Nýja Ísland

Eins og dómsmálaráðherra segir, verðum við að byrja upp á nýtt. Við verðum að berjast fyrir frelsi okkar og sjálfstæði, bæði pólitísku og efnahagslegu. Það er fyrir öllu að við föllum ekki í sömu gryfjuna, að við segjum skilið við flokkapólitík í rikisfyrirtækjum, spillingu í kerfinu og óhemda veraldarhyggju. Auðvitað er gott að njóta lífsins, en kapp er best með forsjá eins og við höfum verið minnt all harkalega á.

Til að Ísland verði sem best, til að þjóðfélagið verði það sem við viljum hafa það, verðum við öll að standa saman. Við verðum öll að leggja okkar af hendi. Þá á ég ekki bara við vinnu, heldur verðum við öll að koma með hugmyndir. Hvenig þjóðfélag viljum við byggja?

Ég setti upp síðuna Nýja Ísland svo við getum öll lagt okkar að mörkum. Þar getum við öll sagt hvað við viljum, komið með hugmyndir að nýju samfélagi og gert athugasemdir við það sem okkur þykir miður fara. Það er um að gera að sem flestir skrái sig og taki þátt. Hver veit, ef við erum nógu mörg, hlusta ráðamenn kannski á okkur. Þeir gætu jafnvel tekið þátt í umræðunni ef vel gengur.

Vonandi sé ég sem flesta á NyjaIsland.is 


mbl.is Ný sjálfstæðisbarátta óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kemst ennþá ekki inn á síðuna þína.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.10.2008 kl. 16:53

2 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Þá myndi ég nú telja að það sé eitthvað að hjá þér eða þinni internetveitu. Þú getur prófað að fara í Start og Run, og skrifa þar "ipconfig /flushdns" (án gæsalappanna) og smella svo á OK, en það hreinsar út DNS færslurnar í tölvunni hjá þér. Ef það breytir engu, þá er væntanlega einhver stífla í pípunum frá þér til Ameríku, og lagast þá væntanlega í síðasta lagi í nótt.

Árni Viðar Björgvinsson, 17.10.2008 kl. 17:47

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Hvað varð um Nýja Ísland? - Koma svo...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 17.10.2008 kl. 20:55

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Er þetta ekki að virka? Hlýtur að vera tímaspursmál. Hjá hvaða internetveitu eruð þið? Fólk er komið inn og búið að skrá sig, svo ég er að spá hvort þetta geti haft með eina veitu að gera...

Villi Asgeirsson, 17.10.2008 kl. 21:07

5 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Ég er hjá Voðafón heima og veit ekkert um vinnuna, en þetta virkar glimrandi vel á báðum stöðum hjá mér.

Árni Viðar Björgvinsson, 17.10.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband