Kreppan er komin til mín

Sterling fór á hausinn. Menzies Aviation á Kastrup fór á hausinn í kjölfarið. Kreppan er komin til mín.

Ég vinn fyrir Menzies Aviation á Schiphol. Ég vann mikið fyrir Sterling. Þeir voru með fjögur flug á dag frá Amsterdam. Tvö til Köben, tvö til Osló. Þessi flug eru auðvitað horfin. Fleiri flugfélög á okkar vegum eru að draga saman seglin. Á sumrin var ekki óalgengt að ég ynni sex daga í viku. Vaktirnar voru mislangar, frá þremur tímum upp í 14 og stundum 16. Ég gat lifað á þessu. Nú er búið að skera mínar vaktir niður fyrir 50% og meiri niðurskurður er á leiðinni. Ég mun því finna illa fyrir kreppunni á komandi mánuðum. Þetta má, ég hef ekkert um málið að segja. Mér er ekki sagt upp, því það er of dýrt. Ég verð bara að sætta mig við styttan vinnutíma. Verði mér einhvern tíma sagt upp, verða bæturnar stórskertar, því þar er miðað við síðustu laun, og maður er ekki mikið á 50% eða minna. Ég heyrði reyndar útundan mér að sennilega verði 30% fljótlega nærri lagi.

Nýlega var framkvæmdastjóra Menzies á Schiphol sagt upp. Með honum fékk aðstoðarmaðurinn að fjúka, sem og yfirmaður, sem er kona, LCC deildarinnar. LCC er Low Cost Carriers og þar falla EasyJet, Jet2, Sterling, Sky Europe og fleiri undir. Ástæðan var spilling, fjárdráttur og klúður í stjórnun. Menzies fór í verkfall í sumar. Það var óþarfi, því aðeins 1.5% skildi á milli. Þetta þótti höfuðstöðvunum í Skotlandi ekki sniðugt, því verkfallið kostaði meira en launahækkunin sem farið var fram á. Enn ein ástæðan var að yfirmaður okkar sá um að setja upp Menzies Aviation á Kastrup, sem nú er komið í greiðslustöðvun. Hann þótti standa það illa að verkinu að HQ sagði allt það fé sem fór í verkið væri glatað og aðeins tímaspursmál hvenær það dótturfélag sykki. Það hefur nú gerst.

Það eru því blikur á lofti hér, eins og heima. Ég er kominn í vonda stöðu. Ég væri betur settur hefði ég verið rekinn strax. Ég býð mig því hér með lausan. Hafi einhver skemmtilegt og krefjandi starf á fyrir mig er ég til. 


mbl.is Keðjuverkun vegna gjaldþrots Sterling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leitt að heyra, en kreppan kemur jú til okkar allra, til þess er hún gerð.

Ef þú getur, þá væri snjallt að vera skuldlaus, t.d. ef þú getur selt í Hollandi og keypt skuldlaust á Íslandi (ég er sko að reka erindi Geirs - pening auðkýfinganna heim ).  Ef þú átt svo afgang eftir svoleiðis díl, þá gætir þú farið í krefjandi, skemmtileg en algerlega fjárhagslega fallít verkefni, svo sem kvikmyndagerð fyrir andspyrnuna.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 08:20

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er málið. Ég er skuldlaus, fyrir utan húsnæðið. Ég gæti sjálfsagt fengið vel upp í íbúðarverð á Íslandi ef ég seldi hér. Nú er bara að fá konuna til að vera sammála. Það er freistandi að verða skuldlaus með öllu!

Villi Asgeirsson, 31.10.2008 kl. 08:49

3 Smámynd: persóna

Gangi þér vel.

persóna, 31.10.2008 kl. 09:24

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gangi tér bara vel í valinu...freystingarnar eru víds vegar tad er bara ad velja rétt.Skil konuna tína vel:)

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 31.10.2008 kl. 10:14

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, mikið er leiðinlegt að heyra þetta.

Komdu bara heim og hjálpaðu okkur að þrífa skúmaskotin eftir spillingar- og útrásarbarónana, Villi.

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.10.2008 kl. 13:14

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Lára, ég myndi gera það ef ég gæti séð fram á að geta framfleytt fjölskyldunni. Best að skoða málið. Það hefur ekkert upp á sig að koma heim í basl. Það myndi bara þýða endalausa pressu að fara aftur út og maður yrði sjálfsagt sakaður um að hafa klúðrað hlutunum.

Villi Asgeirsson, 31.10.2008 kl. 13:34

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Skil þig, þetta er mjög erfið aðstaða sem þú ert í. En ég efast ekki um að þú vinnir þig út úr þessu og að líkindum stendur kreppan styttra yfir ytra en hér heima.

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.10.2008 kl. 13:49

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Leitt að heyra þetta og óskandi að þú fáir vinnu þarna úti. Ég held þú sért að fara úr öskunni í eldinn með því að koma hingað.

Theódór Norðkvist, 31.10.2008 kl. 14:09

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mér þykir leiðinlegt að heyra þetta. Það bjargar engu en samt vil ég segja þér það.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.10.2008 kl. 14:55

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Skiptir ekki máli. Þetta eru bara peningar. Mér fannst missirinn fyrr í mánuðinum sárari.

En Lára, ekki taka þetta þannig að mér séu engir vegir færir. Það þarf kannski smá rökræður, en ég er ekkert búinn að gefast upp.

Theódór, ég er ekki viss. Hér úti væri ég að vesenast við að fá aðra vinnu, en heima væri ég að berjast fyrir betra samfélagi (og basla við að fá aðra vinnu). Miklu skemmtilegra.

Villi Asgeirsson, 31.10.2008 kl. 19:12

11 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Þetta er náttúrulega stórt stökk fyrir þig og fjölskylduna, ef þið ráðist í flutninga.

Ætli þetta ráðist ekki mikið af því hvað konan segir við þessu öllu saman.. hefur hún áhuga á að búa á Íslandi, og á hún möguleika á góðri vinnu hér ?

Spurning samt hvort þú sért á Íslandi með alveg sömu sambönd og hafir tök á að vinna sömu vinnu varðandi myndbandagerð og tónleikaupptökur?

Árni Viðar Björgvinsson, 1.11.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband