18.9.2008 | 14:24
Það var erfitt að skrifa um dauða drengsins
Eins og enginn veit er ég að vinna við handrit í fullri lengd. Það er byggt á stuttmyndinni Svörtum Sandi. Þetta er samt allt öðruvísi en stuttmyndin. Gerist mikið meira í nútímanum. Ég var að enda við að skrifa atriði aftarlega í myndinni þar sem allt er farið í öskuna og söguhetjan gerir sér grein fyrir alvöru málsins.
Atriðið er mjög dramatískt, sérstaklega þar sem ég á son og finn til með persónunum. Það er merkilegt hvað getur verið erfitt að skrifa stundum. Ekki erfitt að koma sögunni á blað, heldur tekur þetta á. Ég var alvarlega að hugsa um að skrifa þetta ekki, en ákvað að fyrst þetta virkar svona a mig, mun þetta sennilega virka í myndinni.
Afsakið að ég get ekki sagt meira um innihald atriðsins. Þetta kemur í ljós þegar þar að kemur. Nú verð ég að draga andann djúpt og reyna að láta þetta ekki hafa áhrif á það sem eftir lifir dags, enda þarf ég að fara að vinna.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Facebook
Athugasemdir
Gangi þér vel.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.9.2008 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.