæmt AA samtökunum eru hvergi fleiri hjálparhópar á haus en á Íslandi. 800 á milljón, á móti 0.6 í Portúgal, sem er með fæstu hópana. Portúgalar drekka 2 1/2 lítra á móti hverjum lítra okkar íslendinga. Þeir virðast kunna á áfengi, á meðan við gerum það ekki.
En svo ég tali bara af reynslunni. Ég bý í Hollandi. Hér er bjór og léttvín selt í matvöruverslunum. Kassi af bjór kostar u.þ.b. átta evrur. 24x30cl flöskur. Þetta er Heineken, ekki sá ódýrasti. Mig minnir að Lidl selji þýskan bjór, 24x33lc, á fimm evrur. Flaska af rauðvíni frá þremur evrum. Sterk vín eru seld í vínbúðum. Viskíflaskan kostar frá 12-13 evrum og upp. Samkvæmt heimspekilegum vangaveltum lífhræddra íslendinga ættu allir að vera ælandi í ræsinu hér, dauðadrukknir og lagstir í gröfina um fimmtugt. Það er auðvitað fjarstæða. Fólk drekkur meira magn hér en á Íslandi, en það dreyfist yfir vikuna. Bjór eftir vinnu og rauðvínsglas með matnum safnast saman. Íslendingar drekka örlítið minna, en demba öllu í sig á djamminu um helgar. Maður spyr sig, hvort ætli sé verra fyrir heilsuna?
Það er reyndar margsannað að 1-2 glös af rauðvíni á dag er gott fyrir skrokkinn. Það getur komið í veg fyrir hjartakvilla og skerpir hugsun.
Er ekki kominn tími á að íslendingar skríði upp úr holunum sem hræddir bindindismenn grófu fyrir 100 árum? Hættum að væla, hjálpum þeim sem ekki kunna að fara með áfengi og látum hina vera. Njótum þess að fá okkur ískaldan bjór eftir vinnu og gott rauðvinsglas með matnum. Leyfum matvöruverslunum að selja áfengi á eðlilegu verði og njótum lífsins.
Áfengi hættulegasta eiturlyfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2012 | 07:52
Fari IMF og spillingarpakkið fjandans til!
Það mátti loka Þjóðleikhúsinu og öðrum menningarstofnunum, en bankarnir skyldu fá sitt? Ef þetta sýnir ekki geðveikina, að peningamafían er á annarri plánetu en við hin, þá veit ég ekki hvað ætti að gera það. Íslendingar byggðu upp menningarlíf sem fáar þjóðir geta státað af. Íslenskar bókmenntir, leiklist, myndlist, tónlist. Er þetta minna virði en peningar?
Pabbastrákarnir fóru í útrás í boði spillingarhunda í embættismannakerfinu. Þeir spiluðu af sér og töpuðu öllu, eins og þeir væru dauðadrukknir unglingar á sóðabar i rauðu hverfi í einhverri hafnarborginni. Svo koma dólgarnir sem notfærðu sér heimsku pabbastrákanna og vaða um allt á skítugum skónum.
Svo heyrum við endalausar fréttir af því hvað IMF (ég segi enn IMF, neita að íslenska nafnið á þessum glæpasamtökum) finnst þjóðir heims eigi að gera. Herða sultarólina. Borga meiri skatta. Skera niður þjónustu. Drepa gamalmenni með því að leyfa því að frjósa í hel, afskiptalaust. Segja okkur að kyngja því að nú er kreppa og að hún er pínulítið okkur að kenna en að feitu grísirnir með bindin séu nú alveg að reyna að bjarga okkur. En taka þeir sjálfir nokkurn tíma ábyrgð? Nei, auðvitað ekki. Þeir setja allt á hausinn, koma svo og sópa allt til sín.
Er ekki komið nóg af arðráni og spillingu. Eins og einhver ímynduð tala á einhverjum bankareikningi, sem eiginlega er ekki til ef maður spáir í það, sé mikilvægari en leikhús, söfn, listir og menning? Þvílík sturlun!
