33 á 41

Hljómleikaferðalög eru erfiðisvinna. Þannig lagað. Hljómsveitirnar eru í hörku vinnu, en það er fólkið í kring um þær sem getur þurkað af sér svitann. Í síðustu viku tók ég upp tvenna hljómleika með Uriah Heep. Byrjað var að byggja sviðið upp úr tvö, svo var hljóðið prófað, svo kom hljómsveitin í sándtékk og allt var tilbúið um sex. Þá var farið í mat og svo voru allir tilbúnir fyrir hljómleikana sjálfa sem voru gallharðir. Um 11 var allt yfirstaðið og þá mátti taka allt saman og pakka inn. Um eitt var svo lagt af stað til næstu borgar.

Mér var sagt að þeir hefðu spilað á 33 hljómleikum á 41 dögum. Ekki slæmt fyrir hljómsveit sem er að nálgast fertugt.

Auðvitað getur soðið upp úr, en andinn var ótrúlega góður og fólk afslappað. Eitt sem kom upp á var þegar upphitunarhljómsveitin vildi nota ljósasjóið. Yfirmaður túrsins hélt nú ekki. Þegar þeir héldu áfram að fikta í ljósaborðinu spurði hann hvað þeir væru að gera. Þeir sögðust hafa leyfi eigandans. Hann horfði ískallt í augu stráksins og sagði, þetta eru mín ljós. Ég á þau, við ferðumst með þau og ég hef engan áhuga á skemmtilegum uppákomum þegar hljómleikarnir eru byrjaðir. Eigandi staðarins hefur ekkert með það að gera. Þar fyrir utan, á ég staðinn í kvöld. Ég á þig. Gerðu það sem þér er sagt og láttu ljósin vera.

En allavega, þetta gekk rosa vel. Vonandi get ég sýnt eitthvað innan fárra daga. 

 


mbl.is 15 tónleikar á 19 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nexa

Ég get rétt ímyndað mér að þetta hafi verið magnaðir tónleikar. Ég er bara soldið mikið abbó!

Hlakka til að sjá afraksturinn

Nexa, 19.11.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Eins gott að hlýða....hljómleikarnir eru fyrir öllu.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.11.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband