1.12.2006 | 16:07
Myndin í klippingu
Vildi bara koma þessu að. Ég var að koma frá klipparanum. Hann er að vinna í að slípa þennan voðalega hrjúfa demant. Lítur vel út. Ég er fullur bjartsýni að þessi mynd verði bara asskoti fín þegar upp er staðið. Annars hef ég verið að rausa um það mánuðum saman án þess að sýna mikið. Ég vona að þetta fari að smella saman og að ég hafi eitthvað meira en lítil sýnishorn innan mjög skamms. Ég er ennþá að bíða eftir tónlistinni, svo ég get ekki gefir neinar dagsetningar, en þetta er að koma.
Svo er það líka... ég hef voðalegar áhyggjur af því að fólk skilji myndina ekki, því þótt þetta sé bara stuttmynd er komið svo víða við að meðal kvikmynd myndi skammast sín. Kona klipparans var að horfa á myndina í núverandi formi, illa klippta, hljóðið út um allt og engin tónlist. Henni fannst myndin góð og fattaði plottið, svo núna líður mér betur. Hún hafði nebblega enga hugmynd um havð myndin var.
Þaldég.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Það verður spennandi að sjá myndina.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2006 kl. 16:13
Þetta er eins og að bíða efir fæðingu. Ég hlakka til að sjá myndina.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.12.2006 kl. 16:53
Ég er bara að spá í einu: Hvað ef mér finnst þessi sýnishorn alls ekki nógu góð (þegar ég loksins get séð þau)? Á ég þá að segja það eða á ég að reyna að segja það ekki? Viltu peppöpp og móralskan stuðning, eða alvöru krítíkk? Nú muntu örugglega segja að þú viljir alvöru krítíkk, svo ég verð víst bara að finna út úr þessum siðferðisvanda sjálf. Málið er nefnilega að ég er alveg geigvænlega smámunasöm varðandi kvikmyndir og á það til að vera hræðilega óvægin í dómum :/
gerður rósa gunnarsdóttir, 1.12.2006 kl. 21:26
Segðu bara að þetta sé rosalega flott og að myndin sjálf verði án efa algert meistaraverk, stórvirki á íslenskan mælikvarða (þetta er stuttmynd sko).
Villi Asgeirsson, 1.12.2006 kl. 23:05
Myndin er............................ rosalega flott og að myndin sjálf verði án efa algert meistaraverk, stórvirki á íslenskan mælikvarða
Flott hjá þér !!
Sigrún Friðriksdóttir, 2.12.2006 kl. 00:31
Ég trú allveg á þessa mynd
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.12.2006 kl. 00:47
Prentvillupúki. Átti að vera trúi en ekki trú.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.12.2006 kl. 00:49
OK
gerður rósa gunnarsdóttir, 2.12.2006 kl. 18:28
kvitts
Margrét M, 4.12.2006 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.