Ég þakka núverandi stjórnvöldum fyrir að hafa þó haldið skítugum IMF krumlunum frá menningarstofnununum sem þjóðin hefur byggt upp á áratugum. Hún má þó eiga það.
AGS vildi loka Þjóðleikhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2012 | 22:19
Fólk pyntar fólk.
Stundum les maður fréttir sem fær blóðið til að sjóða. Pyntingar á börnum er það ógeðslegasta sem hægt er að hugsa sér. Ég vona að Assad og aðrir með jafn viðbjóðslegt innræti mæti þeim örlögum sem þeir eiga skilið.
Því miður er það þó svo að maður er farinn að taka öllum svona fréttum með fyrirvara. Ekki að ég efist um að þetta sé að gerast, að sýrlensk börn séu tekin, brennd með sígarettum, gefið raflost og fleira. Að æsku þeirra sé rænt. Ég efast ekki um að svipaðir hlutir gerist í mörgum löndum, um allan heim. Svona fréttir koma bara svo oft upp vegna þess að vesturlönd vilja fara í stríð við viðkomandi land. Vonum að það sé ekki málið hér.
Þegar yfirvöld standa fyrir morðum og pyntingum, þurfa þau hjálp einstaklinga sem eru tilbúnir til að framkvæma voðaverk sem venjulegt fólk getur ekki ímyndað sér. Þetta gerist yfirleitt í nafni einhvers guðs sem fólk telur gefa sér einhvern rétt til að homa fram við aðra af algerri vanvirðingu því þeir aðhyllast ekki sömu hjátrú. Þetta gerist líka vegna óttans við einhvern leiðtoga. Maður er hlekkur í keðju og þorir ekki að fylgja samviskunni vegna þess að þá eru einhverjir bitlingar teknir af manni, eða að refsingin við að óhlýðnast er samviskunni yfirsterkari. Það er betra að pynta börn, en að eiga það á hættu að lenda á svarta lista yfirvalda. Stundum er það geðveiki sem fær fólk til að pynta og drepa, stundum meðvirkni og stundum ótti.
Bradley Manning á að hafa lekið skjölum sem voru svo birt af Wikileaks. Skjölum sem sýndu að hermenn bandamanna voru ekki alltaf að berjast við vondu kallana fyrir hin góðu öfl. Þau sýndu að hermennirnir okkar, sem við sendum til Íraks, Afganistan og Lýbíu með samþykki okkar, voru kerfisbundið að myrða og pynta óbreytta borgara. Skjölin sýndu að við erum ekki góði kallinn. Við erum nasistarnir sem stilltu fólki upp við vegg og skutum það fyrir minnstu sakir, rómverjarnir sem útrýmdu heilu þorpunum ef þau voru ekki til friðs. Við vorum innrásarherinn og við höguðum okkur þannig. Allt gerðist þetta í okkar nafni, því íslendingar samþykktu þessi stríð.
Hann á að hafa lekið þessum skjölum og var því hnepptur í gæsluvarðhald. Honum var haldið vakandi í 23 tíma á dag, hann fékk ekki að tala við neinn nema lögfræðing, hann fékk enga ábreiðu í pínulitla klefanum. Hann var pyntaður, niðurlægður og brotinn niður andlega. Haldið í þessu ástandi í hálft annað ár án þess að vera ákærður. Pyntaður án dóms og laga.
Bandaríkjamenn hafa reynt að þaga tilvist hans í hel síðan málið kom upp. Fæstir sem ég tala við hafa nokkra hugmynd um hver Bradley Manning er, þaðan af síður af hverju þau ættu að vita af honum. Þegar minnst er á hann í fjölmiðlum, er oft tekið fram að hann sé hommi, eins og til að gera minna úr málinu. Snúa því upp í hálfgert grín, beina umræðunni annað.
Af og til koma svo fréttir sem fá mann til að brosa og trúa á mannkynið.
Í dag tók Hreyfingin stórt skref þegar hún tilnefndi Bradley Manning til friðarverðlauna Nóbels. Hvort hann fái verðlaunin er erfitt að segja, en þetta mun auka umfjöllun um hann í heimspressunni. Fólk mun hugsanlega heyra af honum í fyrsta sinn, skilja af hverju hann hefur verið í haldi án dóms og laga og sjá að heimurinn er ekki endilega eins og okkur er talin trú um. Að við séum ekki endilega góðu kallarnir, að það sé ekki hægt að fara í stríð til að halda friðinn, að ástæðan er ekki að viðhalda mannréttindum og bjarga þjóðum heimsins frá illum einræðisherrum. Að það hangi alltaf eitthvað á spítunni þegar ríki fara í stríð. Kannski að fólk fari að skilja að fyrsta fórnarlamb hverrar styrjaldar er sannleikurinn. Almennir borgara fylgja svo fast á eftir.
Almenningsálitið endaði Víetnam stríðið. Það getur líka endað stíðið við hryðjuverkin ef fólk veit um hvað það snýst. Án þegjandi samkomulags þegnanna, geta ríki ekki farið í stríð. Án hermanna sem tilbúnir eru til að drepa, yrði ansi fámennt á vígvöllunum.
Hreyfingin er lítill flokkur á Íslandi, en í dag hafði hún mikil áhrif á heimsvísu. Hún sýndi að örfáir einstaklingar geta haft mikil áhrif. Að við skiptum öll máli. Ég óska þeim innilega til hamingju.
Börn pyntuð á skelfilegan hátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2012 | 09:26
Væluskjóður!
Skemmtanaiðnaðurinn hefur verið duglegur að barma sér og hágráta yfir því hvað heimurinn er vondur. Við erum öll þjófar, aumingjar sem viljum allt fyrir ekkert. Stelum öllu steini léttara, svo að tónlistarmenn þurfa að éta það sem úti frýs. Og þeir sjá það sem úti frýs, því þeir eru neyddir til að fara út á götu og glamra á gítarinn í frostinu með hor í nös, vonandi að vegfarendur hendi í þá tíkalli af og til. En við erum þjófar, svo líkurnar á því eru hverfandi. Listamenn eru dæmdir til að deyja úr kulda og hor í þakherbergi, einir og yfirgefnir.
Nú er heimurinn að taka upp ACTA lögin sem leyfa þessum fórnarlömbum þjófanna að fangelsa fólk fyrir að dánlóda myndum, tónlist og hverju sem hugsanlega var skapað af öðru fólki. Það er lögbrot að birta brot úr lagatextum í tölvupóstum og á bloggum. "Imagine no possessions, I wonder if you can" Þar hafiði það. Það eru harðari viðurlög við því að ná sér í eitt lag á netinu án endurgjalds, en að nauðga 13 ára dóttur nágrannans. Hvaða skilaboð er verið að senda? Er heimurinn að verða algerlega sturlaður?
Svo heyrði ég dæmi um að aðstandendur hafi þurft að borga STEFi fyrir að mega góðfúslega spila lög eftir listamanninn látna. Hvert fara þeir peningar? Og ef ég er að klippa myndbönd sem ég tók sjálfur og þarf harðan disk, fer hluti verðsins til STEFs sem makarr fyrst krókinn sjálft og útdeilir afganginum á aumu listamennina sem ekkert höfðu með verkefnið mitt að gera.
En bíddu. Eru listamenn að fara á hausinn? Verður heimurinn tónlistarlaus innan skamms? Svarið virðist vera nei. Meiri tónlist er gefin út nú en nokkru sinni fyrr. Hagnaður er meiri en nokkru sinni. En samt á að taka okkur kverkataki og stinga í steininn. Ég hef ákveðið að verði ACTA að lögum, mun ég hætta að kaupa tónlist og kvikmyndir. Hér er athyglisverð mynd sem sýnir þróunina undanfarin ár. Smellið þar til lesanleg stærð fæst.
Þess má geta að ég hætti að næla mér í forrit þegar Apple setti upp App Store fyrir tölvur. Pages, sem er svipað og Word, kostar 16 evrur. Final Cut Pro, sem áður var 1000 evrur, kostar nú 240. Þetta er málið. Það tekur því ekki að stela þessum forritum, og salan eykst.
Hakkarar réðust á vef ráðuneytis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2012 | 08:27
Fullkomið fyrir mig!
Ég hef verið að leita að svona húsi. Hef ekki verið mjög virkur, því ekki er ég á landinu. En mig vantar svona hús. Hugsanlega þetta hús. Hverjir eru nýju eigendurnir?
Málið er að ég gerði stuttmynd á Íslandi fyrir nokkrum árum, eins og bloggvinir og aðrir kannski muna. Sagan var of stór í stuttmynd, svo ég skrifaði handrit í fullri lengd. Fékk ofsalega jákvæð viðbrögð frá því fáa fólki sem fékk að lesa. Hefði hugsanlega komið verkinu í framkvæmd og gert kvikmynd, ef ég hefði ekki verið að rolast í útlandinu. Hvað gera bændur ef þeir eru langt frá sveitinni sinni? Þeir skrifa sögu, svo ég fór í það að breyta þessu í bók. Hefur gengið ágætlega, þó að daglegt líf eigi það til að flækjast fyrir.
Sagan gerist á nokkrum tímaskeiðum í íslandssögunni. Hér á eftir er upphafskaflinn úr bókinni. Gerist í þessu (eða svipuðu) húsi. Afsakið enskuna, en ég fór víst að skrifa þetta á því tungumáli. Þetta er hugsanlega klúðurslegt, en það er bara þannig með verk í vinnslu.
1947
The storm had been raging all night. Thunderstorms were rare, but tonight was different. Like God wanted to show that he wasnt happy. Like He wasnt ready for the gift He would receive tonight.
The big house was dark, with just a couple of table lamps keeping total darkness away. The entrance was grand. Heavy furniture that had been picked for style rather than function. She was standing on the top of a central staircase, looking like a ghost with her light silk bathrobe. One nostril bleeding, soiling the perfectly white silk. She looked back quickly, saw him approaching and grabbed the heavy wooden rail. She stumbled down the stairs, almost falling. He followed slowly, like he knew she wouldnt get away. One foot reached the floor and she looked back. He was standing at the top of the stairs. Took the first step down. She ran towards the large front door and tried to open it. It was locked. They never locked it. She tried frantically, but there was no point. It was locked and it would have taken an elephant to force it open.
She slowly turned around. He was at the bottom of the stairs now, holding the gun at his hip like a gunslinger from a bad western. It didnt suit him, she thought. He wasnt the gangster type. She looked at the antique bowl on the dresser. He had bought it for her at an auction a few years back. She hadnt liked it. She wasnt into this over-decorated stuff, but now she wanted it more than anything. She needed the contents. The keys. It was just out of reach. If shed run for it, he might panic. She would never make it. Get the keys, back to the door, key in the keyhole, turn, open the door and go outside. No, she had to use reason. See what he wanted. Why he was doing this? Was it for the slender silhouette, smoking a cigarette at the top of the stairs? Nothing had been the same since she arrived.
He looked at the keys and smiled. Smiled, but his eyes were not happy. Moved closer to her. She thought it was a tear in his eyes, but it never came. He wouldnt cry for me, she thought. He wouldnt cry for anything. Not anymore. He had changed.
Her hand moved slowly down her side, finding the pocket of the bathrobe. Her hand slipped into the pocket. He moved closer, raising the gun. Her hand found something. She raised it.
Are you looking for this, dear? she said as a single shot echoed though the hallway.
Hús Hannesar Smárasonar selt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)