Ísland - Tilraunin sem mistókst

Vér mótmælum allir. 1918. 1944. Fallegar minningar þjóðar sem taldi sig geta staðið á eigin fótum í hörðum heimi. Danir höfðu kúgað okkur í aldir, kirkjan og kóngur höfðu haft okkur að fíflum, en sjálfstæð yrðum við eigin herrar í eigin landi. Við myndum byggja ríki sem aðrir öfunduðu okkur af.

Það hefði ekki átt að vera svo erfitt. Íslendingar eru harðduglegir, heiðarlegir, gestrisnir. Voru það allavega einhvern tíma. Hvenær það breyttist veit ég ekki.

Íslandssagan er ekki beysin. Við dunduðum okkur við að drepa hvert annað, gengum noregskonungi á hönd þegar útséð var að við gætum ekki séð um okkar mál sjálf, þræluðum fyrir kaþólsku kirkjuna, svo fyrir danakonunga. Vorum sjálfum okkar verst og vorum dugleg við að framfylgja furðulegum duttlungum og dómum erlendu herranna. Þegar við loksins fengum að ráða okkur sjálf, tóku við höft og skattpíning. Innflutningshöft, gjaldeyrishöft. Ofurskattar á áfengi því alþingismenn vildu hafa vit fyrir alþýðupakkinu. Óðaverðbólga hefur verið landlæg svo lengi sem elstu menn muna. Nema síðustu 15 ár, en þá var sukkað svo hroðalega að það mun taka okkur 2-3 sinnum þann tíma að jafna okkur. Þegar ég útskýrði verðtryggingu fyrir hollenskum vini í gær, datt hann næstum af stólnum. Hann hafði aldrei heyrt af eins frábæru kerfi fyrir bankana. Og hann vinnur í fjármálageiranum.

Það er rétt sem við sögðum fyrir hrun. Útlendingarnir skilja okkur ekki. 

Nú er sagan búin. Við klúðruðum sjálfstæðinu, erum komin á hausinn vegna óstjórnlegrar eyðslu og sofandaháttar. Ísland var sjálfstætt í nokkra áratugi. Við réðum ekki við það. Nú er um að gera að ganga nýjum konungi á hönd. Það rignir hvort eð er alltaf á 17. júní.


mbl.is Aukafundur EFTA ef Ísland sækir um aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dúa

Góður pistill

Dúa, 22.6.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he sammála greinarhöfundi

Óskar Þorkelsson, 22.6.2009 kl. 23:01

3 identicon

Nokkuð rétt..........nema hann hékk þurr á þessum síðustu og áhugaverðum tíma.

SK'AK

audur rut (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 06:17

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það eru til lyf við þunglyndi

Haukur Nikulásson, 23.6.2009 kl. 09:20

5 identicon

Þetta snýst ekki um þunglyndi, þetta er bara nakinn sannleikurinn hjá Villa Ásg. Minnimáttarkenndin er svo innbrennd í íslandsmanninn, að hún kemur út sem hroki og mikilmennskubrjálæði hjá alltof mörgum. Nei, við erum einfaldlega ekki fær um að stjórna okkur, til viðbótar við það að íslandsmaðurinn reynir alltaf að hafa rangt við. Alltaf. Enda er UK búið að yfirtaka landið, það á bara eftir að tilkynna okkur það. Til þess verður séð að við fáum aldrei nein fjárráð aftur. Aldrei. Besta ráðið til þess er að taka af okkur fiskimiðin og orkuna. Til frambúðar.

Porsche (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:28

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Rétt er það, en þau eru svo dýr nú þegar búið er að skera niður í heilbrigðiskerfinu til að borga fyrir víkingana.

Villi Asgeirsson, 23.6.2009 kl. 09:29

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Svarti markaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr og þar er ýmislegt til sölu til að lyfta sínu geði.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.6.2009 kl. 10:41

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Íslendingar eiga heima í skammakrók þjóðanna um ókomin ár.

Finnur Bárðarson, 23.6.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband