17.10.2008 | 08:00
Allt í góðu...
Ég er jafn pirraður út í breta og hver annar, en skiptir þetta einhverju máli? Það er ólíklegt að RAF geri loftárásir á Ísland, þótt bretinn brúni sé skapstyggur. Það er líka ólíklegt að RAF geri ekki sitt besta, verði landinu ógnað. Þar fyrir utan er hættan á ógn lítil. Rússar eru bestu vinir íslendinga og kanadamenn hafa verið vinveittir hingað til. Noregur hefur sennilega ekki áhuga á að yfirtaka Ísland því þá þyrftu þeir að yfirtaka skuldirnar með. Þetta er því dautt mál og það myndi ekki hjálpa neinum að gera pólitískt óveður úr því.
Annað mál á dagskrá. Mér finnst að íslendingar verði að hafa einn stað þar sem hugmyndir og athugasemdir við stjórnun þjóðarinnar koma fram. Við getum öll bloggað, en það fá ekki allir 1000 gesti á dag. Komi einhver með frábæra hugmynd en fimm manns lesa hana, dettur hún dauð niður. Ég hef því sett upp síðuna www.NyjaIsland.is þar sem allir geta skráð sig og tjáð sig. Ef við byggjum upp sterkt og lifandi samfélag, getum við haft áhrif. Hver veit, kannski fara þingmenn að venja komur sínar til okkar? Það er möguleiki, en aðeins ef við búum til virkt og málefnanlegt samfélag.
Sjáumst á www.NyjaIsland.is
Bretar sjá um varnirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 08:04 | Facebook
Athugasemdir
Bretar geta gert okkur nógan skaða þó þeir séu ekki með loftárásir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.10.2008 kl. 10:58
Fæ ekki þessa síðu upp.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.10.2008 kl. 10:59
Ívar gerði sömu athugasemd. Hann fékk síðuna ekki upp. Hún fór á netið í morgun, svo það er möguleiki að vefþjónar heimsins eigi eftir að frétta af henni. Ef þú getur, viltu þá prófa seinna í dag eða kvöld? Ég veit hún virkar, því nokkrir hafa skráð sig og einhverjar umræður eru í gangi nú þegar.
Villi Asgeirsson, 17.10.2008 kl. 11:20
Nei nei, við kyrrsetjum einfaldlega bresku flugvélarnar þegar þær lenda á Keflavíkurflugvelli, þar sem vill svo til að við Íslendingar eigum nú gamla herstöð. Sendum svo hermennina heim á Saga Class en hirðum þoturnar upp í bætur fyrir stríðsglæpi Breta gegn okkur og nýtum þær til að verja sjálfstæði lands og þjóðar!
"Let's freeze their asse(t)s!" ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 11:26
HAHAHA!!! Það er ekki einu sinni erfitt að koma með afsökun. Þeir geta ekki tekið eldsneyti því það er ekkert eftir á landinu því þeir settu okkur í efnahagslegt hafnbann. Ekkert eldsneyti, ekkert flug heim.
En af hverju Saga Class?
Villi Asgeirsson, 17.10.2008 kl. 11:30
Jórunn: Það getur tekið nokkra klukkutíma fyrir DNS færslurnar að dreifa sér á alla nafnaþjóna heimsins, þannig að þetta hlýtur að koma hjá þér fljótlega. Ég kemst inn núna til dæmis.
Árni Viðar Björgvinsson, 17.10.2008 kl. 11:38
Ágætt Árni. Ég reyndi rétt áðan en komst ekki. Reyni seinna. Takk.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.10.2008 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.