30.9.2008 | 04:14
I'm going in the Big Strætó in the Sky
Önnur ensk-slettandi bloggfyrirsögnin í röðinni. Það á líka vel við, því ég, óundirritaður, er á leiðinni til Íslandsins blanka. Er sennilega mættur þegar þetta er lesið, þó ég vilji ekki bera áburð á því. Sjaldan hefur mér kvítt eins mikið fyrir, enda komið haust og ég sá orðið slydda á MBL, efnahagurinn í rúst, afkvæmið skilið eftir, heilsa ástvina upp og ofan og svo er til fólk sem gæti hugsað sér að verðlauna verk mín ekki.
Til að gera stutta sögu langa, er ég á heimleið til að taka við verðlaunum fyrir frábæra mynd sem enginn hefur nennt að horfa á hingað til, reyna að setja kvikmynd í framleiðslu þótt handritið sé ekki tilbúið og síðast og jafnframt síst, vil ég nýta mér tækifærin sem felast í ódýrum krónum og fara í verslunarferð fyrr jólin og kem þar af leiðinni með með tiltölulega ófulla ferðatösku, fulla af hollensku lofti.
Þeir sem vilja hafa samband við mig á meðan á þessu bloggfríi stendur, því einhvern vegin hef ég aldrei tíma til að blogga á Íslandi, til að hjalpa mér að láta drauma mína rætast, er vinsamlegast bent á athugasemdafítusinn að neðan, emilinn til hliðar eða farsímanúmerið 8686976 sem ég nota jafnan á hjara veraldar.
Ég vil að lokum þakka þeim 2000+ heimsækjendum sem kíktu á röflið í mér síðasta sólarhringinn. Þið létuð mig trúa því að ég væri pínu þekktur í smá tíma og eigið þið þakkir skildar.
Með kveðju,
Snobbið úr útlandinu
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:04 | Facebook
Athugasemdir
Velkominn heim til Íslands.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.9.2008 kl. 10:34
Og til hamingju með verlaunin.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.9.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.