24.12.2006 | 22:15
Focus
Í tilefni jólanna hef ég ákveðið að setja inn myndband sem ég gerði fyrir hollenska söngkonu í fyrrahaust. Þetta gerðist svona...
Ég fór á tónleika sem voru kallaðir Live in the Living af því að hljómsveitir komu fram í stofu heima hjá fólki. Ein þeirra sem komu fram var Marike Jager. Röddin var heillandi og ég ákvað að ég yrði að gera eitthvað með henni. Það sem ég er siðvandur maður bauðst ég til að gera myndband við lag af þá óútkominni plötu hennar. Það var slegið til og ég fór að hugsa um hvað myndbandið skyldi vera.
Sagan var samin og við komum okkur saman um tökustaði og daga. Stór hluti var tekinn upp í sandöldum í Soest í mið-Hollandi. Café hlutinn og götuatriðið var svo tekið upp í Amsterdam. Við notuðum líka myndver með bláum vegg til að taka upp sum atriðin, eins og þar sem hún er tvisvar í mynd.
Myndbandið var svo klippt og litað af mér. Ójá, ég lærði tvennt af þessu verkefni. Ekki gera allt sjálfur án þess að biðja nokkrn mann (eða konu) um hjálp (þó að erfitt sé að fara eftir því) og hitt var...
Látið svo endilega vita hvað ykkur finnst. Og til þeirra sem ekki lásu síðustu færslu, Gleðileg Jól!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.12.2006 | 08:05
Gleðileg Jól
Jólin voru einn af þessum föstu hlutum í lífinu. Þau voru alltaf á sama tíma og þau voru alltaf eins. Við fórum í kirkjugarðinn til að heilsa upp á liðna ættingja og fórum svo í bíltúr að smala pökkum. Stundum kom fólk með pakkana sjálft. Það var horft á teiknimyndir, því það virðist sem tíminn hafi liðið hægar í þá daga. Aðfangadagur var auðvitað sá dagur sem lengst var að líða. Klukkan sló svo sex og allir settust við borðið og átu lambahrygg. Svo voru það pakkarnir, konfekt, smákökur. Á jóladagsmorgun var svo fengið sér heitt súkkulaði með smákökum í morgunverð.
Jólin voru alltaf eins. Einu sinni borðuðum við svín og það komu engin jól. Ekki af því að svínið hafi verið slæmt, það var bara ekki jólamaturinn.
Ég flutti erlendis 1993 en ég sá til þess að ég kæmist heim um jólin. Það breyttist þegar ég flutti til Hollands. Nú var maður farinn að búa og þurfti að útskýra, rökræða og hliðra til. Jólin komu ekki lengur á aðfangadag, heldur á jóladag. Pakkarnir voru opnaðir þegar allir sáu sér fært að vera á einum stað í einu, stundum þremur dögum eftir jól. Það var erfitt að útskýra fyrir íslendingunum heima hvers vegna maður væri ekki búinn að opna gjafirnar sem þau höfðu sent.
Nú er komin einhver regla á þetta. Jólin koma ennþá á jóladag. Þau fatta aðfangadag ekki. Þau fara alltaf í kirkju á aðfangadagskvöld, svo að þau eru í allt annari pælingu. Á jóladag hittumst við svo, étum og opnum pakka. Ég verð að gefa konunni það að hún gerir sitt besta á hverju ári til að koma einhverjum hátíðarbrag á jólin, en það vantar bara eitthvað hér í Hollandi. Kannski er það af því að fólk skreytir voða lítið. Kannski þriðja hvert hús hér í götunni er skreytt ljósum, þau eru öll hvít og slökkt á þeim á daginn. Sum blikka. Kannski er þetta ekki þeim að kenna. Það er lítil hefð fyrir jólum í Hollandi. Er þetta kannki einhver fortíðarþrá í mér. Kannski eru það ekki ljósin og lambið sem maður saknar á jólum.
Jólin eru eins falleg eða eins óspennandi og við gerum þau. Jólin eru ekki hátíðleg að sjálfu sér. Jólin, eins og lífið, eru það sem við gerum úr þeim. Verum góð við hvort annað um jólin og á nýju ári.
Gleðileg Jól!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.12.2006 | 12:13
Ný vinna.
Eins og langrækir lesendur bloggsins vita var ég ekkert að fíla vinnuna mína allt of mikið í sumar. Ég hafði verið þar í næstum fimm ár og var yndi allra í kring um mig. Mér hafði tekist að vinna mig upp úr því að vera innflytjandi sem vissi ekkert í að vera á launum yfir meðallagi. Maður var svo flottur að fólk gat ekki annað en elskað mann. Það var bara þetta eina vandamal. Ég var að klepra, eins og kom fram í einni af mínum fyrstu færslum í maímánuði. Á endanum vann íslendingurinn í mér hollendinginn í mér og ég sagði upp. Nei, ég var ekki kominn með aðra vinnu áður en ég hætti, en þetta reddast. Auðvitað reddast þetta. Gerir það alltaf.
Þetta reddaðist sem sagt. Ég er farinn að vinna á Schiphol flugvelli. Ég vinn eins lítið eða mikið og ég vil, því þetta er vaktavinna. Ég hef sem sagt nóg til að borga reikningana, en svigrúm til að byggja upp kvikmyndadæmið. Ég geng um götur með bros á vör, því ég er með svo skemmtileg verkefni í bígerð og svo er líka gaman í vinnunni.
Sem sagt, ef þið eigið leið um Amsterdam á næstunni, látið mig vita. Ég er á morgunvakt þessa vikuna og er búinn passlega snemma til að fá mér kaffisopa á meðan Icelandair vélin situr við ranann.
Af myndinni er það svo að frétta að klippingin gengur vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.12.2006 | 21:30
Ég hef komið...
...til eftirfaranlegra landa:
Vildi bara koma þessu að. Það er allt of mikið að gera til að skrifa blogg, svo ég ákvað að koma með þennan filler. Takk fyrir hugmyndina, Kamilla!
Ferðalög | Breytt 12.12.2006 kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.12.2006 | 21:14
Tunglmyrkvi 337
Ofboðslega getur heimurinn verið spennandi! Ég var að tékka á hvenær fullt tungl verður á næstunni. Það er nebbla þannig að kérlingabækurnar segja að börn eigi það til að fæðast við slík tækifæri. Þar sem tilvonandi afkvæmi undirritaðs er væntanlegt innan tveggja mánaða vildi ég sjá hvaða dagsetningar væru líklegastar.
Ég komst að þvi að almyrkvi verður 3. mars 2007. Hann verður vel sýnilegur í Evrópu ef veður leyfir. Þetta fannst mér voða spennandi og hef lesið heilmikið um þetta fyrirbæri. Spurning með að beina HD camerunni í átt að tunglinu og ná góðu vídeói af þessu. Gæti verið gaman.
Þetta er tíminn (CET þar sem ég er á meginlandinu). Ég held að íslendingar þurfi að draga klukkutíma frá.
Total Eclipse of the Moon
Zone: 1h East of Greenwich
Moon's
Azimuth Altitude
h m o o
Moonrise 2007 Mar 03 19:04 81.8 ----
Moon enters penumbra 2007 Mar 03 21:16.4 81.0 31.2
Moon enters umbra 2007 Mar 03 22:30.0 78.6 49.0
Moon enters totality 2007 Mar 03 23:43.8 71.6 66.7
Middle of eclipse 2007 Mar 04 00:20.9 61.4 75.2
Moon leaves totality 2007 Mar 04 00:58.0 29.5 82.1
Moon leaves umbra 2007 Mar 04 02:11.7 295.1 74.3
Moon leaves penumbra 2007 Mar 04 03:25.4 281.6 57.0
Moonset 2007 Mar 04 07:24 275.3 ----
1.12.2006 | 16:07
Myndin í klippingu
Vildi bara koma þessu að. Ég var að koma frá klipparanum. Hann er að vinna í að slípa þennan voðalega hrjúfa demant. Lítur vel út. Ég er fullur bjartsýni að þessi mynd verði bara asskoti fín þegar upp er staðið. Annars hef ég verið að rausa um það mánuðum saman án þess að sýna mikið. Ég vona að þetta fari að smella saman og að ég hafi eitthvað meira en lítil sýnishorn innan mjög skamms. Ég er ennþá að bíða eftir tónlistinni, svo ég get ekki gefir neinar dagsetningar, en þetta er að koma.
Svo er það líka... ég hef voðalegar áhyggjur af því að fólk skilji myndina ekki, því þótt þetta sé bara stuttmynd er komið svo víða við að meðal kvikmynd myndi skammast sín. Kona klipparans var að horfa á myndina í núverandi formi, illa klippta, hljóðið út um allt og engin tónlist. Henni fannst myndin góð og fattaði plottið, svo núna líður mér betur. Hún hafði nebblega enga hugmynd um havð myndin var.
Þaldég.