5.11.2008 | 15:35
Hrunið - kvikmynd um fall Íslands : og burt með spillingarliðið!
Ég er að ljúka við gerð handrits sem ég vonast til að geta kvikmyndað í sumar. Mundin Undir Svörtum Sandi verður lauslega byggða á næstum því samnefndri stuttmynd. Þar sem þessi skrif eru að klárast, væri gaman að finna sér nýtt viðfangsefni.
Mér var að detta í hug að gera myndina Hrunið. Kannski að titillinn breytist eftir því sem sagan þróast. Myndin ætti að fjalla um íslenskan raunveruleika í kjölfar bankahrunsins. Hér er hugmynd.
Pabbi rekur lítið fyrirtæki og mamma er kennari. Skuldir fyrirtækisins verða óyfirstíganlegar og það fer á hausinn. Húsið og bílarnir missa verðgildi sitt meðan lánin rjúka upp. Mamma reynir að halda heimilinu gangandi, en það gengur illa á kennaralaununum. Pabbi reynir að sinna heimilisverkum þegar hann er ekki að leita sér að vinnu, en finnur út að hann er alveg hand ónýt húsmóðir. Þetta ástand hefur auðvitað hrikalegar afleiðingar. Táningarnir tveir skilja ekki hvers vegna þau geta ekki haldið áfram að eyða peningum og þar kemur enn ein togstreytan.
Pabbi var víst ekki alveg þar sem hann var séður. Fljótlega fer síminn að hringja og miður skemmtilegir menn fara að láta sjá sig. Þegar jeppinn fuðrar upp í innkeyrslunni, fer allt endanlega í hundana. Kannski að unglingarnir finni á sér nýja hlið og berjist við vondu kallana.
Ég get svo sem hóstað þessu upp, en það væri alveg ofboðslega skemmtilegt ef þetta yrði samvinnuverkefni. Ef fólk gerði athugasemdir, kæmi með persónur og atburði. Það væri gaman að sjá hvort hægt væri að þróa handritið hér á blogginu. Það sem ég skrifa hér að ofan er bara hugmynd. Handritið gæti þróast í allt aðra átt.
Látið endilega vita hvað ykkur finnst og sjáum hvort við getum gert kvikmynd allra landsmanna!
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:07 | Facebook
Athugasemdir
Eitt er víst að nógu er að taka bara í raunveruleikanum hér og svo má spinna og gera þetta spennandi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.11.2008 kl. 19:46
Ef þú vilt gera raunsæja mynd sem gerist í íslenskum hversdagsleika „venjulegrar“ fjölskyldu þá líst mér vel á grunnhugmyndina. Hins vegar er spurning hvort það fari betur á því að fjalla um þennan samtíma með aðferð raunsæisskáldanna sem skrifuðu háðsádeilur til að benda á það sem aflaga fór í samtíma þeirra. Kannski kæmi það líka flott út að láta nokkrum sögum fara fram á sama tíma svona líkt eins og í Pup Fiction t.d.
Þú óskaðir eftir hugmyndum ekki satt þannig að þú tekur þessu sem slíkum
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.11.2008 kl. 00:20
Kolfinnur frændi vinnur fyrir elítuna (uhh.. var almannatengslafulltrúi fyrir samgönguráðherra og hefur unnið ýmis verkefni fyrir flokkinn) og skipuleggur mótmæli þar sem óánægju fólks er beint inn á að heimta evrópusambandið sem töfralausn. Í gegn um hann sjáum við glitta í það sem gerist bak við tjöldin, neðanjarðarbönker undir útvarpshúsinu, þangað sem elítan flýr þegar hlutirnir fara úr böndunum á "Stóru skyrnóttinni" og íhugar að kalla á hjálp Nató til að berja niður uppreisnina.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:40
Mér líst vel á háðsádeilu, en ég er svo svakalega ófyndinn. Þar kemur hjálp ykkar allra inn! Fyndnir íslendingar, sameinist!
Samsæriskenningamynd gæti líka verið skemmtileg, en allt öðruvísi. Hún þyrfti að vera dökk og dimm og hrikalega spennandi.
Villi Asgeirsson, 7.11.2008 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.