Tækifæri fyrir Skjá 1

Eitt af því sem nefnt er í fréttinni er óvissa með verð erlends efnis. Það hlýtur að verða 2-3x dýrara en áður, eins og annað. En er þetta ástand endilega alslæmt?

Í morgun skrifaði ég um hugmynd Bjarkar og félaga þar sem atvinnulausum yrðu greidd 10-50% laun ofan á atvinnuleysisbætur. Þetta myndi halda fólki í vinnu og fyrirtæki gætu farið í verkefni sem annars væru of dýr.

Árlega eru framleiddir tugir eða hundruð stuttmynda á Íslandi. Þær sjást hvergi. Hvernig væri ef Skjár 1 tæki sig til og keypti fullt af stuttmyndum sem þegar hafa verið gerðar? Þeir gætu svo keypt myndir sem enn eru ógerðar, en eru ekki mjög dýrar í framleiðslu því launakostnaður er lægri en áður. Svo væri hægt að framleiða framhaldsþætti og kvikmyndir fyrir brot þess kostnaðar sem áður var.

Þetta er gullið tækifæri fyrir Skjá 1. Þar sem ekkert starfsfólk er eftir, geta þeir byjað með autt blað og gert það sem þeir vilja. Svona ná þeir sér í ódýrt efni, skapa fólki atvinnu og sér velvild þjóðarinnar.


mbl.is Skjárinn segir öllum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Depill

Sammála að mörgu leyti hérna fyrir utan að ég skil ekki alveg útfærsluna með atvinnuleysistekjunar.

En hins vegar breytir það ekki því að RÚV ætti að fara út af auglýsingamarkaði svo að stöðvar eins og SkjárEinn geti lifað af svona árferði.

Depill, 30.10.2008 kl. 11:08

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta með atvinnuleysisbæturnar. Þær hafa nokkra galla. Fæstir geta lifað á þeim, margir grotna niður heima hjá sér í vonleysi ef þeir eru atvinnulausir í einhvern tíma og atvinnulífið stöðvast. Björk talaði um að fyrirtæki með góðar hugmyndir gætu ráðið þetta fólk í vinnu en ekki borgað nema 10-50% af eðlilegum launum. Þetta myndi bætast við atvinnuleysisbæturnar. Fólk færi því út úr húsi, hefði efni á að lifa, fyrirtæki gætu farið út í verkefni sem þau annars réðu ekki við og efnahagurinn myndi sennilega rétta sig af miklu fyrr. Í lok kreppunnar væri Ísland fullt af litlum fyrirtækjum sem stæðu á traustum grunni, en ekki af "andlegum öryrkjum".

Villi Asgeirsson, 30.10.2008 kl. 11:13

3 identicon

Ókosturinn við þessa annars ágætu hugmynd Bjarkar er að það er auðvelt að misnota hana. Fyrirtæki gætu séð fyrir sér sparnað með því að segja öllum upp og ráða síðan aftur á 10-50% launum og ríkið borgar síðan atvinnuleysisbætur.

Karma (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég geri ráð fyrir að eitthvað aðhald yrði. Fyrirtæki þyrftu að sýna fram á að þau hefðu ekki bolmagn til að borga full laun og að þau hefðu góðar hugmyndir sem hjálpuðu landinu með því að ráða atvinnulaust fólk. Það væri ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki þyrftu að sækja um að ráða atvinnulaust fólk í vinnu. Viðurlög gætu verið að sannist að hafi kerfið verið misnotað, myndi viðkomandi fyrirtæki greiða atvinnuleysisbæturnar í ríkissjóð. Þetta yrði afturvirkt. Það þarf ekki marga starfsmenn í marga mánuði til að knésetja flest fyrirtæki með slíkum viðurlögum.

Villi Asgeirsson, 30.10.2008 kl. 11:53

5 identicon

Ég held að það verði sáralítið um atvinnuleysi á Íslandi, flestir þeirra sem missa vinnuna munu flýja land (eignir fæstra duga fyrir skuldum í dag svo að það er frá litlu að hverfa) þannig að stærsta vandamálið við svona hugmyndir verður að finna hæft starfsfólk svo að hægt sé að hrinda þeim í framkvæmd. 

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:56

6 identicon

Félagsmálaráðherra viðraði reyndar þessa hugmynd um bætur ofan á 50% atvinnuhlutfallið fyrir þó nokkru, það er meira að segja nokkuð síðan að vinna hófst við að skipuleggja praktísku hliðarnar. En gott að Björk vekur athygli á þessu :)

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband