5.1.2007 | 08:50
Spáin fyrir 2007
Halló öll og Gleðilegt Ár! Seint í rassinn gripið að segja þetta núna þegar þrettándinn er innan seilingar, en það er bara svona. Ég ákvað að taka mig frekar hátíðlega og setja inn færslu á nýársdag, eitthvert Nýársávarp sem yrði svo fastur liður um alla framtíð, en tíminn var ekkert að bíða eftir mér. Sem sagt, hátíðleikinn fokinn og það er bara fínt.
Ár hvert er málið að strengja áramótaheit, en ég ákvað að sleppa því í ár. Árið 2007 verður ár breytinga svo ég læt það bara koma og við sjáum hvað eftir stendur í árslok. Hvað mun breytast? Einfalda svarið er allt, en hér er smá útskýring.
Til að skilja það sem er að gerast er best að fara í gegn um það sem þegar er breytt. Árið 2004 hóf ég nám í kvikmyndagerð. Það er búið og ég hef verið að byggja upp dæmið síðan. 2006 var undirbúningsárið mikla. Ég sagði upp góðri vinnu og tók stórt stökk inn í fjárhagslegt óöryggi. Spurning hvort ég hafi verið of fljótur á mér, en málið er að ég hefði ekki komið neinu í verk hefði ég haldið áfram. Kvikmyndir eru samt bara lítill hluti. Það er ungi á leiðinni og það þýddi að við þurftum að taka húsið í gegn. Eldhúsið var orðið einhverra áratuga gamalt. Unginn þarf herbrgi svo tómstundaherbergið þurfti að fjúka. Við erum búin að vera í byggingavinnu síðan í september, fyrst í eldhúsinu, síðan á háaloftinu þar sem tölvurnar eru nú og núna erum við að klára barnaherbergið.
Það er ekki hægt að segja að manni leiðist. Vinna, viðhald (ekki önnur kona samt) og breytingar og svo kvikmyndadæmið. 24 tímar á dag eru ekki nóg. Í gær var ég að vinna á Schiphol frá 5 um nótt til 2 eftir hádegi. Síðan var ég á fundi þar sem nýja fyrirtækið sem verður stofnsett á mánudag var rætt. Við ræddum líka um verkefnin sem framundan eru. Þar á meðal er heimildamynd um Rúmeníu, um Amsterdam-Dakar keppnina, einhverjar hljómleikamyndir og heimildamynd um hluti sem gerðust á Íslandi um aldamótin 1900. Svo erum við líka að plana íslenska framhaldsþætti, en framtíð þeirra veltur á því hvernig hugmyndinni verður tekið heima. Ég var kominn heim um 7, borðaði og fór svo í að svara emilum frá fólki sem er að taka þátt í stuttmyndinni og myndinni um Rúmeníu. Dagsverkinu var lokið um 21:30. Ég held ég hafi verið sofnaður rétt eftir tíu. Þetta er bara ósköp venjulegur dagur. Ég vona innilega að þetta dæmi fari að skila einhverju af sér.
Árið eins og það lítur nú út er einhvernvegin svona:
Janúar - fjárlögin fyrir Rúmeníu eru tilbúin.
lok-Janúar - tónlistin er tilbúin.
4. Febrúar - nýr einstaklingur kemur í heiminn.
mið-Febrúar - stuttmyndin er tilbúin.
lok-Febrúar - stuttmyndin hefur verið skoðuð og fínpússuð og er tilbúin fyrir DVD.
Mars - undirbúningi Rúmeníu lokið.
mið-Mars - DVD diskurinn er tilbúinn og stuttmyndin er tilbúin til dreyfingar.
2. Apríl - stuttmyndin frumsýnd.
Apríl - unnið að íslenskri heimildamynd.
Maí - upptökur í Rúmeníu.
Maí - undirbúningur framhaldsþáttanna hafinn.
Júní - undirbúningur að kvikmynd hafinn.
Júlí - Rúmenía tilbúin.
Ágúst - Amsterdam-Dakar (ég fer sennilega ekki með).
Ágúst - Rúmenía tilbúin til dreifingar.
Ég þori ekki að plana lengra. Ég vona að þetta gangi upp og ég sé ekki að drepa sjálfan mig. Það er að vísu svo að þó ég sé að mestu leyti sjálfur að vinna í þessum verkefnum enn sem komið er, mun ég fá annað fólk til að axla ábyrgð á nýja árinu. Þannig er ég í sambandi við fyrirtæki í Rúmeníu sem er að vinna í fjáröflun, við kvikmyndagerðarmann þar sem mun sjá um tökur og fyrirtæki í Rotterdam sem mun hjálpa til við undirbúning og að afla þekkingar. Það sama mun gerast á Íslandi þegar undirbúningur að framhaldsþáttunum hefst. Ég vil líka finna gott fólk í íslensku heimildamyndina. Ég fer ekki með í kappaksturinn (held ég). Þetta virðist því vera að færast meira í áttina að framleiðslu. Við sjáum til. Svo er bara að sjá hvort beibið éti upp allan minn tíma.
Hvort sem 2007 verður gott ár eða ekki, er það alveg a hreinu að það verður ekki langdregið. Ég býst við að halda upp á 2008 í næstu viku.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
timinn liður hratt
Ólafur fannberg, 5.1.2007 kl. 09:12
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.1.2007 kl. 13:05
Það er vonandi að þetta þýði að mapur sé á uppleið en ekki að ferðast á ljóshraða til sjálfseyðingar. Það er rétt sem Vala segir, maður þarf að stoppa til að anda stundum. Ég ætla að reyna það þegar ég hef stuttmyndina á DVD í höndunum.
Villi Asgeirsson, 5.1.2007 kl. 14:31
Og við fáum að sjá stuttmyndina... eða?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.1.2007 kl. 14:42
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.1.2007 kl. 16:07
Allt er gott í hófi heheh En kanski enþá mikilvægara að láta drauma sína rætast.
Vonandi rætast þínir draumar, og ég er alveg viss um að þú þurfir aðeins að breyta stundaskránni þegar unginn kemur, þeir vilja gjarnan heilla mann meira en tímin leyfir og yndislegt að fá að njóta þess að verða foreldri
Sigrún Friðriksdóttir, 6.1.2007 kl. 01:23
Og svo verðuru auðvitað að taka heimildarmynd af barninu eftir að það er komið :)
gerður rósa gunnarsdóttir, 6.1.2007 kl. 20:10
http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=1&id=1764 þú verður að kíkja á þetta hahahihihihi
Sigrún Friðriksdóttir, 6.1.2007 kl. 23:37
Aumingja Boomerang. Ég skil að það geti verið erfitt að halda aftur af sér, hversu alvarlegt sem málefnið er. Takk Sigrún!
Villi Asgeirsson, 7.1.2007 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.