Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður...

the_graphic

Það er varla spurning að ef þessi blöð verða brennd er það ekkert annað en stórslys. Er ekki hugmynd að Ríkið láti Þjóðminjasafnið eða Landsbókasafnið hafa einhvern pening til að undirbúa björgunina? Það má svo örugglega fá styrk úr einhverjum Norrænum og Evrópskum sjóðum til að byggja veglegt dagblaðasafn einhversstaðar á landinu. Það má auðvitað bæta íslenskum blöðum við og hafa gamlar prentvélar til sýnis. Tekjur má svo hafa af afritunum og póstkortaprentun, svo eitthvað sé nefnt. Þetta myndi örugglega verða heimsfrægt safn ef vel yrði að staðið.

istockphoto_2677701-old-newspapers

Það þyrfti auðvitað ekki endilega að vera í Reykjavík. Þetta er kjörið tækifæri til að byggja upp eitthvað merkilegt á landsbyggðinni. Verði safnið vel hannað og blöðin aðgengileg er ekki spurning að fræðimenn munu nýta sér það. Það kemur fram í fréttinni að engin hafi sýnt þessu áhuga, en það er varla við öðru að búast, meðan blöðin eru geymd í pappakössum í kjallara og enginn veit af þeim.


mbl.is Ómetanleg dagblöð fuðra upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Það er lágmark að setja þessi blöð í endurvinnslu. Ég fer alltaf með öll mín dagblöð í endurvinnslugám.

Ólafur Guðmundsson, 22.9.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Grrr....

Villi Asgeirsson, 22.9.2008 kl. 11:12

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Á miðöldum var fólk uppfinningasamt við að endurnýta þessi fávisku handrit. Góðar leðurpjötlur þar!

Alveg undarlegt að í Noregi af öllum stöðum skuli vera rætt að brenna yfir 100 ára orginal og stök prentverk. Hvað segir það um Nossara?

Ólafur Þórðarson, 22.9.2008 kl. 11:16

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Að olíusjóðurinn sé tómur? Eða hausarnir. Veit ekki.

Villi Asgeirsson, 22.9.2008 kl. 11:24

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Frábær hugmynd.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.9.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband