16.10.2008 | 20:05
Ég verslaði á Íslandi í dag
Það er ljótt ef millifærslur eru ekki að virka milli landa. Hver stoppar þær og hvers vegna? Nú er ég erlendis og veit ekkert um ástandið nema að sem ég les á netinu. Er farið að bera á vöruskorti heima?
Annars var ég að versla í dag. Ég fór inn á síðu Isnic og tók NyjaIsland.is á leigu. Þetta kostaði slatta, en með ykkar hjálp verður þetta þess virði. Þess má geta að það virtist ekki vera vandamál að borga með korti.
En um lénið. Ég minntist á það um daginn að mig langaði að setja upp síðu þar sem fólk gæti komið saman og rætt málin. Komið með hugmyndir sem gætu hjálpað okkur að komast út úr þessu ástandi. Síðan er tilbúin. Hún er einföld en spjallborðið verðuð aðal málið. Það eina sem er ekki að virka er nafnaþjónadæmið. Hafi einhver vit á þessu, má hinn sami hjálpa. Ég setti upp DNS þjón hjá xName.org því hitt .is lénið mitt er þar. Ég er að nota nákvæmlega sömu stillingar, en samt segir Isnic síðan þetta:
Niðurstaða prófa á "NS1.XNAME.ORG": Ekki tókst að fletta upp nafnaþjónum fyrir lénið NYJAISLAND.IS
Niðurstaða prófa á "NS0.XNAME.ORG": Ekki tókst að fletta upp nafnaþjónum fyrir lénið NYJAISLAND.IS
Ég er ekki að fatta. Nenni einhver sem vit hefur á þessu að vera í emil sambandi á morgun, mun ég verða ofurhappí og síðan vonandi verða nothæf.
Greiðslur stöðvaðar á leið til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Bloggar, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
varstu búinn að skrá nafnaþjónana hjá isnic?
hér eru kröfurnar: http://www.isnic.is/domain/req.php
Gullvagninn (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 22:15
Var að prófa aftur og þetta virðist vera í lagi. Fylgist með www.nyjaisland.is. Það ætti að vera opið fljótlega.
Villi Asgeirsson, 17.10.2008 kl. 05:22
www.nyjaisland.is virkar ekki. Isnic samþykkir bara nokkra erlenda netþjóna, eða þá sem nenna að sinna sérkröfum Isnic.
Ívar Pálsson, 17.10.2008 kl. 10:40
Ertu viss, Ívar? Ég get komist inn og það hafa nokkrir skráð sig á síðuna. Kannski þarf DNS kerfið tíma til að virka? Nennirðu að reyna seinna í dag ef þetta virkar ekki núna?
Villi Asgeirsson, 17.10.2008 kl. 10:44
Isnic samþykkir ekki nokkra erlenda nafnaþjóna heldur alla þá sem fullnægja kröfum Isnic. Búið er að minnka kröfurnar til muna en því miður sjá ekki allir DNS rekendur sér hag í því að styðja .is lén, hugsanlega mun það breytast með tímanum, sérstaklega þar sem búið er að opna fyrir skráningar erlendra aðila að .is lénum án aðkomu milliliðs.
Varðandi þessa tilteknu villu þá stafar hún af því að xname hefur ekki verið búið að setja upp stillingarnar fyrir lénið á nafnaþjónana hjá sér.
Snorri Siemsen (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.