Allar hliðar skoðaðar og þetta líka... og svo burt með spillingarliðið!

Ég ætla að blogga út frá fyrirsögninni, ekki fréttinni. Ég nenni nebblekki að leika hagfræðiprófessor í bili.

Því svo bar til um þær mundir að ég fór að dullast í kvikmyndagerð. Gangi allt eftir, klára ég handritið að Undir Svörtum Sandi fyrir jól. Ef allt fer ekki í rugl kem ég svo að taka hana upp í sumar. En þetta er auðvitað bara ein mynd. Allir eru að gera bara eina mynd af og til. Þeir duglegustu rembast kannski við að verpa einu eggi á 2-3 ára fresti. Eggið er svo gullið að það stendur aldrei undir sér, svo styrki þarf til. Þetta er auðvitað handónýtt. Maður fékk útrás fyrir sköpunarkláðann og allir geta verið stoltir af því að við íslendingar séum svo æðisleg, en þetta stendur ekki undir sér. Ekki gott þegar allir eru á hausnum.

Ég var veikur í gær og er enn ekki búinn að jafna mig. Ligg þó ekki lengur á sófanum í hálfgerðu móki á milli ælukasta, svo þetta er allt í áttina. Ég notaði timann og horfði á Casablanca, klassíkina með ofurtöffaranum Bogart og hinni ofurfallegu Ingrid Bergman. Þetta er tvöfaldur viðhafnarDVD og ég lét mig hafa það að skoða aukaefnið á seinni diskinum. Þar var farið í líf Hömpa og gamla stúdíókerfið í Hollywood þar sem myndunum var dælt út. Ein mynd frumsýnd í viku. Ég fór að hugsa.

Við eigum ekkert að vera að vesenast í þessum Títanik myndum, allavega ekki bara. Ef einhver á stofnfé handa mér vil ég setja upp fyrirtækið "10". Það myndi pumpa út 10 kvikmyndum á ári og ekki setja meira en 10 milljónir í hverja mynd. Þetta er auðvitað bráðsnjöll hugmynd og framkvæmanleg. Allir eru atvinnulausir og heimta ekki tíuþúsundkall á tímann. Við værum ekkert að vesenast í að byggja rosalegar leikmyndir. Handritin yrðu skrifuð þannig að staðir sem eru til yrðu notaðir. Það má nota eitthvað af tæknibrellum ef þær kosta ekki milljónir á pixel og klessa einstaka bíl ef hann er ekki of dýr. Það væri hægt að gera spennumyndir, gamanmyndir, drama og hvað sem er. Það sem öllu máli skiptir er að handritin yrðu góð.

Ef kostnaður er ekki yfir 10 milljónir á mynd ætti þetta að standa undir sér því myndirnar yrðu sýndar í bíó, sjónvarpi og færu á DVD. 

Er ekki einhver til í þetta?  


mbl.is Allar hliðar séu skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband