HJÁLP!!! - Nýja Ísland er dautt!

Eftirfarandi birtist á vefnum, Nýja Ísland.

Eins og þeir sem lesa bloggið mitt vita, var ég frá í viku af persónulegum orsökum. Ég gat því miður ekki gefið Nýja Íslandi þann tíma og umhyggju sem ný síða þarf. Þetta fór vel af stað. Mig minnir að skráðir notendur hafi verið orðnir 20 eftir sólarhring. Þeir eru nú 30. Enginn hefur bæst við í 3-4 daga. Umræðan er mikið til sofnuð.

Það var kannski bjartsýni að halda að ég, einn og óstuddur, gæti búið til eitthvað sem myndi breyta heiminum. Kannski hef ég ekki tengslin sem til þarf, þekki ekki rétta fólkið. En það var nákvæmlega hugmyndin á bak við Nýja ísland. Að allir geti skipt máli, hversu tengdir eða ótengdir þeir væru.

Ég mun gera meira fyrir síðuna á komandi dögum og vikum. Ég mun reyna að koma henni á flug. Það væri þó gaman ef einhver með vit á vefnum og almennri kynningu gæti slegist í hópinn.

Fólkið sem ég þarf er:
Vefstjóri - Einhver sem hefur vit á heimasíðugerð og gæti byggt síðu utan um spjallborðið.
Spjallstjóri - Einhver sem getur stjórnað umræðum, séð um að þær fari ekki úr böndunum og séu á réttum stað og að spjallið sé vinalegt, skemmtilegt og málefnalegt.
Kynningarstjóri - Einhver sem sér um að kynna síðuna út á við. Ef ég væri á Íslandi myndi ég láta prenta póstkort og dreifa þeim út um allt, en ég er ekki á landinu og þarf því að gera eitthvað annað eða fá aðra til að hjálpa.
Ritstjóri Fréttabréfs - Einhver sem er til í að taka að sér útgáfu vikulegs emils sem sendur er til skráðra notenda.

Auðvitað get ég gert allt sem að ofan er nefnt, en stundum hef ég ekki tíma og það er til fólk sem hefur meiri hæfileika en ég. Það væri því gaman ef fólk hefði samband og hjálpaði Nýja Íslandi að verða að aflinu sem það getur orðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Auðvitað skipta allir máli. Við íslendigar erum svo fá og voanadi getur þessi síða gert gagn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.10.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það ætti að vera auðveldara að skipta máli í fámennu þjóðfélagi.

Reynum aftur.

Villi Asgeirsson, 29.10.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband